Vantaði rökstuðning ráðherra

Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson. mbl.is/Eggert

Vandi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis við að leggja mat á tillögu dómsmálaráðherra um skipun 15 dómara við Landsrétt fólst í því að ráðherra rökstuddi ekki með nægilega skýrum hætti hvernig hún valdi dómarana.

Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í umræðu á Alþingi um skipun dómara við Landsrétt.

Sigurður Ingi sagði að sérfræðingar sem komu fyrir nefndina hafi tekið fram að þá vantaði gögn til að geta metið tillögu ráðherra.

Bætti hann við að svo virtist sem ráðherra hefði ekki haft nægan tíma til að rökstyðja sína skoðun.

Hann sagði það lögmætt sjónarmið við val ráðherra á dómurum að vægi dómarareynslu væri aukið. Rökstuðning fyrir því mati vanti aftur á móti.

„Mat mitt er að hér sé ekki nægilega góð málsmeðferð ráðherra,“ sagði Sigurður Ingi.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert