Gæti orðið dýrara að deyja

Rekja má vanda kirkjugarðanna til niðurskurðar í kjölfar hrunsins.
Rekja má vanda kirkjugarðanna til niðurskurðar í kjölfar hrunsins. mbl.is/Árni Sæberg

Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma telja sig ekki geta sinnt lögboðnu hlutverki sínu lengur og sendu í gær frá sér ákall í fjölmiðlum.

Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, segir þrjár ástæður vera fyrir þessari fjölmiðlabirtingu. „Í fyrsta lagi ákall til stjórnvalda og almennings. Við höfum bent á slæma fjárhagsstöðu kirkjugarðanna í langan tíma og bent stjórnvöldum á að við getum ekki sinnt lögboðnum skyldum okkar vegna fjárskorts. Í öðru lagi kröfðust starfsmenn þess að staðan yrði tilkynnt svo þeir þyrftu ekki að takast á við skammir fyrir illa hirt leiði og niðurníddan garð. Meginmarkmiðið var að tilkynna aðstandendum sem eiga ástvini í görðunum að við höfum gert allt sem hægt er til þess að halda hlutunum í jafnvægi. Nú getum við ekki meir.“

Þórsteinn segir að rekja megi vanda kirkjugarðanna til niðurskurðar í kjölfar hrunsins. Stjórnvöld hafi ekki tekið á rekstarvanda garðanna þrátt fyrir niðurstöðu ráðherraskipaðrar nefndar um að stórlega vantaði upp á að kirkjugarðarnir gætu uppfyllt lagaskyldu sína.

Tveir möguleikar í stöðunni

Þórsteinn segir að með sama áframhaldi verði eingöngu hægt að sinna grafartökunni. „Allt annað verður að víkja. 453 milljónir króna vantar í rekstur allra kirkjugarða landsins í ár. Stjórnvöld geta leyst vandamálið á tvennan hátt; leiðrétt gjaldalíkanið í áföngum eða samþykkt frumvarp um heimild kirkjugarða til að innheimta gjald í líkhúsum. Ef stjórnvöld heimila með lögum að taka upp gjaldtöku í líkhúsum og við losnum við að greiða prestum og forstöðumönnum safnaða fyrir útfarir getum við safnað 120 til 150 milljónum og nýtt í reksturinn. Að meðaltali eru 2.300 útfarir á ári og miðað við það þyrfti dánarbú hins látna eða aðstandendur að taka á sig um 52.000 krónum meiri kostnað við útfarir.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert