Brá svakalega að stíga á vigtina

Gréta var orðin 120 kíló þegar hún gekkst undir magabandsaðgerð ...
Gréta var orðin 120 kíló þegar hún gekkst undir magabandsaðgerð fyrir tæpum sjö árum og hefur haldið sér í kjörþyngd síðan. Ásdís Ásgeirsdóttir

Gréta var orðin 120 kíló aðeins 19 ára gömul. Hún fór til Bretlands og var au pair-stúlka hjá Auðuni og konu hans, sem einnig er læknir. Segist hún þá hafa farið að forvitnast um magabandið. „Ég fór hægt og rólega að kynna mér þetta. Auðuni fannst ég fullung en ég var fljótt harðákveðin í að fara í aðgerðina.“

Ef við spólum lengra til baka, varstu of þung sem barn?

„Nei, ég var alltaf rosa fín. Það var svona upp úr fimmtán ára að ég fór að þyngjast. Reyndar var ég alltaf með hærra BMI en vinkonur mínar og upplifði mig svakalega feita, þó að ég hafi verið í kjörþyngd. Svo fannst mér ég ekkert fitna fyrr en ég var allt í einu orðin mjög feit. Þetta er mjög skrítið, mér fannst ég ekki svo rosalega feit eins og ég sé í dag á myndum að ég var orðin. Ég auðvitað forðaðist allar vigtar og klæddi þetta mikið af mér,“ segir Gréta. „Svo var ég orðin tæp 120 kíló þegar ég fór á vigt eftir að hafa forðast hana í rosalega langan tíma. Ég hélt að ég væri svona 90-95, og mér brá svakalega.“

Gréta var orðin 120 kíló aðeins 19 ára gömul. Í ...
Gréta var orðin 120 kíló aðeins 19 ára gömul. Í dag er hún í kringum 70 kíló og heldur sér í kjörþyngd með hjálp magabandsins. Ásdís Ásgeirsdóttir

Fannst þér þú borða meira en aðrir?

„Mér fannst það aldrei! En eftir á að hyggja borðaði ég miklu meira en allir aðrir. Í dag borða ég svipað og vinkona mín sem er í kjörþyngd en þá skildi ég ekki af hverju ég var feitari en hún. Mér fannst ég borða jafn mikið en þá var ég kannski búin að borða samloku með skinku og osti klukkutíma áður en við fórum út að borða. Svo var ég líka að borða mörgum sinnum á dag.“
Gréta fór í magabandsaðgerð í október 2010 og sér ekki eftir því.

Fegin að hafa ekki dregið þetta

„Í dag er ég svo fegin að ég var ekki að draga þetta. Ég var búin að prófa Herbalife, ég var búin að prófa OA, búin að prófa einkaþjálfun og matarprógramm og ætlaði alltaf að massa allt! Byrjaði rosa dugleg. Þegar maður byrjar á einum af þessum kúrum er maður að snúa lífinu á hvolf í einum rykk. En svo er þetta ennþá lífið þitt. Þetta er rosalega óraunhæft. Ég tek hattinn ofan af fyrir fólki sem nær að taka kílóin af og halda því. Mig vantaði bara að hafa stjórn á mataræðinu. Og bandið gaf mér það, algerlega. En ég vann líka mjög hart að því með bandinu og fór alveg eftir þeim átta reglum sem á að fylgja.“

Gréta er nánast óþekkjanleg á myndum sem voru teknar þegar ...
Gréta er nánast óþekkjanleg á myndum sem voru teknar þegar hún var sem þyngst.

Hvað gerir þú til að vinna með bandinu?

„Það er t.d. talað um að allir drykkir sem innihalda kaloríur séu bannaðir, eins og gos og ávaxtasafi. Svo gaf bandið mér stjórnina og ég náði utan um mataræðið, öðlaðist einhverja ró og gat þ.a.l. farið að taka hollari mat inn í mataræðið. Ef ég borða of mikið af kaloríuríkum mat er ég ekki að missa mig yfir því, heldur tek þá bara hollari mat næstu daga á eftir. Svona eins og venjulegt fólk gerir.“

Ætlaði að verða mjó of hratt

Hefurðu fundið fyrir einhverjum neikvæðum hliðum bandsins?

„Nei. Ég er líka mjög meðvituð um að ég þarf að passa mig á hvað er mikið í bandinu, ég var einu sinni með of mikið í bandinu, var of „gráðug“, ætlaði að verða rosalega mjó mjög hratt. En Auðun var alltaf að segja mér að það þyrfti þolinmæði. En ég fór of geyst og ég gat ekki borðað neitt, það festist allt í vélindanu og tómt vesen og ég var með bakflæði á nóttunni. Þá þurfti bara að draga aðeins úr,“ segir Gréta.

Gréta er alsæl með magabandið en ítrekar að fólk þurfi ...
Gréta er alsæl með magabandið en ítrekar að fólk þurfi að vinna með því og fara eftir reglum. Ásdís Ásgeirsdóttir

Gréta segist nota vigtina í dag til að passa að hún haldist stöðug, en horfa ekki endilega á töluna sem slíka. „Ég er alveg sátt við að vera 80 kíló, mér er alveg sama hvort hún segir 70 eða 80. En ég hef sleppt henni, og það var hræðilegt þegar ég fór síðan aftur á hana. Ég man ennþá eftir tilfinningunni þegar ég steig á vigtina og hún sýndi 118 kíló, af því að ég var ekki búin að stíga á hana í tvö ár, frá því ég var 88 kíló. Og mér fannst ég alltaf sirka það sama, en samt þurfti ég alltaf stærri föt.“

Trúir þú að þessi aðgerð, eða sambærilega aðgerð, hafi verið eina leiðin?

„Fyrir marga er þetta lykillinn. Mér finnst magabandið vera lykillinn að frelsinu í þessu, þú lifir bara lífinu þínu og gerir þessar breytingar og það gerist hægt að rólega, og án þess að það sé allt að misheppnast sem þú ert að gera. Það er það sem er svo fallegt við þetta,“ segir hún. „Ég þekki konu sem er með band. Hún sagði við mig að þetta væri svolítið eins og að þurfa gleraugu og vera að fara í próf. Og þú getur ekki lesið bókina af því að þig vantar gleraugu. Svo færðu gleraugun og ef þú ætlar að fara beint í prófið án þess að lesa bókina, þá gerist ekkert. Þá ertu alveg jafn illa staddur. Ekkert af þessu virkar eitt og sér. Bandið virkar ekkert eitt og sér. Ég hef heyrt að fólki finnist þetta vera að kaupa sér lausn á vandamálinu og vinnan sem fylgir þyngdartapi sé þar af leiðandi ekki unnin. Ég hef unnið með bandinu og það fór mikil vinna og þolinmæði í það. Ég er ekki til í að leyfa fólki að taka þann árangur af mér fyrir það eitt að nota til þess hjálpartækið sem magabandið er.“

Ítarlegra viðtal er að finna í umfjöllun Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins um skurðaðgerðir sem gerðar eru hér á landi vegna offitu.

Gréta segir að það hafi alltaf verið mikið vesen að ...
Gréta segir að það hafi alltaf verið mikið vesen að hafa sig til þegar hún var að fara eitthvað fínt.
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Búið að opna fyrir umferð um Hellisheiði

09:35 Búið er að opna fyrir umferð um Hellisheiði, en veginum var lokað í nótt vegna ófærðar. Fyrr í morgun var opnað fyrir umferð um Þrengslin, en þar hafði einnig verið lokað fyrir umferð í nótt. Meira »

Fjölmiðlar, kjarabarátta og kjördæmavikan

09:30 Þingkonurnar Bryndís Haraldsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Halldóra Mogensen mæta í þáttinn Þingvelli á K100 í dag og munu ræða við Björt Ólafsdóttur meðal annars um kjarabaráttuna, kjördæmaviku og afsögn varaþingmanns Pírata Meira »

Hætta á óafturkræfum inngripum

08:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi til laga um kynrænt sjálfræði. Kitty Anderson, formaður Intersex Ísland, segir að þangað til lögunum verður breytt sé hætta á að börn séu látin sæta óafturkræfum inngripum sem eru byggð á félagslegum eða útlitslegum forsendum. Meira »

Sjóveðurfréttirnar halda enn gildi sínu

08:00 Sjóveðurfréttir hafa frá áramótum verið lesnar klukkan 5.03 að morgni á Rás 1 í Ríkisútvarpinu, að loknum útvarpsfréttum sem sendar eru út klukkan fimm. Áður voru sjóveðurfréttirnar lesnar klukkan 4.30 en með þessum breytingum verða allir veðurfréttatímar í kjölfar útvarpsfrétta á RÚV. Meira »

Ók á kyrrstæða bíla og svo á brott

07:22 Yfir 80 mál komu upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan sjö í gærkvöldi fram á morgun og voru níu vistaðir í fangageymslu í nótt. Tveir menn voru meðal annars handteknir í Reykjavík seint í gærkvöldi grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna. Voru þeir vistaðir í fangageymslu. Meira »

Þungfært víða og Hellisheiði lokuð

07:13 Hellisheiði er enn lokuð eftir að hafa verið lokuð í nótt vegna veðurs. Þá eru hálkublettir á Reykjanesbraut, en hálka og éljagangur á Grindarvíkurvegi. Hálka eða snjóþekja er á flestum öðrum leiðum á Suðvesturlandi. Meira »

Þrennt alvarlega slasað eftir árekstur

Í gær, 22:30 Þrír liggja alvarlega slasaðir á Landspítalanum eftir árekstur tveggja bíla á Suðurlandsvegi austan við Hjörleifshöfða á fimmtudagskvöld, breskt par og einstaklingur frá Taívan. Meira »

Taumlaus gleði og hamingja

Í gær, 21:58 Hamingja á heimsvísu. Þó að úti hamist stríð um hagsmuni er mannsandinn samur við sig. Ástar er þörf!  Meira »

Staðbundnar fréttaveitur hlunnfarnar

Í gær, 20:45 Fjölda staðbundinna fjölmiðla íslenskra þykir sinn hlutur fyrir borð borinn í frumvarpi um breytingar á fjölmiðlalögum, ef marka má umsagnir þeirra flestra inni á samráðsgáttinni á vefsvæði stjórnvalda. Meira »

Stoltir af breyttri bjórmenningu hér

Í gær, 20:26 „Við erum að fá algjörlega mögnuð brugghús í heimsókn til okkar. Þetta verður mjög spennandi hátíð,“ segir Ólafur Ágústsson, einn skipuleggjenda The Annual Icelandic Beer Festival sem haldin verður í áttunda sinn í næstu viku. Hátíðin stendur frá fimmtudegi til laugardags og er að þessu sinni haldin í aðdraganda þess að þrjátíu ár eru liðin frá fyrsta Bjórdeginum. Meira »

Tveir með fyrsta vinning í Lottó

Í gær, 19:57 Tveir heppnir lottó­spil­arar voru með all­ar fimm töl­ur rétt­ar í lottóút­drætti kvölds­ins og hlýtur hvor þeirra 3,8 milljónir króna í sinn hlut. Annar vinningshafinn er í áskrift en hinn keypti miðann á lotto.is. Meira »

Úr tombólu í árlega bjórhátíð í þrjá áratugi

Í gær, 19:30 Fyrst var leyfilegt að selja bjór hérlendis 1. mars 1989 og allar götur síðan hefur Lionsklúbburinn Ásbjörn í Hafnarfirði minnst þessara tímamóta. Meira »

RÚV verði að gefa eftir

Í gær, 18:58 Ofarlega á baugi í umsögnum fjölmiðla við nýtt frumvarp um fjölmiðla er staða RÚV á auglýsingamarkaði, sem þeir segja margir að geri öðrum miðlum ómögulega erfitt fyrir. Meira »

Hvetja ráðherra til að ljúka friðlýsingu

Í gær, 18:42 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er hvött til að ljúka friðlýsingu Víkurkirkjugarðs, alveg að austustu mörkum hans, eins og þau voru árið 1838. Þetta kom fram í ályktun baráttufundar um verndun Víkurkirkjugarðs í Iðnó í dag. Meira »

Varað við ferðalögum í kvöld og nótt

Í gær, 18:13 Spár gera ráð fyrir norðaustanhríðarveðri víða á landinu í nótt og varað er við ferðalögum um landið seint í kvöld og nótt eftir að þjónustutíma lýkur. Meira »

Bátur á reki úti fyrir Austurlandi

Í gær, 16:55 Um klukkan eitt í dag var óskað eftir aðstoð björgunarskips á Austurlandi vegna báts sem var á reki níu sjómílum suður af Stokksnesi. Báturinn var við veiðar þegar hann misst samband við stýrið og rak því stjórnlaust frá landi. Meira »

Betri undirbúningur hefði sparað vinnu og fé

Í gær, 16:40 Alls nam kostnaður vegna flutnings Fiskistofu til Akureyrar árið 2016 tæplega 180 milljónum króna. Stærstu einstöku liðirnir eru vegna starfslokakostnaðar upp á 45 milljónir og flugkostnaður innanlands, dagpeningar og annar ferða- og dvalarkostnaður nam samtals um 42 milljónum. Meira »

Selmu Björns boðið að skemmta í Ísrael

Í gær, 16:22 Selmu Björnsdóttur söngkonu var boðið að koma og syngja á skemmtun í Ísrael í Eurovision-vikunni í maí. Skemmtunin fer ekki fram á vegum sjálfrar hátíðarinnar heldur einkaaðila. Meira »

Ekki fylgst með kílómetrafjöldanum

Í gær, 16:05 Engar sérstakar athugasemdir eru gerðar við það í skoðunarferli bíla hér á landi, þó að kílómetrastaða bílsins sé röng. Bíla, sem t.d. er búið að skipta um mælaborð í, er hægt að nota áfram sem bílaleigubíla, án þess að nokkrar athugasemdir séu við það gerðar af hálfu eftirlitsaðila. Meira »