Brá svakalega að stíga á vigtina

Gréta var orðin 120 kíló þegar hún gekkst undir magabandsaðgerð ...
Gréta var orðin 120 kíló þegar hún gekkst undir magabandsaðgerð fyrir tæpum sjö árum og hefur haldið sér í kjörþyngd síðan. Ásdís Ásgeirsdóttir

Gréta var orðin 120 kíló aðeins 19 ára gömul. Hún fór til Bretlands og var au pair-stúlka hjá Auðuni og konu hans, sem einnig er læknir. Segist hún þá hafa farið að forvitnast um magabandið. „Ég fór hægt og rólega að kynna mér þetta. Auðuni fannst ég fullung en ég var fljótt harðákveðin í að fara í aðgerðina.“

Ef við spólum lengra til baka, varstu of þung sem barn?

„Nei, ég var alltaf rosa fín. Það var svona upp úr fimmtán ára að ég fór að þyngjast. Reyndar var ég alltaf með hærra BMI en vinkonur mínar og upplifði mig svakalega feita, þó að ég hafi verið í kjörþyngd. Svo fannst mér ég ekkert fitna fyrr en ég var allt í einu orðin mjög feit. Þetta er mjög skrítið, mér fannst ég ekki svo rosalega feit eins og ég sé í dag á myndum að ég var orðin. Ég auðvitað forðaðist allar vigtar og klæddi þetta mikið af mér,“ segir Gréta. „Svo var ég orðin tæp 120 kíló þegar ég fór á vigt eftir að hafa forðast hana í rosalega langan tíma. Ég hélt að ég væri svona 90-95, og mér brá svakalega.“

Gréta var orðin 120 kíló aðeins 19 ára gömul. Í ...
Gréta var orðin 120 kíló aðeins 19 ára gömul. Í dag er hún í kringum 70 kíló og heldur sér í kjörþyngd með hjálp magabandsins. Ásdís Ásgeirsdóttir

Fannst þér þú borða meira en aðrir?

„Mér fannst það aldrei! En eftir á að hyggja borðaði ég miklu meira en allir aðrir. Í dag borða ég svipað og vinkona mín sem er í kjörþyngd en þá skildi ég ekki af hverju ég var feitari en hún. Mér fannst ég borða jafn mikið en þá var ég kannski búin að borða samloku með skinku og osti klukkutíma áður en við fórum út að borða. Svo var ég líka að borða mörgum sinnum á dag.“
Gréta fór í magabandsaðgerð í október 2010 og sér ekki eftir því.

Fegin að hafa ekki dregið þetta

„Í dag er ég svo fegin að ég var ekki að draga þetta. Ég var búin að prófa Herbalife, ég var búin að prófa OA, búin að prófa einkaþjálfun og matarprógramm og ætlaði alltaf að massa allt! Byrjaði rosa dugleg. Þegar maður byrjar á einum af þessum kúrum er maður að snúa lífinu á hvolf í einum rykk. En svo er þetta ennþá lífið þitt. Þetta er rosalega óraunhæft. Ég tek hattinn ofan af fyrir fólki sem nær að taka kílóin af og halda því. Mig vantaði bara að hafa stjórn á mataræðinu. Og bandið gaf mér það, algerlega. En ég vann líka mjög hart að því með bandinu og fór alveg eftir þeim átta reglum sem á að fylgja.“

Gréta er nánast óþekkjanleg á myndum sem voru teknar þegar ...
Gréta er nánast óþekkjanleg á myndum sem voru teknar þegar hún var sem þyngst.

Hvað gerir þú til að vinna með bandinu?

„Það er t.d. talað um að allir drykkir sem innihalda kaloríur séu bannaðir, eins og gos og ávaxtasafi. Svo gaf bandið mér stjórnina og ég náði utan um mataræðið, öðlaðist einhverja ró og gat þ.a.l. farið að taka hollari mat inn í mataræðið. Ef ég borða of mikið af kaloríuríkum mat er ég ekki að missa mig yfir því, heldur tek þá bara hollari mat næstu daga á eftir. Svona eins og venjulegt fólk gerir.“

Ætlaði að verða mjó of hratt

Hefurðu fundið fyrir einhverjum neikvæðum hliðum bandsins?

„Nei. Ég er líka mjög meðvituð um að ég þarf að passa mig á hvað er mikið í bandinu, ég var einu sinni með of mikið í bandinu, var of „gráðug“, ætlaði að verða rosalega mjó mjög hratt. En Auðun var alltaf að segja mér að það þyrfti þolinmæði. En ég fór of geyst og ég gat ekki borðað neitt, það festist allt í vélindanu og tómt vesen og ég var með bakflæði á nóttunni. Þá þurfti bara að draga aðeins úr,“ segir Gréta.

Gréta er alsæl með magabandið en ítrekar að fólk þurfi ...
Gréta er alsæl með magabandið en ítrekar að fólk þurfi að vinna með því og fara eftir reglum. Ásdís Ásgeirsdóttir

Gréta segist nota vigtina í dag til að passa að hún haldist stöðug, en horfa ekki endilega á töluna sem slíka. „Ég er alveg sátt við að vera 80 kíló, mér er alveg sama hvort hún segir 70 eða 80. En ég hef sleppt henni, og það var hræðilegt þegar ég fór síðan aftur á hana. Ég man ennþá eftir tilfinningunni þegar ég steig á vigtina og hún sýndi 118 kíló, af því að ég var ekki búin að stíga á hana í tvö ár, frá því ég var 88 kíló. Og mér fannst ég alltaf sirka það sama, en samt þurfti ég alltaf stærri föt.“

Trúir þú að þessi aðgerð, eða sambærilega aðgerð, hafi verið eina leiðin?

„Fyrir marga er þetta lykillinn. Mér finnst magabandið vera lykillinn að frelsinu í þessu, þú lifir bara lífinu þínu og gerir þessar breytingar og það gerist hægt að rólega, og án þess að það sé allt að misheppnast sem þú ert að gera. Það er það sem er svo fallegt við þetta,“ segir hún. „Ég þekki konu sem er með band. Hún sagði við mig að þetta væri svolítið eins og að þurfa gleraugu og vera að fara í próf. Og þú getur ekki lesið bókina af því að þig vantar gleraugu. Svo færðu gleraugun og ef þú ætlar að fara beint í prófið án þess að lesa bókina, þá gerist ekkert. Þá ertu alveg jafn illa staddur. Ekkert af þessu virkar eitt og sér. Bandið virkar ekkert eitt og sér. Ég hef heyrt að fólki finnist þetta vera að kaupa sér lausn á vandamálinu og vinnan sem fylgir þyngdartapi sé þar af leiðandi ekki unnin. Ég hef unnið með bandinu og það fór mikil vinna og þolinmæði í það. Ég er ekki til í að leyfa fólki að taka þann árangur af mér fyrir það eitt að nota til þess hjálpartækið sem magabandið er.“

Ítarlegra viðtal er að finna í umfjöllun Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins um skurðaðgerðir sem gerðar eru hér á landi vegna offitu.

Gréta segir að það hafi alltaf verið mikið vesen að ...
Gréta segir að það hafi alltaf verið mikið vesen að hafa sig til þegar hún var að fara eitthvað fínt.

Innlent »

Rafvirkja bannað að auglýsa á Facebook

10:57 Ísland vaknar fékk upplýsingar um að fulltrúar Mannvirkjastofnunar hefðu haft samband við útlærðan rafvirkja og bannað honum að auglýsa þjónustu sína á síðunni „Vinna með litlum fyrirvara“ á Facebook. Meira »

Kostnaður af málaferlum 47 milljónir

10:39 Kostnaður ríkisins af málaferlum vegna synjana á heimildum til innflutnings á fersku kjöti fyrir innlendum og alþjóðlegum dómstólum hefur numið um 47 milljónum króna, að málskostnaði og skaðabótum meðtöldum. Meira »

Reyndi að komast undan lögreglu

10:15 Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði á dögunum ökumann sem grunaður er um vímuefnaakstur. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu, gaf í og reyndi að komast undan. Veita þurfti honum eftirför alllanga vegalengd áður en bifreiðin hafnaði á umferðarmerki með þeim afleiðingum að afturhjól hennar brotnaði af henni. Meira »

Brjóstamyndir Gunnlaugs inni í geymslu

10:10 „Það blikka ákveðin viðvörunarljós þegar við finnum að fólki er misboðið við það sem við köllum klassískt myndmál. Þá finnst okkur við vera farin að færast í átt að einhverju sem gæti kallast ritskoðun,“ sagði Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Listasafns Íslands. Meira »

Vinna átakshóps um húsnæði kynnt í dag

09:07 Átakshópur stjórnvalda um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði mun kynna niðurstöður sínar á blaðamannafundi í Hannesarholti kl. 14 í dag. Meira »

Vilja lagalega „handbremsu“ á olíuleit

08:52 Allar hugmyndir um frekari olíuleit við Íslandsstrendur verða frystar þar til sigur hefur unnist í baráttunni gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum, samkvæmt nýju frumvarpi sem lagt hefur verið fram á Alþingi, af fjórum þingmönnum VG. Meira »

Hekla og Aron voru vinsælustu nöfnin

08:18 Hekla var það nafn sem flestum stúlkubörnum var gefið í fyrra og flestum drengjum var gefið nafnið Aron. Þetta kemur fram í yfirliti á vefsíðu Þjóðskrár yfir vinsælustu nafngjafir síðasta árs. Meira »

Verða sýndar á Safnanótt

07:57 Seðlabanki Íslands mun efna til sýningar á listaverkum sínum á Safnanótt, 8. febrúar næstkomandi, þeirra á meðal brjóstamyndum Gunnlaugs Blöndal sem teknar voru niður á skrifstofu eins starfsmanns, að beiðni undirmanna hans. Meira »

Sólardagurinn er á næstu grösum

07:37 Liðinn var í gær réttur mánuður frá vetrarsólstöðum, þ.e. þegar sólin var lægst á lofti hinn 21. desember síðastliðinn.  Meira »

Verið að ryðja íbúðagötur

07:08 Verið er að hreinsa íbúðagötur í hverfum borgarinnar en unnið hefur verið að mokstri og hreinsun á götum og stígum Reykjavíkur frá því í nótt. Talsvert bætti í snjó í nótt en þar sem mun kaldara er í veðri í dag en í gærmorgun er hreinsunarstarfið auðveldara. Meira »

Lægðardrag væntanlegt

06:55 Ekki er von á neinum hlýindakafla á næstunni en á fimmtudag gengur lægðardrag upp að landinu og fer þá að snjóa, fyrst sunnan og vestan til og hlýnar heldur í bili. Meira »

Réðust á hótelstarfsmann

05:51 Lögreglan handtók mann í mjög annarlegu ástandi í hverfi 101 á fjórða tímanum í nótt en hann hafði ásamt tveimur öðrum ráðist á starfsmann hótels og stolið áfengisflösku. Maðurinn er vistaður í fangageymslu lögreglu. Meira »

2,4 milljarðar umbúða endurunnir

05:30 Endurvinnslan hefur tekið við 2,4 milljörðum eininga af einnota drykkjarvöruumbúðum á þeim tæplega 30 árum sem fyrirtækið hefur verið starfandi. Meira »

470 km skilja þau að

05:30 Hjalti Skaptason fór með eiginkonu sinni til 35 ára, Jónínu Þorsteinsdóttur Arndal, með áætlunarflugi til Húsavíkur í gærmorgun þar sem hún mun dvelja í hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili á Húsavík. Meira »

Telur bráðvanta öldrunargeðdeild

05:30 „Þegar kemur að sjúkrahúsþjónustu við eldra fólk þá bráðvantar öldrunargeðdeild. Eldra fólk með geðrænan vanda er í mjög viðkvæmri stöðu.“ Meira »

Vilja íbúakosningu um Elliðaárdal

05:30 Hollvinasamtök Elliðaárdals ætla að knýja fram íbúakosningu vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir þróunarsvæðið Stekkjarbakki Þ73. Meira »

Teigsskógarleið líklegri

05:30 Ráðherra samgöngumála, Sigurður Ingi Jóhannsson, og fulltrúar Vegagerðarinnar funduðu í gær með fulltrúum sveitarstjórna Reykhólahrepps, Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps um vegamálin. Meira »

Metfjöldi skemmtiferðaskipa

05:30 Árið 2019 verður tvímælalaust það stærsta hvað varðar skipakomur farþegaskipa og farþegafjölda hingað til lands. Þetta segir Erna Kristjánsdóttir, markaðsstjóri Faxaflóahafna. Skipakomum hefur fjölgað árlega undanfarin ár. Meira »

Sala á mjólkurafurðum minni

05:30 Sala á mjólkurafurðum minnkaði á nýliðnu ári. Er það í fyrsta skipti í um áratug sem salan minnkar en á þessu tímabili hefur hún aukist stórlega, sérstaklega sala á fituríkum afurðum. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Til leigu góður bílskúr með millilofti.
Góður 23.5 fm bílskúr við Háaleitisbraut - heitt/kalt vatn, milliloft - rafmagn...