Saddur af einni skeið af skyri

Aðalsteinn Reykjalín hefur misst 90 kíló á fimmtán mánuðum en ...
Aðalsteinn Reykjalín hefur misst 90 kíló á fimmtán mánuðum en hann fór í magaermiaðgerð. Ásdís Ásgeirsdóttir

Aðalsteinn Reykjalín er þrítugur flugvirkjanemi. Hann átti lengi í baráttu við yfirþyngd og varð þyngstur um 190 kíló. Þá ákvað hann að botninum væri náð og fór í magaermiaðgerð. Nú, fimmtán mánuðum síðar, líður honum stórvel og hefur misst nánast helming þyngdarinnar, eða 90 kíló. 

Hvenær fór að bera á ofþyngd hjá þér?

„Ég hef í raun alltaf verið of þungur. Svo var það svona um sextán, sautján að það fór allt úr böndunum.“

Hefurðu einhverja skýringu á því af hverju þú þyngdist og af hverju þetta fór úr böndunum? 

„Nei, í rauninni ekki. En ég er matarfíkill. Ég er ekki nammigrís, en matarfíkill.“

Varstu alltaf að reyna að grenna þig?
„Já, já, það var oft reynt. Og það var ekkert mál að taka af sér þrjátíu kíló bara sísvona. Það fór hratt. En svo kom þetta alltaf aftur. Og alltaf meira.“

Aðalsteinn segist hafa verið kominn í 120 kg strax um sextán ára. Spurður hvernig honum hafi liðið á þeim tíma segist hann lítið hafa tekið eftir þessu sjálfur. „Fólk var ekkert of duglegt að benda mér á það, þannig að það var ekki fyrr en of seint að ég tók eftir þessu.“

Hvað er það þyngsta sem þú hefur verið?
„Tæp 190 kíló. Maður var orðinn ansi stór. Ég fór að finna fyrir því í hittifyrra. Ég gat ekki labbað hálfa Smáralindina. Þá var ég alveg búinn, rennsveittur og illt í hnjánum. Ég hef alltaf verið hraustur, sem hefur kannski aftrað því að ég hafi tekið alvarlega á málunum fyrr. Líkaminn hefur ekki fundið fyrir því en svo kom þetta bara allt í einu. Þá var líkaminn greinilega að segja stopp.“

Aðalsteinn á afar fáar myndir af sér þegar hann var ...
Aðalsteinn á afar fáar myndir af sér þegar hann var sem þyngstur enda forðaðist hann myndatökur. Hér er þó ein af honum þegar hann var sem þyngstur.

Vandræðalegt að gera venjulega hluti

Fannst þér fólk horfa á þig?
 „Já, svona undir lokin. Ég fór upp í 150, 160, 170. En svo frá þeirri þyngd og upp í tæp 190 var þvílíkur munur í ummáli. Þegar ég fór upp í það var fólk farið að horfa. Ég var svo miklu stærri.“
Hvernig var að gera venjulega hluti, eins og að sitja í flugvél?
 „Það var náttúrulega vandræðalegt. Ég fór út í hittifyrra þegar ég var upp á mitt versta. Þá var setið á rófubeininu,“ segir Aðalsteinn og útskýrir að hann hafi þurft að tylla sér fremst í sætið þar sem hann komst ekki á milli armanna. „Svo voru bara sett föt yfir svo það sæist ekki að ég væri ekki í belti af því að beltið fór ekkert utan um mann, ekki einu sinni með framlengingunni. Og ef maður var að drífa sig og henti sér inn í bíl, þá braut maður bara miðjuna. Hugurinn fylgdi ekki alveg.“
Hvað hefur þú reynt að gera til að létta þig?
„Ég reyndi stundum að fara í ræktina en það var of hægur árangur. Svo reyndi ég tvisvar að fara á lágkolvetnakúrinn og hann þrusuvirkar,“ segir hann en bætir við kílóin hafi alltaf komið aftur. 

Aðalsteinn átti erfitt með alla hreyfingu þegar hann var sem ...
Aðalsteinn átti erfitt með alla hreyfingu þegar hann var sem þyngstur en vigtin hjá honum fór upp í 190 kíló.

Kvöldmaturinn hamborgaratilboð fyrir 4 

Aðalsteinn segir að mataræðið hafi farið úr böndunum; bæði voru skammtarnir allt of stórir og svo var ekki alltaf hollustan í fyrirrúmi. „Ég fór stundum út í sjoppu og keypti hamborgaratilboð með fjórum hamborgurum og frönskum og öllu. Þetta var bara minn kvöldmatur, ég var kominn með svo rosalega stóran maga,“ segir hann og viðurkennir að hann hafi oft reynt að fela það hversu mikið hann borðaði í raun. „Maður skammaðist sín náttúrulega svo mikið. Það fylgir þessu svo mikil skömm þegar þetta er komið út í svona rosalegar öfgar. Þegar þú ert farinn að borða svona mikið er það sem segir þér að þú sért saddur orðið svo brenglað.“

Þú varst þá ekkert saddur af einum hamborgara?

„Það var bara forréttur! Það var orðið svo slæmt þarna undir lokin að stundum þegar manni var boðið í mat byrjaði maður á því að koma við í sjoppu. Bæði til að vera viss um að vera saddur og líka til að vera ekki ókurteis og borða of mikið í matarboðinu. En ég var alltaf sá sem sat lengst og í raun fór ég ekkert fyrr en borðið var orðið tómt. Ég var alveg botnlaus. Þetta er bara fíkn eins og hver önnur. Nema þetta er auðvitað fíkn sem sést.“

Aðalsteinn ákvað í byrjun árs 2016 að eina úrræðið væri að fara í aðgerð og valdi hann að fara í magaermina.

Nú eru liðnir 15 mánuðir síðan Aðalsteinn fór í aðgerðina þar sem meirihluti maga hans var fjarlægður.

Hvernig hefur þér liðið?

„Bara vel. Þetta kemur ekki gefins, það eru ýmis vandamál. Sem dæmi er ég með tíu kíló af aukahúð, sem veldur sárum og sýkingum,“ segir hann og útskýrir að seinna meir verði umframhúðin fjarlægð. Hann segist ekki finna til óþæginda í maganum eða kviðnum. „Það var bara fyrst, það er auðvitað búið að hefta magann. En það var bara fyrsta hálfa árið.“

Hvað ertu búinn að missa mikið?

„Í kringum níutíu kíló. Ég er í raun búinn að standa í stað síðan í janúar. Ég er svona í kringum 100 kíló. Ég er löngu kominn yfir það sem mér var lofað. Og svo er ég auðvitað með tíu kíló af aukahúð. En mér líður mjög vel þar sem ég er núna.“

Hvað ertu farinn að gera núna sem þú gast ekki gert áður?

„Ég er farinn að stunda hjólreiðar og göngutúra og fer á hverjum einasta degi. Ég fer oft í 40 mínútna göngu um Vellina (í Hafnarfirði) og kem heim og blæs ekki úr nös. Það munar rosalega. Síðasta sumar var það lengsta sem ég hjólaði 40 kílómetrar. Það var ekkert mál,“ segir hann.

Í dag er Aðalsteinn mjög sáttur en hann er um ...
Í dag er Aðalsteinn mjög sáttur en hann er um 100 kíló og kemst í öll venjuleg föt. Ásdís Ásgeirsdóttir

Maginn segir stopp

Hvað með mataræði og skammtastærðir núna?

„Það er mjög misjafnt, ef ég borða brauð eða þurrmeti get ég borðað meira, en af því að við vorum að tala um hamborgara áðan get ég sagt þér að ég næ kannski að borða hálfan hamborgara, ef ég er ekki með neitt á honum. Þá er ég farinn að velta frá borðinu. Ég get voða lítið verið að smakka í matargerðinni, því ef ég geri það, þá er það bara mín máltíð, alla vega var það þannig fyrst eftir aðgerð, og eiginlega fyrsta árið. Maður kannski borðaði eina skeið af skyri og var saddur. En í dag er ég farinn að nálgast það sem fólk telur eðlilegt að maður ætti að borða. Næringarlega séð,“ útskýrir hann, því enn getur hann bara torgað hálfum hamborgara.

Hann segir að þótt hann vildi gæti hann ekki torgað heilum borgara. „Það er málið, það er svo furðulegt. Þú getur það ekki, maginn gefur ekki eftir. Það er ekki pláss, maginn segir stopp. Og það er gott. Í mínu tilfelli fer ég alltaf að hiksta þegar ég er saddur. Þá áttu líka að hætta.“

Finnur þú fyrir söknuði?

 „Já, hugurinn fylgir ekki jafn hratt, alls ekki. Maður finnur stundum fyrir hugarhungri en má ekki láta blekkjast. Stundum hugsar maður, ef maður fengi einn dag. Maður er kannski búinn að standa sveittur við eldamennsku í tvo tíma fyrir matarboð, bara til þess eins að borða einn svona disk af einhverju,“ segir Aðalsteinn og bendir á undirskálina undir kaffibollanum. „Maður verður þreyttur á því. Svo hristir maður það af sér. Og það er náttúrulega þess virði,“ segir hann. „Svo er auðvitað kosturinn við þetta, og ég fæ oft augngotur frá starfsfólki, að ég fer og vel mér dýrasta kjötið í kjötborðinu og bið um 100 grömm af því,“ segir hann og hlær. „Það er meira en nóg fyrir mig, og ódýrt. Mér finnst það frábært.“

Mælir þú með þessari aðgerð?

„Ég á alltaf erfitt með að mæla með einhverju svona. Ég mæli ekki gegn henni. Mér finnst að þegar fólk er komið á vissan stað sé um að gera að skoða þennan möguleika. Þetta á að vera síðasta úrræðið. Þú ert ekki rétt yfir einhverri smá yfirþyngd að fara í þessa aðgerð, þú verður að vera búinn að prófa allt annað og í rauninni gefast upp. Ég mæli með þessari aðgerð fyrir fólk sem er komið þangað, á síðasta snúninginn.“

Ítarlegra viðtal er að finna í umfjöllun Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins um skurðaðgerðir sem gerðar eru hér á landi vegna offitu.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Búið að opna fyrir umferð um Hellisheiði

09:35 Búið er að opna fyrir umferð um Hellisheiði, en veginum var lokað í nótt vegna ófærðar. Fyrr í morgun var opnað fyrir umferð um Þrengslin, en þar hafði einnig verið lokað fyrir umferð í nótt. Meira »

Fjölmiðlar, kjarabarátta og kjördæmavikan

09:30 Þingkonurnar Bryndís Haraldsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Halldóra Mogensen mæta í þáttinn Þingvelli á K100 í dag og munu ræða við Björt Ólafsdóttur meðal annars um kjarabaráttuna, kjördæmaviku og afsögn varaþingmanns Pírata Meira »

Hætta á óafturkræfum inngripum

08:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi til laga um kynrænt sjálfræði. Kitty Anderson, formaður Intersex Ísland, segir að þangað til lögunum verður breytt sé hætta á að börn séu látin sæta óafturkræfum inngripum sem eru byggð á félagslegum eða útlitslegum forsendum. Meira »

Sjóveðurfréttirnar halda enn gildi sínu

08:00 Sjóveðurfréttir hafa frá áramótum verið lesnar klukkan 5.03 að morgni á Rás 1 í Ríkisútvarpinu, að loknum útvarpsfréttum sem sendar eru út klukkan fimm. Áður voru sjóveðurfréttirnar lesnar klukkan 4.30 en með þessum breytingum verða allir veðurfréttatímar í kjölfar útvarpsfrétta á RÚV. Meira »

Ók á kyrrstæða bíla og svo á brott

07:22 Yfir 80 mál komu upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan sjö í gærkvöldi fram á morgun og voru níu vistaðir í fangageymslu í nótt. Tveir menn voru meðal annars handteknir í Reykjavík seint í gærkvöldi grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna. Voru þeir vistaðir í fangageymslu. Meira »

Þungfært víða og Hellisheiði lokuð

07:13 Hellisheiði er enn lokuð eftir að hafa verið lokuð í nótt vegna veðurs. Þá eru hálkublettir á Reykjanesbraut, en hálka og éljagangur á Grindarvíkurvegi. Hálka eða snjóþekja er á flestum öðrum leiðum á Suðvesturlandi. Meira »

Þrennt alvarlega slasað eftir árekstur

Í gær, 22:30 Þrír liggja alvarlega slasaðir á Landspítalanum eftir árekstur tveggja bíla á Suðurlandsvegi austan við Hjörleifshöfða á fimmtudagskvöld, breskt par og einstaklingur frá Taívan. Meira »

Taumlaus gleði og hamingja

Í gær, 21:58 Hamingja á heimsvísu. Þó að úti hamist stríð um hagsmuni er mannsandinn samur við sig. Ástar er þörf!  Meira »

Staðbundnar fréttaveitur hlunnfarnar

Í gær, 20:45 Fjölda staðbundinna fjölmiðla íslenskra þykir sinn hlutur fyrir borð borinn í frumvarpi um breytingar á fjölmiðlalögum, ef marka má umsagnir þeirra flestra inni á samráðsgáttinni á vefsvæði stjórnvalda. Meira »

Stoltir af breyttri bjórmenningu hér

Í gær, 20:26 „Við erum að fá algjörlega mögnuð brugghús í heimsókn til okkar. Þetta verður mjög spennandi hátíð,“ segir Ólafur Ágústsson, einn skipuleggjenda The Annual Icelandic Beer Festival sem haldin verður í áttunda sinn í næstu viku. Hátíðin stendur frá fimmtudegi til laugardags og er að þessu sinni haldin í aðdraganda þess að þrjátíu ár eru liðin frá fyrsta Bjórdeginum. Meira »

Tveir með fyrsta vinning í Lottó

Í gær, 19:57 Tveir heppnir lottó­spil­arar voru með all­ar fimm töl­ur rétt­ar í lottóút­drætti kvölds­ins og hlýtur hvor þeirra 3,8 milljónir króna í sinn hlut. Annar vinningshafinn er í áskrift en hinn keypti miðann á lotto.is. Meira »

Úr tombólu í árlega bjórhátíð í þrjá áratugi

Í gær, 19:30 Fyrst var leyfilegt að selja bjór hérlendis 1. mars 1989 og allar götur síðan hefur Lionsklúbburinn Ásbjörn í Hafnarfirði minnst þessara tímamóta. Meira »

RÚV verði að gefa eftir

Í gær, 18:58 Ofarlega á baugi í umsögnum fjölmiðla við nýtt frumvarp um fjölmiðla er staða RÚV á auglýsingamarkaði, sem þeir segja margir að geri öðrum miðlum ómögulega erfitt fyrir. Meira »

Hvetja ráðherra til að ljúka friðlýsingu

Í gær, 18:42 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er hvött til að ljúka friðlýsingu Víkurkirkjugarðs, alveg að austustu mörkum hans, eins og þau voru árið 1838. Þetta kom fram í ályktun baráttufundar um verndun Víkurkirkjugarðs í Iðnó í dag. Meira »

Varað við ferðalögum í kvöld og nótt

Í gær, 18:13 Spár gera ráð fyrir norðaustanhríðarveðri víða á landinu í nótt og varað er við ferðalögum um landið seint í kvöld og nótt eftir að þjónustutíma lýkur. Meira »

Bátur á reki úti fyrir Austurlandi

Í gær, 16:55 Um klukkan eitt í dag var óskað eftir aðstoð björgunarskips á Austurlandi vegna báts sem var á reki níu sjómílum suður af Stokksnesi. Báturinn var við veiðar þegar hann misst samband við stýrið og rak því stjórnlaust frá landi. Meira »

Betri undirbúningur hefði sparað vinnu og fé

Í gær, 16:40 Alls nam kostnaður vegna flutnings Fiskistofu til Akureyrar árið 2016 tæplega 180 milljónum króna. Stærstu einstöku liðirnir eru vegna starfslokakostnaðar upp á 45 milljónir og flugkostnaður innanlands, dagpeningar og annar ferða- og dvalarkostnaður nam samtals um 42 milljónum. Meira »

Selmu Björns boðið að skemmta í Ísrael

Í gær, 16:22 Selmu Björnsdóttur söngkonu var boðið að koma og syngja á skemmtun í Ísrael í Eurovision-vikunni í maí. Skemmtunin fer ekki fram á vegum sjálfrar hátíðarinnar heldur einkaaðila. Meira »

Ekki fylgst með kílómetrafjöldanum

Í gær, 16:05 Engar sérstakar athugasemdir eru gerðar við það í skoðunarferli bíla hér á landi, þó að kílómetrastaða bílsins sé röng. Bíla, sem t.d. er búið að skipta um mælaborð í, er hægt að nota áfram sem bílaleigubíla, án þess að nokkrar athugasemdir séu við það gerðar af hálfu eftirlitsaðila. Meira »