Saddur af einni skeið af skyri

Aðalsteinn Reykjalín hefur misst 90 kíló á fimmtán mánuðum en ...
Aðalsteinn Reykjalín hefur misst 90 kíló á fimmtán mánuðum en hann fór í magaermiaðgerð. Ásdís Ásgeirsdóttir

Aðalsteinn Reykjalín er þrítugur flugvirkjanemi. Hann átti lengi í baráttu við yfirþyngd og varð þyngstur um 190 kíló. Þá ákvað hann að botninum væri náð og fór í magaermiaðgerð. Nú, fimmtán mánuðum síðar, líður honum stórvel og hefur misst nánast helming þyngdarinnar, eða 90 kíló. 

Hvenær fór að bera á ofþyngd hjá þér?

„Ég hef í raun alltaf verið of þungur. Svo var það svona um sextán, sautján að það fór allt úr böndunum.“

Hefurðu einhverja skýringu á því af hverju þú þyngdist og af hverju þetta fór úr böndunum? 

„Nei, í rauninni ekki. En ég er matarfíkill. Ég er ekki nammigrís, en matarfíkill.“

Varstu alltaf að reyna að grenna þig?
„Já, já, það var oft reynt. Og það var ekkert mál að taka af sér þrjátíu kíló bara sísvona. Það fór hratt. En svo kom þetta alltaf aftur. Og alltaf meira.“

Aðalsteinn segist hafa verið kominn í 120 kg strax um sextán ára. Spurður hvernig honum hafi liðið á þeim tíma segist hann lítið hafa tekið eftir þessu sjálfur. „Fólk var ekkert of duglegt að benda mér á það, þannig að það var ekki fyrr en of seint að ég tók eftir þessu.“

Hvað er það þyngsta sem þú hefur verið?
„Tæp 190 kíló. Maður var orðinn ansi stór. Ég fór að finna fyrir því í hittifyrra. Ég gat ekki labbað hálfa Smáralindina. Þá var ég alveg búinn, rennsveittur og illt í hnjánum. Ég hef alltaf verið hraustur, sem hefur kannski aftrað því að ég hafi tekið alvarlega á málunum fyrr. Líkaminn hefur ekki fundið fyrir því en svo kom þetta bara allt í einu. Þá var líkaminn greinilega að segja stopp.“

Aðalsteinn á afar fáar myndir af sér þegar hann var ...
Aðalsteinn á afar fáar myndir af sér þegar hann var sem þyngstur enda forðaðist hann myndatökur. Hér er þó ein af honum þegar hann var sem þyngstur.

Vandræðalegt að gera venjulega hluti

Fannst þér fólk horfa á þig?
 „Já, svona undir lokin. Ég fór upp í 150, 160, 170. En svo frá þeirri þyngd og upp í tæp 190 var þvílíkur munur í ummáli. Þegar ég fór upp í það var fólk farið að horfa. Ég var svo miklu stærri.“
Hvernig var að gera venjulega hluti, eins og að sitja í flugvél?
 „Það var náttúrulega vandræðalegt. Ég fór út í hittifyrra þegar ég var upp á mitt versta. Þá var setið á rófubeininu,“ segir Aðalsteinn og útskýrir að hann hafi þurft að tylla sér fremst í sætið þar sem hann komst ekki á milli armanna. „Svo voru bara sett föt yfir svo það sæist ekki að ég væri ekki í belti af því að beltið fór ekkert utan um mann, ekki einu sinni með framlengingunni. Og ef maður var að drífa sig og henti sér inn í bíl, þá braut maður bara miðjuna. Hugurinn fylgdi ekki alveg.“
Hvað hefur þú reynt að gera til að létta þig?
„Ég reyndi stundum að fara í ræktina en það var of hægur árangur. Svo reyndi ég tvisvar að fara á lágkolvetnakúrinn og hann þrusuvirkar,“ segir hann en bætir við kílóin hafi alltaf komið aftur. 

Aðalsteinn átti erfitt með alla hreyfingu þegar hann var sem ...
Aðalsteinn átti erfitt með alla hreyfingu þegar hann var sem þyngstur en vigtin hjá honum fór upp í 190 kíló.

Kvöldmaturinn hamborgaratilboð fyrir 4 

Aðalsteinn segir að mataræðið hafi farið úr böndunum; bæði voru skammtarnir allt of stórir og svo var ekki alltaf hollustan í fyrirrúmi. „Ég fór stundum út í sjoppu og keypti hamborgaratilboð með fjórum hamborgurum og frönskum og öllu. Þetta var bara minn kvöldmatur, ég var kominn með svo rosalega stóran maga,“ segir hann og viðurkennir að hann hafi oft reynt að fela það hversu mikið hann borðaði í raun. „Maður skammaðist sín náttúrulega svo mikið. Það fylgir þessu svo mikil skömm þegar þetta er komið út í svona rosalegar öfgar. Þegar þú ert farinn að borða svona mikið er það sem segir þér að þú sért saddur orðið svo brenglað.“

Þú varst þá ekkert saddur af einum hamborgara?

„Það var bara forréttur! Það var orðið svo slæmt þarna undir lokin að stundum þegar manni var boðið í mat byrjaði maður á því að koma við í sjoppu. Bæði til að vera viss um að vera saddur og líka til að vera ekki ókurteis og borða of mikið í matarboðinu. En ég var alltaf sá sem sat lengst og í raun fór ég ekkert fyrr en borðið var orðið tómt. Ég var alveg botnlaus. Þetta er bara fíkn eins og hver önnur. Nema þetta er auðvitað fíkn sem sést.“

Aðalsteinn ákvað í byrjun árs 2016 að eina úrræðið væri að fara í aðgerð og valdi hann að fara í magaermina.

Nú eru liðnir 15 mánuðir síðan Aðalsteinn fór í aðgerðina þar sem meirihluti maga hans var fjarlægður.

Hvernig hefur þér liðið?

„Bara vel. Þetta kemur ekki gefins, það eru ýmis vandamál. Sem dæmi er ég með tíu kíló af aukahúð, sem veldur sárum og sýkingum,“ segir hann og útskýrir að seinna meir verði umframhúðin fjarlægð. Hann segist ekki finna til óþæginda í maganum eða kviðnum. „Það var bara fyrst, það er auðvitað búið að hefta magann. En það var bara fyrsta hálfa árið.“

Hvað ertu búinn að missa mikið?

„Í kringum níutíu kíló. Ég er í raun búinn að standa í stað síðan í janúar. Ég er svona í kringum 100 kíló. Ég er löngu kominn yfir það sem mér var lofað. Og svo er ég auðvitað með tíu kíló af aukahúð. En mér líður mjög vel þar sem ég er núna.“

Hvað ertu farinn að gera núna sem þú gast ekki gert áður?

„Ég er farinn að stunda hjólreiðar og göngutúra og fer á hverjum einasta degi. Ég fer oft í 40 mínútna göngu um Vellina (í Hafnarfirði) og kem heim og blæs ekki úr nös. Það munar rosalega. Síðasta sumar var það lengsta sem ég hjólaði 40 kílómetrar. Það var ekkert mál,“ segir hann.

Í dag er Aðalsteinn mjög sáttur en hann er um ...
Í dag er Aðalsteinn mjög sáttur en hann er um 100 kíló og kemst í öll venjuleg föt. Ásdís Ásgeirsdóttir

Maginn segir stopp

Hvað með mataræði og skammtastærðir núna?

„Það er mjög misjafnt, ef ég borða brauð eða þurrmeti get ég borðað meira, en af því að við vorum að tala um hamborgara áðan get ég sagt þér að ég næ kannski að borða hálfan hamborgara, ef ég er ekki með neitt á honum. Þá er ég farinn að velta frá borðinu. Ég get voða lítið verið að smakka í matargerðinni, því ef ég geri það, þá er það bara mín máltíð, alla vega var það þannig fyrst eftir aðgerð, og eiginlega fyrsta árið. Maður kannski borðaði eina skeið af skyri og var saddur. En í dag er ég farinn að nálgast það sem fólk telur eðlilegt að maður ætti að borða. Næringarlega séð,“ útskýrir hann, því enn getur hann bara torgað hálfum hamborgara.

Hann segir að þótt hann vildi gæti hann ekki torgað heilum borgara. „Það er málið, það er svo furðulegt. Þú getur það ekki, maginn gefur ekki eftir. Það er ekki pláss, maginn segir stopp. Og það er gott. Í mínu tilfelli fer ég alltaf að hiksta þegar ég er saddur. Þá áttu líka að hætta.“

Finnur þú fyrir söknuði?

 „Já, hugurinn fylgir ekki jafn hratt, alls ekki. Maður finnur stundum fyrir hugarhungri en má ekki láta blekkjast. Stundum hugsar maður, ef maður fengi einn dag. Maður er kannski búinn að standa sveittur við eldamennsku í tvo tíma fyrir matarboð, bara til þess eins að borða einn svona disk af einhverju,“ segir Aðalsteinn og bendir á undirskálina undir kaffibollanum. „Maður verður þreyttur á því. Svo hristir maður það af sér. Og það er náttúrulega þess virði,“ segir hann. „Svo er auðvitað kosturinn við þetta, og ég fæ oft augngotur frá starfsfólki, að ég fer og vel mér dýrasta kjötið í kjötborðinu og bið um 100 grömm af því,“ segir hann og hlær. „Það er meira en nóg fyrir mig, og ódýrt. Mér finnst það frábært.“

Mælir þú með þessari aðgerð?

„Ég á alltaf erfitt með að mæla með einhverju svona. Ég mæli ekki gegn henni. Mér finnst að þegar fólk er komið á vissan stað sé um að gera að skoða þennan möguleika. Þetta á að vera síðasta úrræðið. Þú ert ekki rétt yfir einhverri smá yfirþyngd að fara í þessa aðgerð, þú verður að vera búinn að prófa allt annað og í rauninni gefast upp. Ég mæli með þessari aðgerð fyrir fólk sem er komið þangað, á síðasta snúninginn.“

Ítarlegra viðtal er að finna í umfjöllun Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins um skurðaðgerðir sem gerðar eru hér á landi vegna offitu.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Mistur og slæm loftgæði í höfuðborginni

17:38 Loftgæði sums staðar á höfuðborgarsvæðinu eru mjög slæm sam­kvæmt vef Um­hverf­is­stofn­un­ar Loft­gæði.is. Mikið rykmistur liggur yfir höfuðborgarsvæðinu en það er ættað frá Sahara-eyðimörkinni. Meira »

Vildarbörn styrktu eitt hundrað manns

16:55 28 börnum og fjölskyldum þeirra, samtals rúmlega eitt hundrað manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóði Vildarbarna Icelandair í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá Icelandair. Alls hafa 677 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnun hans fyrir 16 árum og úthlutunin í dag var sú 32. í röðinni. Meira »

Arnar og María sigruðu í víðavangshlaupi

16:11 Þau Arnar Pétursson úr ÍR og María Birkisdóttir úr FH komu fyrst í mark í árlegu Víðavangshlaupi ÍR sem ræst var í 104. sinn í hádeginu í dag. 663 hlauparar voru skráðir til leiks, þar af 589 í fimm kílómetra hlaup og 74 í 2,7 kílómetra skemmtiskokk, að því er fram kemur á vef ÍR. Fimm kílómetra hlaupið er jafnframt meistaramót Íslands í fimm kílómetra götuhlaupi. Meira »

Senda F-35 til Íslands

16:00 Vorið 2020 munu norskar orrustuþotur af gerðinni F-35 sinna loftrýmisgæslu við Ísland, en þetta verður í fyrsta sinn sem norskar þotur af þeirri gerð sinna verkefni utan landamæra Noregs. Þetta kemur fram á fréttavef norska dagblaðsins Verdens Gang. Meira »

Hitamet í Reykjavík slegið í hádeginu

15:47 Hitamet sumardagsins fyrsta í Reykjavík féll í hádeginu, þegar hitamælir Veðurstofu Íslands sýndi 14,1 stig. Fyrra met var frá árinu 1998, en þá mældist hiti hæstur 13,5 stig á sumardaginn fyrsta. Meira »

Tíu bækur stóðu upp úr hjá börnunum

15:26 Opinberað var í dag hvaða bækur hlutu Bókaverðlaun barnanna 2019, en tíu bækur sem valdar voru keppa í Sagna, verðlaunahátíð barnanna sem sjónvarpað verður á RÚV 1. júní. Meira »

„Viljum við taka þessa áhættu?“

15:21 Verði því hafnað af hálfu Alþingis að samþykkja þriðja orkupakka Evrópusambandsins mun það ekki setja samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) í uppnám. Samþykkt orkupakkans gæti hins vegar leitt til þess. Þetta segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra. Meira »

Reyna að eyða erfiðustu störfunum

14:55 Ný hátækniverksmiðja Samherja getur afkastað um 5.000 tonnum af bleikju á á ári. Er húsnæðið búið nýjustu tækni sem eykur sjálfvirkni og léttir störfin. Meira »

Ian McEwan hlýtur bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness

14:30 Breski rithöfundurinn Ian McEwan er fyrsti handhafi Alþjóðlegra bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness. Verðlaunin voru afhent í dag, sumardaginn fyrsta, af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á alþjóðlegu málþingi um Halldór Laxness sem haldið var í Veröld. Meira »

Ræða við Boeing um bætur

13:52 Icelandair mun ræða við flugvélaframleiðandann Boeing um skaðabætur vegna stýrikerfisgalla í 737 MAX 8-flugvélum framleiðandans, en Icelandair hefur fest kaup á níu slíkum vélum sem eru kyrrsettar sem stendur. Þetta kom fram í samtali RÚV við Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair. Meira »

Sumardeginum fyrsta fagnað

12:45 Hátíðarhöld fara víða fram í dag, sumardaginn fyrsta, og skrúðgöngur eru iðulega hluti af slíkri dagskrá. Ljósmyndari mbl.is var í Árbænum í Reykjavík í morgun þar sem fríður flokkur skáta leiddi gönguna að vanda undir blaktandi íslenskum fánum. Meira »

Vél Icelandair snúið við vegna bilunar

12:10 Flugvél Icelandair sem fljúga átti frá Keflavík til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi var snúið við í morgun eftir um klukkustundarflug vegna bilunar, en vélin fór í loftið skömmu fyrir klukkan átta. Afleiðingar af þessu eru að einnig hefur verið aflýst flugferð frá Arlanda til Keflavíkur síðar í dag. Þá hefur tengiflugi til Portland síðdegis í dag verið aflýst, en nota átti umrædda flugvél í þá ferð. Meira »

100 ára yfirferð kröfuréttar lokið

11:55 Eyvindur G. Gunnarsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Benedikt Bogason hæstaréttardómari og Þorgeir Örlygsson hæstaréttardómari luku nýverið við þriðja ritið í þriggja binda ritröð sinni um almennan hluta kröfuréttar á Íslandi. Meira »

Kíkt á nýja sjúkrahótelið

11:20 Nýtt sjúkrahótel Landspítalans er nú að verða tilbúið en búist er við að fyrstu gestirnir komi þangað í byrjun maí. Aðstaðan er glæsileg og á eftir að skipta sköpum fyrir marga, til að mynda verður það góður kostur fyrir konur af landsbyggðinni í áhættumeðgöngu. mbl.is kíkti á nýja sjúkrahótelið. Meira »

Verður áfram í gæsluvarðhaldi

11:11 Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem ákærður er fyrir brennu og manndráp á Selfossi 31. október sl. í tengslum við mikinn eldsvoða í íbúðarhúsi. Meira »

Varaði við „erlendri einangrunarhyggju“

11:05 „Ég er þess fullviss að unga fólkið er jafnsannfært og ég um mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu. Nú þegar angar erlendrar einangrunarstefnu teygja anga sína inn í íslensk stjórnmál er nauðsynlegt að slá skjaldborg um þá samvinnu.“ Meira »

Víðavangshlaup ÍR á sínum stað

09:48 Víðavangshlaup Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) verður haldið í 104. sinn í dag, sumardaginn fyrsta, en samhliða því verður hlaupið 2,7 km skemmtihlaup. Meira »

Elsta flughæfa vélin á Íslandi

08:18 Í Múlakoti í Fljótshlíð, skammt frá Hvolsvelli, geymir Erling Jóhannesson gamla flugvél sem á sér merka sögu. Hún er af gerðinni Boeing/Stearman PT-17 Kaydet og ber einkennisstafina TF-KAU. Þetta er elsta flughæfa vél á Íslandi, nærri áttatíu ára gömul. Meira »

Telja Snæfellsjökul horfinn um miðja öldina

07:57 Hlýnun andrúmsloftsins ræður því að Snæfellsjökull verður að öllum líkindum að mestu horfinn um miðja þessa öld. Þetta segir Þorsteinn Þorsteinsson jöklafræðingur á Veðurstofu Íslands. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Skurðarskífur
Eigum til góðar skurðarskífur 125mm*1mm, gott verð 120 kr stk með vsk. Uppl 77...
- íbúð til leigu.
Lítil íbúð til leigu í Biskupstungum, bað/sturta og eldhús, gasgrill. leigist...
Skúffa / skófla á traktor
Skófla á þrítengi 140cm. Bakhlið fylgir sem gerir hana að fyrirtaks skúffu. Þe...