Saddur af einni skeið af skyri

Aðalsteinn Reykjalín hefur misst 90 kíló á fimmtán mánuðum en ...
Aðalsteinn Reykjalín hefur misst 90 kíló á fimmtán mánuðum en hann fór í magaermiaðgerð. Ásdís Ásgeirsdóttir

Aðalsteinn Reykjalín er þrítugur flugvirkjanemi. Hann átti lengi í baráttu við yfirþyngd og varð þyngstur um 190 kíló. Þá ákvað hann að botninum væri náð og fór í magaermiaðgerð. Nú, fimmtán mánuðum síðar, líður honum stórvel og hefur misst nánast helming þyngdarinnar, eða 90 kíló. 

Hvenær fór að bera á ofþyngd hjá þér?

„Ég hef í raun alltaf verið of þungur. Svo var það svona um sextán, sautján að það fór allt úr böndunum.“

Hefurðu einhverja skýringu á því af hverju þú þyngdist og af hverju þetta fór úr böndunum? 

„Nei, í rauninni ekki. En ég er matarfíkill. Ég er ekki nammigrís, en matarfíkill.“

Varstu alltaf að reyna að grenna þig?
„Já, já, það var oft reynt. Og það var ekkert mál að taka af sér þrjátíu kíló bara sísvona. Það fór hratt. En svo kom þetta alltaf aftur. Og alltaf meira.“

Aðalsteinn segist hafa verið kominn í 120 kg strax um sextán ára. Spurður hvernig honum hafi liðið á þeim tíma segist hann lítið hafa tekið eftir þessu sjálfur. „Fólk var ekkert of duglegt að benda mér á það, þannig að það var ekki fyrr en of seint að ég tók eftir þessu.“

Hvað er það þyngsta sem þú hefur verið?
„Tæp 190 kíló. Maður var orðinn ansi stór. Ég fór að finna fyrir því í hittifyrra. Ég gat ekki labbað hálfa Smáralindina. Þá var ég alveg búinn, rennsveittur og illt í hnjánum. Ég hef alltaf verið hraustur, sem hefur kannski aftrað því að ég hafi tekið alvarlega á málunum fyrr. Líkaminn hefur ekki fundið fyrir því en svo kom þetta bara allt í einu. Þá var líkaminn greinilega að segja stopp.“

Aðalsteinn á afar fáar myndir af sér þegar hann var ...
Aðalsteinn á afar fáar myndir af sér þegar hann var sem þyngstur enda forðaðist hann myndatökur. Hér er þó ein af honum þegar hann var sem þyngstur.

Vandræðalegt að gera venjulega hluti

Fannst þér fólk horfa á þig?
 „Já, svona undir lokin. Ég fór upp í 150, 160, 170. En svo frá þeirri þyngd og upp í tæp 190 var þvílíkur munur í ummáli. Þegar ég fór upp í það var fólk farið að horfa. Ég var svo miklu stærri.“
Hvernig var að gera venjulega hluti, eins og að sitja í flugvél?
 „Það var náttúrulega vandræðalegt. Ég fór út í hittifyrra þegar ég var upp á mitt versta. Þá var setið á rófubeininu,“ segir Aðalsteinn og útskýrir að hann hafi þurft að tylla sér fremst í sætið þar sem hann komst ekki á milli armanna. „Svo voru bara sett föt yfir svo það sæist ekki að ég væri ekki í belti af því að beltið fór ekkert utan um mann, ekki einu sinni með framlengingunni. Og ef maður var að drífa sig og henti sér inn í bíl, þá braut maður bara miðjuna. Hugurinn fylgdi ekki alveg.“
Hvað hefur þú reynt að gera til að létta þig?
„Ég reyndi stundum að fara í ræktina en það var of hægur árangur. Svo reyndi ég tvisvar að fara á lágkolvetnakúrinn og hann þrusuvirkar,“ segir hann en bætir við kílóin hafi alltaf komið aftur. 

Aðalsteinn átti erfitt með alla hreyfingu þegar hann var sem ...
Aðalsteinn átti erfitt með alla hreyfingu þegar hann var sem þyngstur en vigtin hjá honum fór upp í 190 kíló.

Kvöldmaturinn hamborgaratilboð fyrir 4 

Aðalsteinn segir að mataræðið hafi farið úr böndunum; bæði voru skammtarnir allt of stórir og svo var ekki alltaf hollustan í fyrirrúmi. „Ég fór stundum út í sjoppu og keypti hamborgaratilboð með fjórum hamborgurum og frönskum og öllu. Þetta var bara minn kvöldmatur, ég var kominn með svo rosalega stóran maga,“ segir hann og viðurkennir að hann hafi oft reynt að fela það hversu mikið hann borðaði í raun. „Maður skammaðist sín náttúrulega svo mikið. Það fylgir þessu svo mikil skömm þegar þetta er komið út í svona rosalegar öfgar. Þegar þú ert farinn að borða svona mikið er það sem segir þér að þú sért saddur orðið svo brenglað.“

Þú varst þá ekkert saddur af einum hamborgara?

„Það var bara forréttur! Það var orðið svo slæmt þarna undir lokin að stundum þegar manni var boðið í mat byrjaði maður á því að koma við í sjoppu. Bæði til að vera viss um að vera saddur og líka til að vera ekki ókurteis og borða of mikið í matarboðinu. En ég var alltaf sá sem sat lengst og í raun fór ég ekkert fyrr en borðið var orðið tómt. Ég var alveg botnlaus. Þetta er bara fíkn eins og hver önnur. Nema þetta er auðvitað fíkn sem sést.“

Aðalsteinn ákvað í byrjun árs 2016 að eina úrræðið væri að fara í aðgerð og valdi hann að fara í magaermina.

Nú eru liðnir 15 mánuðir síðan Aðalsteinn fór í aðgerðina þar sem meirihluti maga hans var fjarlægður.

Hvernig hefur þér liðið?

„Bara vel. Þetta kemur ekki gefins, það eru ýmis vandamál. Sem dæmi er ég með tíu kíló af aukahúð, sem veldur sárum og sýkingum,“ segir hann og útskýrir að seinna meir verði umframhúðin fjarlægð. Hann segist ekki finna til óþæginda í maganum eða kviðnum. „Það var bara fyrst, það er auðvitað búið að hefta magann. En það var bara fyrsta hálfa árið.“

Hvað ertu búinn að missa mikið?

„Í kringum níutíu kíló. Ég er í raun búinn að standa í stað síðan í janúar. Ég er svona í kringum 100 kíló. Ég er löngu kominn yfir það sem mér var lofað. Og svo er ég auðvitað með tíu kíló af aukahúð. En mér líður mjög vel þar sem ég er núna.“

Hvað ertu farinn að gera núna sem þú gast ekki gert áður?

„Ég er farinn að stunda hjólreiðar og göngutúra og fer á hverjum einasta degi. Ég fer oft í 40 mínútna göngu um Vellina (í Hafnarfirði) og kem heim og blæs ekki úr nös. Það munar rosalega. Síðasta sumar var það lengsta sem ég hjólaði 40 kílómetrar. Það var ekkert mál,“ segir hann.

Í dag er Aðalsteinn mjög sáttur en hann er um ...
Í dag er Aðalsteinn mjög sáttur en hann er um 100 kíló og kemst í öll venjuleg föt. Ásdís Ásgeirsdóttir

Maginn segir stopp

Hvað með mataræði og skammtastærðir núna?

„Það er mjög misjafnt, ef ég borða brauð eða þurrmeti get ég borðað meira, en af því að við vorum að tala um hamborgara áðan get ég sagt þér að ég næ kannski að borða hálfan hamborgara, ef ég er ekki með neitt á honum. Þá er ég farinn að velta frá borðinu. Ég get voða lítið verið að smakka í matargerðinni, því ef ég geri það, þá er það bara mín máltíð, alla vega var það þannig fyrst eftir aðgerð, og eiginlega fyrsta árið. Maður kannski borðaði eina skeið af skyri og var saddur. En í dag er ég farinn að nálgast það sem fólk telur eðlilegt að maður ætti að borða. Næringarlega séð,“ útskýrir hann, því enn getur hann bara torgað hálfum hamborgara.

Hann segir að þótt hann vildi gæti hann ekki torgað heilum borgara. „Það er málið, það er svo furðulegt. Þú getur það ekki, maginn gefur ekki eftir. Það er ekki pláss, maginn segir stopp. Og það er gott. Í mínu tilfelli fer ég alltaf að hiksta þegar ég er saddur. Þá áttu líka að hætta.“

Finnur þú fyrir söknuði?

 „Já, hugurinn fylgir ekki jafn hratt, alls ekki. Maður finnur stundum fyrir hugarhungri en má ekki láta blekkjast. Stundum hugsar maður, ef maður fengi einn dag. Maður er kannski búinn að standa sveittur við eldamennsku í tvo tíma fyrir matarboð, bara til þess eins að borða einn svona disk af einhverju,“ segir Aðalsteinn og bendir á undirskálina undir kaffibollanum. „Maður verður þreyttur á því. Svo hristir maður það af sér. Og það er náttúrulega þess virði,“ segir hann. „Svo er auðvitað kosturinn við þetta, og ég fæ oft augngotur frá starfsfólki, að ég fer og vel mér dýrasta kjötið í kjötborðinu og bið um 100 grömm af því,“ segir hann og hlær. „Það er meira en nóg fyrir mig, og ódýrt. Mér finnst það frábært.“

Mælir þú með þessari aðgerð?

„Ég á alltaf erfitt með að mæla með einhverju svona. Ég mæli ekki gegn henni. Mér finnst að þegar fólk er komið á vissan stað sé um að gera að skoða þennan möguleika. Þetta á að vera síðasta úrræðið. Þú ert ekki rétt yfir einhverri smá yfirþyngd að fara í þessa aðgerð, þú verður að vera búinn að prófa allt annað og í rauninni gefast upp. Ég mæli með þessari aðgerð fyrir fólk sem er komið þangað, á síðasta snúninginn.“

Ítarlegra viðtal er að finna í umfjöllun Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins um skurðaðgerðir sem gerðar eru hér á landi vegna offitu.

Innlent »

Ákærður fyrir hrottalega árás á Akureyri

11:11 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og vopnalagabrot, fyrir að hafa stungið annan mann ítrekað í höfuð og búk fyrir utan Arion banka á Akureyri 3. nóvember síðastliðinn. Meira »

Rafvirkja bannað að auglýsa á Facebook

10:57 Ísland vaknar fékk upplýsingar um að fulltrúar Mannvirkjastofnunar hefðu haft samband við útlærðan rafvirkja og bannað honum að auglýsa þjónustu sína á síðunni „Vinna með litlum fyrirvara“ á Facebook. Meira »

Kostnaður af málaferlum 47 milljónir

10:39 Kostnaður ríkisins af málaferlum vegna synjana á heimildum til innflutnings á fersku kjöti fyrir innlendum og alþjóðlegum dómstólum hefur numið um 47 milljónum króna, að málskostnaði og skaðabótum meðtöldum. Meira »

Reyndi að komast undan lögreglu

10:15 Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði á dögunum ökumann sem grunaður er um vímuefnaakstur. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu, gaf í og reyndi að komast undan. Veita þurfti honum eftirför alllanga vegalengd áður en bifreiðin hafnaði á umferðarmerki með þeim afleiðingum að afturhjól hennar brotnaði af henni. Meira »

Brjóstamyndir Gunnlaugs inni í geymslu

10:10 „Það blikka ákveðin viðvörunarljós þegar við finnum að fólki er misboðið við það sem við köllum klassískt myndmál. Þá finnst okkur við vera farin að færast í átt að einhverju sem gæti kallast ritskoðun,“ sagði Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Listasafns Íslands. Meira »

Vinna átakshóps um húsnæði kynnt í dag

09:07 Átakshópur stjórnvalda um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði mun kynna niðurstöður sínar á blaðamannafundi í Hannesarholti kl. 14 í dag. Meira »

Vilja lagalega „handbremsu“ á olíuleit

08:52 Allar hugmyndir um frekari olíuleit við Íslandsstrendur verða frystar þar til sigur hefur unnist í baráttunni gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum, samkvæmt nýju frumvarpi sem lagt hefur verið fram á Alþingi, af fjórum þingmönnum VG. Meira »

Hekla og Aron voru vinsælustu nöfnin

08:18 Hekla var það nafn sem flestum stúlkubörnum var gefið í fyrra og flestum drengjum var gefið nafnið Aron. Þetta kemur fram í yfirliti á vefsíðu Þjóðskrár yfir vinsælustu nafngjafir síðasta árs. Meira »

Verða sýndar á Safnanótt

07:57 Seðlabanki Íslands mun efna til sýningar á listaverkum sínum á Safnanótt, 8. febrúar næstkomandi, þeirra á meðal brjóstamyndum Gunnlaugs Blöndal sem teknar voru niður á skrifstofu eins starfsmanns, að beiðni undirmanna hans. Meira »

Sólardagurinn er á næstu grösum

07:37 Liðinn var í gær réttur mánuður frá vetrarsólstöðum, þ.e. þegar sólin var lægst á lofti hinn 21. desember síðastliðinn.  Meira »

Verið að ryðja íbúðagötur

07:08 Verið er að hreinsa íbúðagötur í hverfum borgarinnar en unnið hefur verið að mokstri og hreinsun á götum og stígum Reykjavíkur frá því í nótt. Talsvert bætti í snjó í nótt en þar sem mun kaldara er í veðri í dag en í gærmorgun er hreinsunarstarfið auðveldara. Meira »

Lægðardrag væntanlegt

06:55 Ekki er von á neinum hlýindakafla á næstunni en á fimmtudag gengur lægðardrag upp að landinu og fer þá að snjóa, fyrst sunnan og vestan til og hlýnar heldur í bili. Meira »

Réðust á hótelstarfsmann

05:51 Lögreglan handtók mann í mjög annarlegu ástandi í hverfi 101 á fjórða tímanum í nótt en hann hafði ásamt tveimur öðrum ráðist á starfsmann hótels og stolið áfengisflösku. Maðurinn er vistaður í fangageymslu lögreglu. Meira »

2,4 milljarðar umbúða endurunnir

05:30 Endurvinnslan hefur tekið við 2,4 milljörðum eininga af einnota drykkjarvöruumbúðum á þeim tæplega 30 árum sem fyrirtækið hefur verið starfandi. Meira »

470 km skilja þau að

05:30 Hjalti Skaptason fór með eiginkonu sinni til 35 ára, Jónínu Þorsteinsdóttur Arndal, með áætlunarflugi til Húsavíkur í gærmorgun þar sem hún mun dvelja í hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili á Húsavík. Meira »

Telur bráðvanta öldrunargeðdeild

05:30 „Þegar kemur að sjúkrahúsþjónustu við eldra fólk þá bráðvantar öldrunargeðdeild. Eldra fólk með geðrænan vanda er í mjög viðkvæmri stöðu.“ Meira »

Vilja íbúakosningu um Elliðaárdal

05:30 Hollvinasamtök Elliðaárdals ætla að knýja fram íbúakosningu vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir þróunarsvæðið Stekkjarbakki Þ73. Meira »

Teigsskógarleið líklegri

05:30 Ráðherra samgöngumála, Sigurður Ingi Jóhannsson, og fulltrúar Vegagerðarinnar funduðu í gær með fulltrúum sveitarstjórna Reykhólahrepps, Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps um vegamálin. Meira »

Metfjöldi skemmtiferðaskipa

05:30 Árið 2019 verður tvímælalaust það stærsta hvað varðar skipakomur farþegaskipa og farþegafjölda hingað til lands. Þetta segir Erna Kristjánsdóttir, markaðsstjóri Faxaflóahafna. Skipakomum hefur fjölgað árlega undanfarin ár. Meira »
Gullsmári Kópavogi
Til leigu er mjög góð 2 herb.reyklaus þjónustuíbúð fyrir 60 ára og eldri á 7. hæ...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sjálfstætt fólk 1-2 Sneglu-Halli eftir Símon...
Nissan Qashqai 2018
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=3933554 NISSAN QASHQAI, 4...