Saddur af einni skeið af skyri

Aðalsteinn Reykjalín hefur misst 90 kíló á fimmtán mánuðum en ...
Aðalsteinn Reykjalín hefur misst 90 kíló á fimmtán mánuðum en hann fór í magaermiaðgerð. Ásdís Ásgeirsdóttir

Aðalsteinn Reykjalín er þrítugur flugvirkjanemi. Hann átti lengi í baráttu við yfirþyngd og varð þyngstur um 190 kíló. Þá ákvað hann að botninum væri náð og fór í magaermiaðgerð. Nú, fimmtán mánuðum síðar, líður honum stórvel og hefur misst nánast helming þyngdarinnar, eða 90 kíló. 

Hvenær fór að bera á ofþyngd hjá þér?

„Ég hef í raun alltaf verið of þungur. Svo var það svona um sextán, sautján að það fór allt úr böndunum.“

Hefurðu einhverja skýringu á því af hverju þú þyngdist og af hverju þetta fór úr böndunum? 

„Nei, í rauninni ekki. En ég er matarfíkill. Ég er ekki nammigrís, en matarfíkill.“

Varstu alltaf að reyna að grenna þig?
„Já, já, það var oft reynt. Og það var ekkert mál að taka af sér þrjátíu kíló bara sísvona. Það fór hratt. En svo kom þetta alltaf aftur. Og alltaf meira.“

Aðalsteinn segist hafa verið kominn í 120 kg strax um sextán ára. Spurður hvernig honum hafi liðið á þeim tíma segist hann lítið hafa tekið eftir þessu sjálfur. „Fólk var ekkert of duglegt að benda mér á það, þannig að það var ekki fyrr en of seint að ég tók eftir þessu.“

Hvað er það þyngsta sem þú hefur verið?
„Tæp 190 kíló. Maður var orðinn ansi stór. Ég fór að finna fyrir því í hittifyrra. Ég gat ekki labbað hálfa Smáralindina. Þá var ég alveg búinn, rennsveittur og illt í hnjánum. Ég hef alltaf verið hraustur, sem hefur kannski aftrað því að ég hafi tekið alvarlega á málunum fyrr. Líkaminn hefur ekki fundið fyrir því en svo kom þetta bara allt í einu. Þá var líkaminn greinilega að segja stopp.“

Aðalsteinn á afar fáar myndir af sér þegar hann var ...
Aðalsteinn á afar fáar myndir af sér þegar hann var sem þyngstur enda forðaðist hann myndatökur. Hér er þó ein af honum þegar hann var sem þyngstur.

Vandræðalegt að gera venjulega hluti

Fannst þér fólk horfa á þig?
 „Já, svona undir lokin. Ég fór upp í 150, 160, 170. En svo frá þeirri þyngd og upp í tæp 190 var þvílíkur munur í ummáli. Þegar ég fór upp í það var fólk farið að horfa. Ég var svo miklu stærri.“
Hvernig var að gera venjulega hluti, eins og að sitja í flugvél?
 „Það var náttúrulega vandræðalegt. Ég fór út í hittifyrra þegar ég var upp á mitt versta. Þá var setið á rófubeininu,“ segir Aðalsteinn og útskýrir að hann hafi þurft að tylla sér fremst í sætið þar sem hann komst ekki á milli armanna. „Svo voru bara sett föt yfir svo það sæist ekki að ég væri ekki í belti af því að beltið fór ekkert utan um mann, ekki einu sinni með framlengingunni. Og ef maður var að drífa sig og henti sér inn í bíl, þá braut maður bara miðjuna. Hugurinn fylgdi ekki alveg.“
Hvað hefur þú reynt að gera til að létta þig?
„Ég reyndi stundum að fara í ræktina en það var of hægur árangur. Svo reyndi ég tvisvar að fara á lágkolvetnakúrinn og hann þrusuvirkar,“ segir hann en bætir við kílóin hafi alltaf komið aftur. 

Aðalsteinn átti erfitt með alla hreyfingu þegar hann var sem ...
Aðalsteinn átti erfitt með alla hreyfingu þegar hann var sem þyngstur en vigtin hjá honum fór upp í 190 kíló.

Kvöldmaturinn hamborgaratilboð fyrir 4 

Aðalsteinn segir að mataræðið hafi farið úr böndunum; bæði voru skammtarnir allt of stórir og svo var ekki alltaf hollustan í fyrirrúmi. „Ég fór stundum út í sjoppu og keypti hamborgaratilboð með fjórum hamborgurum og frönskum og öllu. Þetta var bara minn kvöldmatur, ég var kominn með svo rosalega stóran maga,“ segir hann og viðurkennir að hann hafi oft reynt að fela það hversu mikið hann borðaði í raun. „Maður skammaðist sín náttúrulega svo mikið. Það fylgir þessu svo mikil skömm þegar þetta er komið út í svona rosalegar öfgar. Þegar þú ert farinn að borða svona mikið er það sem segir þér að þú sért saddur orðið svo brenglað.“

Þú varst þá ekkert saddur af einum hamborgara?

„Það var bara forréttur! Það var orðið svo slæmt þarna undir lokin að stundum þegar manni var boðið í mat byrjaði maður á því að koma við í sjoppu. Bæði til að vera viss um að vera saddur og líka til að vera ekki ókurteis og borða of mikið í matarboðinu. En ég var alltaf sá sem sat lengst og í raun fór ég ekkert fyrr en borðið var orðið tómt. Ég var alveg botnlaus. Þetta er bara fíkn eins og hver önnur. Nema þetta er auðvitað fíkn sem sést.“

Aðalsteinn ákvað í byrjun árs 2016 að eina úrræðið væri að fara í aðgerð og valdi hann að fara í magaermina.

Nú eru liðnir 15 mánuðir síðan Aðalsteinn fór í aðgerðina þar sem meirihluti maga hans var fjarlægður.

Hvernig hefur þér liðið?

„Bara vel. Þetta kemur ekki gefins, það eru ýmis vandamál. Sem dæmi er ég með tíu kíló af aukahúð, sem veldur sárum og sýkingum,“ segir hann og útskýrir að seinna meir verði umframhúðin fjarlægð. Hann segist ekki finna til óþæginda í maganum eða kviðnum. „Það var bara fyrst, það er auðvitað búið að hefta magann. En það var bara fyrsta hálfa árið.“

Hvað ertu búinn að missa mikið?

„Í kringum níutíu kíló. Ég er í raun búinn að standa í stað síðan í janúar. Ég er svona í kringum 100 kíló. Ég er löngu kominn yfir það sem mér var lofað. Og svo er ég auðvitað með tíu kíló af aukahúð. En mér líður mjög vel þar sem ég er núna.“

Hvað ertu farinn að gera núna sem þú gast ekki gert áður?

„Ég er farinn að stunda hjólreiðar og göngutúra og fer á hverjum einasta degi. Ég fer oft í 40 mínútna göngu um Vellina (í Hafnarfirði) og kem heim og blæs ekki úr nös. Það munar rosalega. Síðasta sumar var það lengsta sem ég hjólaði 40 kílómetrar. Það var ekkert mál,“ segir hann.

Í dag er Aðalsteinn mjög sáttur en hann er um ...
Í dag er Aðalsteinn mjög sáttur en hann er um 100 kíló og kemst í öll venjuleg föt. Ásdís Ásgeirsdóttir

Maginn segir stopp

Hvað með mataræði og skammtastærðir núna?

„Það er mjög misjafnt, ef ég borða brauð eða þurrmeti get ég borðað meira, en af því að við vorum að tala um hamborgara áðan get ég sagt þér að ég næ kannski að borða hálfan hamborgara, ef ég er ekki með neitt á honum. Þá er ég farinn að velta frá borðinu. Ég get voða lítið verið að smakka í matargerðinni, því ef ég geri það, þá er það bara mín máltíð, alla vega var það þannig fyrst eftir aðgerð, og eiginlega fyrsta árið. Maður kannski borðaði eina skeið af skyri og var saddur. En í dag er ég farinn að nálgast það sem fólk telur eðlilegt að maður ætti að borða. Næringarlega séð,“ útskýrir hann, því enn getur hann bara torgað hálfum hamborgara.

Hann segir að þótt hann vildi gæti hann ekki torgað heilum borgara. „Það er málið, það er svo furðulegt. Þú getur það ekki, maginn gefur ekki eftir. Það er ekki pláss, maginn segir stopp. Og það er gott. Í mínu tilfelli fer ég alltaf að hiksta þegar ég er saddur. Þá áttu líka að hætta.“

Finnur þú fyrir söknuði?

 „Já, hugurinn fylgir ekki jafn hratt, alls ekki. Maður finnur stundum fyrir hugarhungri en má ekki láta blekkjast. Stundum hugsar maður, ef maður fengi einn dag. Maður er kannski búinn að standa sveittur við eldamennsku í tvo tíma fyrir matarboð, bara til þess eins að borða einn svona disk af einhverju,“ segir Aðalsteinn og bendir á undirskálina undir kaffibollanum. „Maður verður þreyttur á því. Svo hristir maður það af sér. Og það er náttúrulega þess virði,“ segir hann. „Svo er auðvitað kosturinn við þetta, og ég fæ oft augngotur frá starfsfólki, að ég fer og vel mér dýrasta kjötið í kjötborðinu og bið um 100 grömm af því,“ segir hann og hlær. „Það er meira en nóg fyrir mig, og ódýrt. Mér finnst það frábært.“

Mælir þú með þessari aðgerð?

„Ég á alltaf erfitt með að mæla með einhverju svona. Ég mæli ekki gegn henni. Mér finnst að þegar fólk er komið á vissan stað sé um að gera að skoða þennan möguleika. Þetta á að vera síðasta úrræðið. Þú ert ekki rétt yfir einhverri smá yfirþyngd að fara í þessa aðgerð, þú verður að vera búinn að prófa allt annað og í rauninni gefast upp. Ég mæli með þessari aðgerð fyrir fólk sem er komið þangað, á síðasta snúninginn.“

Ítarlegra viðtal er að finna í umfjöllun Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins um skurðaðgerðir sem gerðar eru hér á landi vegna offitu.

Innlent »

Rannsókn hefst í fyrramálið

21:26 Tekist hefur að slökkva allan eld á Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði auk þess að hreinsa úr húsnæðinu. Slökkviliðið lauk störfum á vettvangi klukkan 19.10 í kvöld en rannsókn á tildrögum eldsins hefst í fyrramálið. Meira »

Bráðabirgðaviðgerðir á Fjordvik hafnar

21:25 Nú standa bráðabirgðaviðgerðir á flutningaskipinu Fjordvik yfir, en enn er verið að meta hvaða viðgerðir þarf að ráðast í, að sögn Ásbjarnar Helga Árnasonar, verk­efna­stjóra Vélsmiðju Orms og Víg­lund­ar. Meira »

„Engin bygging reist í Víkurgarði“

21:12 Engin byggingaráform eru fyrirhuguð í Víkurgarði og engar grafir verða lagðar undir hótel. Þetta segja forsvarsmenn fyrirtækisins Lindarhvols sem ætlar að byggja hótel á Landssímareitnum. Meira »

Vilja undanþágu frá innleiðingu

20:18 Í stjórnmálaályktun haustfundar miðstjórnar Framsóknar er varðar þriðja orkupakkann segir að varðandi að Ísland hafi enga tengingu við orkumarkað ESB og að Framsóknarflokkurinn telji slíka tengingu ekki þjóna hagsmunum landsmanna. Meira »

Í hvað fara peningarnir?

19:32 „Fólkið lýsir búðunum sem öðru helvíti,“ segir Eva Dögg Þórsdóttir um ástandið í Moria-flóttamannabúðunum á grísku eyjunni Lesbos. Eva var fyrir skömmu við sjálfboðaliðastörf í tvær vikur ásamt vinkonu sinni á eyjunni. Meira »

Vælukjói á leiksviði

19:30 Píramus og Þispa, leikfélag Framhaldsskólans á Húsavík, frumsýndi á fimmtudagskvöldið leikritið Vælukjóa í Samkomuhúsinu á Húsavík. Meira »

Minntust fórnarlamba umferðarslysa

19:17 Þyrla landhelgisgæslunnar og viðbragðsaðilar stilltu sér upp í minningarathöfn við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík þar sem minnst var fórnarlamba umferðarslysa. Meira »

Lengur að slökkva eldinn en búist var við

18:17 Slökkvistarf stendur enn yfir við Hvaleyrarbraut í Hafnafirði, þar sem eldur kviknaði á ellefta tímanum á föstudagskvöld.   Meira »

Stakk í gegn með traktornum

17:28 Aurskriða féll á heimreiðina að bæ Bergs Sigfússonar, bónda í Austurhlíð í Skaftártungu, honum til nokkurrar furðu. Þar mun ekki hafa fallið aurskriða í áttatíu ár. Meira »

„Helgispjöll“ í Víkurkirkjugarði

17:09 „Þetta er alveg gríðarlega verðmætt landsvæði, bara fyrir hjartað okkar og hugsun,“ segir Vigdís Finnbogadóttir um áformaða byggingu hótels á reit þar sem áður var Víkurkirkjugarður. Vigdís er tilbúin að safna fyrir skaðabótum ef þær þarf að greiða framkvæmdaaðilum. Meira »

Önnur lögmál gilda á netinu

16:38 Íslenskur sjávarútvegur þarf að búa sig undir að sala á fiski færist úr stórmörkuðum yfir til netverslana. Neytendur láta ekki sömu hluti ráða valinu þegar þeir velja fisk af tölvuskjá og þegar þeir standa fyrir framan kæliborð fisksalans. Meira »

Glæpur, gáta og metoo

15:56 „Í grunninn er þetta gert úr þremur þáttum. Í fyrsta lagi er þetta glæpasaga. Í öðru lagi er þetta fjörgömul gáta að hætti Da Vinci Code. Í þriðja lagi er þetta metoo-saga um kynbundið ofbeldi sem aðalsöguhetjan þarf að gera upp.“ Meira »

Munu ekki loka veginum vegna holunnar

15:01 „Við lögum þetta á morgun. Þetta er nú ekkert stórvægilegt,“ segir Sigurður Jónsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Akureyri, um stærðar holu sem myndaðist í gamla Vaðlaheiðarveginum við Akureyri. Jörðin opnaðist á veginum með þeim hætti að keyri þar ofan í bíll, á hann á hættu að stórskemmast. Meira »

„Alvöru“ vetrarveður ekki í kortunum

14:02 Úrkoma í Reykjavík sl. sólarhring, frá 9 í gærmorgun þar til kl. 9 í morgun, var mesta úrkoma á einum sólarhring í nóvember frá upphafi mælinga. Óvenju hlýtt hefur verið í veðri undanfarið miðað við árstíma og alvöru vetrarveður er ekki í kortunum að sögn veðurfræðings. Meira »

15 ára á toppinn eftir ársþjálfun

13:32 Hinn fimmtán ára gamli Gauti Steinþórsson gerði sér lítið fyrir og varð yngsti Íslendingurinn til þess að klífa Island Peak, 6.200 metra háan tind í Himalajafjöllum, eftir skyndihugdettu og ársundirbúning. Meira »

„Á að tala um sjálfsvíg sem veikindi“

13:02 „Við erum mjög stutt frá þeirri umræðu að fólk talaði um sjálfsvíg sem eitthvert val, eigingjarna athöfn og siðlausa athöfn,“ sagði Vigfús Bjarni í Þingvöllum í dag þar sem því var m.a. velt upp hvers vegna Ísland hefði haft eina hæstu sjálfsvígstíðni ungra manna undanfarin tíu ár. Meira »

„Á dagskrá til að fela fjárlögin“

12:48 „Ég hélt þetta væri á dagskrá til að fela fjárlögin,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingkona Samfylkingar um þá umræðu sem hefur verið í þinginu um þriðja orkupakkann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins kvaðst segja hvað sem er sem auðveldaði Sjálfstæðismönnum að taka þátt í baráttunni. Meira »

Ætlum að ráðast á þetta kröftuglega

12:05 „Við reiknum með að byrja aftur um eittleytið og fara á tveimur dælubílum. Þá ætlum við að ráðast á þetta og ráða niðurlögum eldsins,“ segir Eyþórs Leifs­son­, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu. Meira »

Innflytjendur lagðir meira í einelti

11:30 Börn sem fæðast erlendis eru mun líklegri til þess að verða fyrir einelti í íslensku skólakerfi. Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við HÍ segir það einnig vekja athygli að máli skipti hvaða börnin komu. Meira »
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk..205/55R16.. Verð kr 12000..Sími 8986048......
Sumarhús/Gesthús
Mjög vandað sumarhús/Gesthús til sölu, algjörlega viðhaldsfrítt, klætt með lerki...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
BÓKHALD
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...