„Samþykkjum aldrei loftlínu!“

Opinn fundur áhugafólks um ásýnd Skagafjarðar fór fram í Varmahlíð ...
Opinn fundur áhugafólks um ásýnd Skagafjarðar fór fram í Varmahlíð í gær. Aðeins fulltrúar Vinstri grænna og óháðra þáðu boð um þátttöku í pallborðsumræðu á fundinum. Ljósmynd/Helga Rós Indriðadóttir

Landeigendur í Skagafirði munu ekki samþykkja lagningu loftlína, þ.á.m. Blöndulínu 3, um landareignir sínar. Að sögn Helgu Rós Indriðadóttur landeigenda var þetta skýr niðurstaða opins fundar áhugafólks um ásýnd Skagafjarðar sem fram fór í Varmahlíð í gær, en Helga stýrði fundinum.

Á fundinum kom fram að sveitarfélagið Skagafjörður vinni nú að breytingu á aðalskipulagi þar sem lagt sé til að setja stóriðjuloftlínur inn á skipulag, þrátt fyrir að Blöndulína 3 hafi verið tekin út af framkvæmdaáætlun þar sem Landsnet hyggist vinna umhverfismat fyrir línuna upp á nýtt. 

„Þeir [hjá Landsneti] eru búnir að segja að það þurfi að taka umhverfismatið upp þannig að það er í rauninni ekki þörf fyrir sveitafélagið að ákvarða um legu línunnar, hvar hún mun koma, þar sem að í umhverfismati þarf náttúrlega að meta þetta allt aftur,“ segir Helga í samtali við mbl.is.

Vilja að jarðstrengur verði skoðaður sem raunhæfur möguleiki

„Þetta mál er náttúrlega búið að standa yfir síðan 2008 en sveitarstjórn hefur áður bókað það að þeir vilji gjarnan fara að vilja heimamanna og að jarðstrengur verði skoðaður sem raunhæfur möguleiki,“ segir Helga. Núna sé hljóðið aftur á móti annað. „Núna taka þeir ekkert slíkt fram, […] nú vilja þeir ákveða hvora leiðina á að fara og nefna það ekkert að það þurfi að skoða jarðstrengi sem valkost.“

Var fundurinn vel sóttur, nema af hálfu fulltrúa stjórnmálaflokka í sveitarstjórn Skagafjarðar, en einungis fulltrúi Vinstri Grænna og óháðra þáði boð um setu í pallborði á fundinum. Hópur landeigenda í Skagafirði lagði fram ályktun vegna málsins á fundinum sem sjá má í heild sinni hér að neðan.

Samþykkjum aldrei loftlínu!

Landeigendur á línuleið Blöndulínu 3 ítreka enn og aftur að þeir munu aldrei samþykkja lagningu loftlínu um lönd sín.

Landeigendur hvetja sveitarstjórn Skagafjarðar til að láta af þeim fyrirætlunum að setja stóriðjuloftlínur inn á aðalskipulag. Það er augljós tímaskekkja í ljósi þess að Landsnet hefur tekið Blöndulínu 3 út af framkvæmdaáætlun og ætlar að vinna umverfismat fyrir línuna upp á nýtt, eins og Umhverfisráðuneytið og Skipulagsstofnun hafa þrýst á um. Í nýju umhverfismati verða jarðstrengir metnir sem valkostur og allar ákvarðanir um línuleiðir teknar til endurskoðunar.“

mbl.is

Innlent »

Allt flug liggur niðri í Keflavík

16:31 Seinkun verður á öllu flugi um Keflavíkurflugvöll næstu klukkustundir. Ástæðan er sú að allar landgöngubrýr, sem ferja fólk á milli vélar og flugstöðvar, hafa verið teknar úr notkun vegna mikils vinds. Meira »

Fyrsti áfangi tekinn í notkun 2019

16:22 Gagnaverið við Korputorg mun uppfylla svokallaðan Tier III-staðal, sem þýðir að í allri þjónustukeðju gagnaversins verður nægur varabúnaður til staðar til að tryggja 100% þjónustuöryggi. Meira »

Eldur kviknaði í dýnu í Fellsmúla

14:55 Eldur kviknaði í dýnu í geymslu í kjallara fjölbýlishúss í Fellsmúla á öðrum tímanum í dag. Slökkviliðsmenn fóru á staðinn og var eldur og reykur í geymslunni þegar þeir komu á vettvang. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Meira »

Gagnaver rís á Korputorgi

14:20 Samningar um uppbyggingu gagnavers á Korputorgi voru undirritaðir á blaðamannafundi á Korputorgi eftir hádegið í dag. Verkefnið er samstarfsverkefni Opinna kerfa, Vodafone, Reiknistofu bankanna og Korputorgs. Meira »

Gagnrýnir framgöngu í máli Braga

12:47 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir harðlega að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu sem nýverið fór í ársleyfi frá því starfi, verði í kjöri til barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir hönd Íslands. Meira »

Tengivagn hafnaði á hliðinni

12:17 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögregla voru kölluð út á tólfta tímanum vegna flutningsbíls sem lenti í vanda í svokallaðri Ullarnesbrekku á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu fór tengivagn, sem flutningabíllinn var með í eftirdragi, á hliðina. Meira »

Hefur ekki skipað nýja sendiherra

11:35 Frá því Guðlaugur Þór Þórðarson tók við embætti utanríkisráðherra fyrir rúmu ári síðan hafa engir nýir sendiherrar verið skipaðir. Þetta kemur fram í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, við fyrirspurn frá mbl.is vegna ákvörðunar um að loka tveimur sendiráðum Íslands. Meira »

Hvenær æfum við íþróttir of mikið?

11:53 „Margar rannsóknir sýna að íþróttaiðkun hafi jákvæð áhrif á námsárangur en ég velti fyrir mér hvort það séu einhver hámörk, það er að segja hvort of mikil íþróttaiðkun geti haft neikvæð áhrif á námsárangur,“ segir Bjarni Rúnar Lárusson sem skoðaði þessa þætti í meistararitgerð sinni í menntunarfræði. Meira »

Búist við snörpum vindhviðum

10:22 Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll á Faxaflóa og Breiðafirði síðdegis, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.  Meira »

Góð reynsla af viðvörunarkerfinu

10:15 Góð reynsla er af viðvörunarkerfinu sem Veðurstofan tók upp í byrjun nóvember, að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings og hópstjóra veðurþjónustu á Veðurstofunni. Meira »

Hvernig verðurðu hamingjusamari?

09:00 Er hægt að nálgast hamingjuna með eigin aðferðum? Auka hana með einhverjum leiðum sem við sjálf höfum vald á? Eða veltur hún bara á örlögum sem við fáum lítið breytt? Jafnvel rituð í genin? Meira »

Hlýnar talsvert á landinu

08:27 Það hlýnar talsvert á landinu í dag og frostlaust verður um land allt næstu þrjá daga, meira og minna að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Garðar Kári er kokkur ársins

07:17 Garðar Kári Garðarsson stóð uppi sem sigurvegari í keppninni Kokkur ársins 2018. Keppnin fór fram í Hörpu í gær og háðu keppendur harða baráttu um titilinn eftirsótta. Sigurjón Bragi Geirsson hafnaði í öðru sæti og Þorsteinn Geir Kristinsson í því þriðja. Meira »

Frumkvöðlar í sviðsljósinu

Í gær, 20:34 Nemendur og kennarar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti taka árlega þátt í fjölmörgum mismunandi verkefnum erlendis og næstu vikur og mánuði fara um 70 nemendur í námsheimsóknir, nemendaskiptaferðir og starfsþjálfun á erlendri grundu, að sögn Ágústu Unnar Gunnarsdóttur, kynningarstjóra og alþjóðafulltrúa FB. Meira »

Vann sjö milljónir í lottó

Í gær, 19:44 Einn miðahafi var með allar tölur réttar þegar dregið var út í lottó í kvöld. Sá heppni hlýtur rúmlega 7 milljónir í vinning. Meira »

Hjálmar leiðir lista sjálfstæðismanna í Grindavík

07:05 Hjálmar Hallgrímsson, sitjandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Grindavík, mun áfram leiða flokkinn fyrir komandi sveitastjórnarkosningar, en prófkjör fór fram hjá flokknum í gær. Sjö voru í framboði og 208 tóku þátt í kjörinu. Meira »

Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað

Í gær, 20:05 Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað í augnablikinu svo að sími 1777 er óvirkur. Unnið er að viðgerð.  Meira »

76 nemendur útskrifuðust frá Bifröst

Í gær, 19:18 76 nemendur útskrifuðust frá Háskólanum á Bifröst við hátíðlega athöfn í dag. Útskriftarhópurinn samanstóð af nemendum úr viðskiptadeild, félagsvísinda- og lagadeild, námi í verslunarstjórnun og Háskólagátt. Háskólinn á Bifröst er 100 ára á þessu ári. Meira »
Síðumúli - Gott skrifstofuherbergi
Gott skrifstofuherbergi til leigu í Síðumúla. Stærð um 20 m2. Sameiginlegur elhú...
Egat Diva - Snyrti-Nuddbekkur,Rafmagns fyrir Snyrti,Fótaaðgerða,spa....
Egat Diva - Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, Vatnshelt áklæði, svartir og beige ...
 
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...
Aðalfundur ramma hf. aðalfundur ra
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Ramma hf. ...
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...