Stóraukin framlög til Hörpu

Harpa.
Harpa. mbl.is/Júlíus

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag stóraukin fjárframlög borgarinnar til Hörpu. Mun viðbótarframlag ríkis og borgar fyrir árið 2017 nema 450 milljónum króna en á árinu er fyrirhuguð ítarleg greining á rekstri Hörpu.

Tillaga borgarstjóra um þessa aukningu var samþykkt með atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna gegn atkvæði Kjartans Magnússonar. Aðrir borgarfulltrúar sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Árið 2013 var samþykkt að leggja Hörpu til sérstakt viðbótarframlag að fjárhæð 160 milljónir króna á ári fyrir tímabilið 2013-2016. Samkvæmt viðaukanum, sem nú hefur verið samþykktur, verður Hörpu áfram veitt sérstakt viðbótarframlag á þessu ári, en fjárhæðin nær þrefaldast. 

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi þetta og óskaði eftir frestun í borgarráði síðastliðinn fimmtudag. Hann taldi mikilvægt að farið yrði yfir ákveðnar forsendur áður en slík aukafjárveiting til hússins væri samþykkt.

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi.
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Asi og óvönduð vinnubrögð

Ég taldi til að mynda eðlilegt að upplýsingar yrðu lagðar fram um upphaflegar áætlanir um rekstur hússins ásamt skýringum á því af hverju þær hafa staðist svo illa. Einnig óskaði ég eftir sundurliðuðum upplýsingum um það hvernig umræddu viðbótarframlagi yrði varið,“ sagði Kjartan.

Asi og óvönduð vinnubrögð hafa því einkennt afgreiðslu málsins hjá meirihluta borgarstjórnar. Er það slæmt því um mikilvægt málefni er að ræða sem hefði verðskuldað vandaðri vinnubrögð en hér voru viðhöfð.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert