Sigríður: „Þetta er einhver misskilningur“

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að svo virðist sem einhvers misskilnings gæti vegna lista yfir einkunnagjöf dómnefndar um hæfnimat umsækjenda um dómarastöður við Landsrétt. Líkt og fram hefur komið tilnefndi ráðherra fjóra einstaklinga sem ekki voru á þeim fimmtán manna lista sem sérstök dómnefnd lagði til að yrðu skipaðir dómarar við hinn nýja áfrýjunardómstól. Tillögur ráðherra voru samþykktar á Alþingi með 31 atkvæði gegn 22.

Sigríður kveðst ekki óttast að framvinda málsins muni bitna á trausti til dómstólsins en formaður dómnefndarinnar kýs að tjá sig ekki um málið í fjölmiðlum.

„Þetta er einhver meinloka hjá fólki að ræða þennan lista, enda er þessi listi ekki hluti af umsögn dómnefndarinnar heldur þvert á móti tekur dómnefndin fram í umsögn sinni að hún gerir ekki upp á milli þessara 15 sem hún leggur til,“ segir Sigríður í samtali við mbl.is.

Hún segir liggja alveg ljóst fyrir að þeir fjórir einstaklingar sem hún gerði tillögu um og ekki voru inni á lista dómnefndar séu „einstaklingar með áratuga farsælan feril við dómstólana.“ Segir ráðherra að miklu frekar sé litið til þess heldur en einhvers lista og ítrekar að dómnefndin geri ekki upp á milli þeirra 15 umsækjenda sem nefndin lagði til. Það komi skýrt fram í umsögn dómnefndar.

„Það gilda bara um þetta reglur, þessar reglur númer 620/2010, þar sem kveðið er á um að það þurfi að líta til ákveðinna þátta,“ segir Sigríður um mat á hæfni umsækjenda. „Þar er ekkert kveðið á um hvað hver þáttur eigi að vega mikið heldur er einmitt kveðið á um það að leggja skuli heildstætt mat á þetta allt saman.“

24 einstaklingar allir jafnhæfir

Jón Finnbjörnsson er einn þeirra fjögurra einstaklinga sem ekki voru meðal þeirra umsækjenda sem dómnefndin lagði til, en voru aftur á móti í hópi þeirra fimmtán umsækjenda sem ráðherra lagði til að yrðu skipaðir dómarar við Landsrétt. Jón var númer 30 í röðinni á fyrrnefndum lista dómnefndar en Kjarninn birti listann ásamt einkunnagjöf dómnefndar í síðustu viku.

„Nú er þetta einhver misskilningur sem virðist gæta varðandi þennan lista,“ segir Sigríður, spurð hvort ekki skjóti skökku við að hún tilnefni umsækjanda sem hafnað hafi svo neðarlega á lista dómnefndar.

„Dómnefndin tekur það fram að hún gerir ekki upp á milli þeirra, hún raðar þeim ekki upp í tölusett sæti, dómnefndin gerir það ekki sjálf, það geri ég ekki heldur,“ segir Sigríður. „Ég nefni það [í rökstuðningi ráðherra] að ég lít á 24 einstaklinga jafnhæfa, og alla þá meðal hæfustu umsækjenda, að þeir eru allir jafnhæfir,“ segir Sigríður.

Úr þessum 24 manna lista segist ráðherra hafa valið og lagt á heildstætt mat sem gert hafi verið út frá ýmsum sjónarmiðum, meðal annars þess að rétturinn sé skipaður nægilega mörgum einstaklingum með dómarareynslu þannig að rétturinn geti starfað hnökralaust.

Formaður dómnefndar kýs ekki að tjá sig

Sigríður segir það vera alveg skýrt frá sínum bæjardyrum séð að lagt hafi verið heildrænt mat á umsækjendur. „Ég tel ekki tækt annað en að tiltaka dómara með áralanga dómarareynslu meðal þeirra hæfustu sem sækja um,“ segir Sigríður.

Í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu á laugardaginn segir Þorsteinn Arnaldsson tölfræðingur að niðurstaða dómnefndarinnar sé „lítið rökstudd og illa unnin,“ og segir að „fullyrða megi að rökstuðningur dómsmálaráðherra taki rökstuðningi nefndarinnar langt fram.“ Til að mynda hafi ekki komið fram hvernig einkunnir voru gefnar en vægi einstakra matsþátta hafi þó verið tekið fram.

Mbl.is hafði samband við Gunnlaug Claessen, formann dómnefndarinnar, og óskaði eftir upplýsingum um hæfnismatið og um það hvernig vægi einstakra þátta við einkunnagjöf væri ákvarðað. Gunnlaugur kýs að tjá sig ekki um málið í fjölmiðlum á þeim forsendum að til þess gæti komið að hann þurfi að gera grein fyrir málinu fyrir dómstólum í ljósi yfirlýsinga einstaka umsækjenda um að þeir hyggist leita réttar síns.

Spurð hvort hún telji það geta komið niður á trúverðugleika og trausti til þessa nýja dómstóls hvernig málinu hafi undið fram segir Sigríður svo alls ekki vera. „Nei alls ekki. Það liggja fyrir málefnaleg sjónarmið og það hljóta nú allir að fallast á það að það sé málefnalegt sjónarmið að það séu skipaðir dómarar við réttinn, við ákveðinn áfrýjunardómstól,“ segir Sigríður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Námutrukkar á ferð um Vestfjarðagöng

14:49 Þrír námutrukkar sem notaðir verða við gerð Dýrafjarðarganga verða fluttir frá Ísafirði um Vestfjarðagöng og á áfangastað í Dýrafirði í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum verða göngin af þessum sökum lokuð í einhvern tíma vegna flutninganna. Meira »

Ekki stætt á öðru en að samþykkja

14:43 „Við frestuðum afgreiðslu á deiliskipulaginu um mánuð í samvinnu við Minjastofnun til að gefa samtökunum tækifæri á að koma með einhverjar hugmyndir um hvað hægt væri að gera,“ segir formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Hvorki hafi hins vegar verið lagt fram tilboð í húsið né áætlun. Meira »

Eyþór svarar Degi

14:30 Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að öfugt við það sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, haldi fram þá muni uppbygging í landi Keldna létta á umferð þar sem fólk geti þá sótt vinnu í auknum mæli í austurhluta borgarinanr í stað þess að vera stopp í umferð í Ártúnsbrekkunni. Meira »

Kokkur á flakki

14:00 Ólafur Örn Ólafsson, matreiðslumeistari og sjónvarpsmaður, frumsýnir fimm þátta röð um kokka í útlöndum á Sjónvarpi Símans á morgun. Meira »

750-800 ný leikskólapláss á næstu árum

13:27 Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. Meira »

„Góðan dag, ég heiti Jin Zhijian“

13:13 Jin Zhijian, nýr sendiherra Kína hér á landi, stundaði nám í íslensku við HÍ á seinni hluta níunda áratugarins. Hann flutti af landinu árið 1991 en kom aftur fyrir skömmu og tók við embættinu. Íslenskukunnáttan er ennþá góð en hann segir margt hafa breyst á þessum tíma, einangrunin sé mun minni. Meira »

Gurrí kveður niður garðyrkjumýtur

12:56 Guðríður Helgadóttir eða Gurrí garðyrkjufræðingur kom með fangið fullt af heimaræktuðum tómötum í heimsókn í morgunþáttinn Ísland vaknar, þáttastjórnendum til mikillar gleði. Meira »

2,8 milljarðar til ferðamannastaða

13:05 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tilkynntu í dag um úthlutun á ríflega 2,8 milljörðum króna til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á ferðamannastöðum. Meira »

Orkumál Íslands ekki mál ESB

12:46 „Þegar að um svona mál er að ræða þá á Alþingi síðasta orðið. Það er sá fyrirvari sem menn gera í Evrópusamvinnunni að þeir hafa ekki að stjórnskipunarlögum heimild til þess að skuldbinda Ísland við samningaborðið úti í Brussel án aðkomu Alþingis.“ Meira »

Hættur leynast í lokuðum rýmum á háhitasvæði

12:36 „Það þarf að minna fólk á hætturnar sem felast í því að vinna í lokuðum rýmum á háhitasvæði. Það eru mörg svæði á landinu sem ferðamenn skoða og allir þurfa að vera meðvitaðir um mögulegar hættur,“ segir Kristinn Tómasson sviðsstjóri Vinnueftirlitsins. Meira »

Svaraði rétt og vann utanlandsferð

12:29 Vinningurinn í hinni vikulegu spurningakeppni var ekki af verri endanum í dag en vinningshafinn Laufey Karlsdóttir vann sér inn flugferð fyrir tvo til Kanaríeyja í boði ferðaskrifstofunnar Vita. Meira »

Hvað er lík­ams­skynj­un­ar­rösk­un?

12:01 Hvað er lík­ams­skynj­un­ar­rösk­un? Ef þú viltu fræðast frekar geturðu horft og hlustað beint á erindi Andra Steinþórs Björns­sonar sál­fræðings sem fjall­ar um áhrif hugs­ana um eigið út­lit á líðan ung­menna hátíðarsal Há­skóla Íslands í dag kl. 12. Meira »

Íbúðaskipti eru góð sparnaðarleið

11:59 Snæfríður Ingadóttir hefur gaman af því að ferðast. Þar sem hún á stóra fjölskyldu sparar hún stórfé með því að fá skiptast á húsnæði við fólkið sem býr í þar sem hún er hverju sinni. Fólkið sem á íbúðina sem hún fær lánaða býr þá í hennar húsnæði hér á landi á meðan og allir spara. Meira »

Samskiptavandi getur orðið að einelti

11:52 Tæplega 30 prósent starfsmanna borgarinnar hafa orðið vitni að fordómum eða skorti á virðingu í garð samstarfsfélaga. Í langflestum tilfellum, eða um 50 prósent, var um að ræða fordóma í garð fólks af erlendum uppruna. Meira »

Laus úr haldi vegna hnífsárásar

11:23 Landsréttur felldi á þriðjudaginn úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um að hafa ætlað að stinga sambýliskonu og barnsmóður sína með hníf fyrir um tveimur vikum Meira »

Mál Hauks í algerum forgangi

11:56 Mál Hauks Hilmarssonar var sett í algeran forgang í utanríkisráðuneytinu eftir að formleg beiðni barst frá fjölskyldu hans 7. mars og hefur verið unnið að því í ráðuneytinu að reyna að varpa ljósi á málið síðan. Meira »

Ekki vitað hvernig þvottabjörninn barst til landsins

11:48 Matvælastofnun hefur sent þvottabjörn, sem fannst við Hafnir á Reykjanesi í byrjun vikunnar, í sýnatöku og krufningu til Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Meira »

„Er eitthvað að óttast við faglegt mat?“

11:18 Bergþór Ólafsson, þingmaður Miðflokksins, sagði á Alþingi í morgun að ástæða væri til að fagna stefnubreytingu Sjálfstæðisflokksins í málum er varða Landspítalann. Hann spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hvort ríkisstjórnin væri einhuga í málinu. Meira »
Infrarauður Saunaklefi -Tilboð 229.000 ef greitt er inn á 30.000 í mars ( kemur eftir cirka 8 vikur ) annars 241.000
Er á leiðinni færð á 229.000 ef greitt er inn á 30.000 í mars ( kemur eftir cirk...
Heimili í borginni - Laust í apríl..
Til leigu 2-3ja herb. íbúdir fyrir fjölskyldur og ferðalanga, einnig erlenda ges...
www.apartment-eyjasol.is - Reykjavik-
1 and 2 bedroom apartments in Reykjavik. Beds for 4-6 pers. Be welcome eyjasol@...
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
 
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Breyting á aðalskipulagi
Tilboð - útboð
Breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepp...
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...