Þrettán kjarnastöðvar í borgarlínu

Þrettán kjarnastöðvar verða í borgarlínunni.
Þrettán kjarnastöðvar verða í borgarlínunni.

Þrettán kjarnastöðvar verða við áformaða borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. Að auki verður fjöldi biðstöðva við borgarlínuna.

Þetta má lesa úr nýjum tillögum að breyttu aðalskipulagi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.

Kjarnastöðvarnar eiga að vera í meginkjörnum höfuðborgarsvæðisins, frá miðbæ Hafnarfjarðar í suðri til Háholts í Mosfellsbæ í norðri. Sjö þeirra verða í Reykjavík.

Með tillögunum eru samgöngu- og þróunarásar afmarkaðir fyrir borgarlínuna. Hefur því verið stigið skref í að festa legu hennar í sessi.

Færri bílastæði auki notkun

Meðfram þessum ásum á að byggja þúsundir íbúða. Verða byggingarheimildir því auknar við kjarnastöðvar og meðfram borgarlínu. Fækkun bílastæða á að auka notkun almenningssamgangna. Mega mest vera 0,7 stæði á hverja 100 fermetra við kjarnastöðvar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert