Eitrað fyrir köttum í Vesturbænum?

Kattaeigendur í Vesturbænum eru óttaslegnir eftir að athugull íbúi fann ...
Kattaeigendur í Vesturbænum eru óttaslegnir eftir að athugull íbúi fann bláleita fiskbita í hverfinu. mbl.is/Golli

„Ég fann þessa fiskbita við ruslatunnu við undirgöng undir húsinu þar sem ég bý. Þetta var inni á svona hálfgerðum kattastíg,“ segir Björk Emilsdóttir, árvökull íbúi við Bræðraborgarstíg, sem í síðustu viku rak augun í nokkra fiskbita er virtust vera mengaðir með frostlegi. Miðað við hvernig þeim var komið fyrir, á stað sem fjöldi katta sækir í, má ætla að tilgangurinn hafi verið að eitra fyrir köttum.

Slík mál hafa reglulega komið upp hér á landi. mbl.is greindi til að mynda frá því á síðasta ári að minnsta kosti átta kettir á Suður- og Austurlandi hefðu drepist vegna eitrunar. Í nokkrum málanna þótti sannað að köttunum hefði verið byrlað eitur með því gefa þeim mat sem búið var að sprauta með frostlegi. Þá kærði Matvælastofnun mál til lögreglu síðastliðið haust, sem snéri að meintri eitrun fyrir ketti á Selfossi. Grunur lék á því að eitrað hefði verið fyrir kettinum með því að blanda frostlegi við fæðu sem hann komst í.

Þegar Björk gekk fram á fiskbitana í Vesturbænum áttaði hún sig ekki strax á því hvað var þarna á ferðinni. Henni brá hins vegar mikið þegar henni varð það ljóst. „Ég potaði í þetta og sá að þetta var fiskur. Ég tók bitana upp og henti þeim. Svo labbaði ég um hverfið til að kanna hvort ég fyndi fleiri bita, en sá sem betur fer enga. Ég á sjálf kött sem er innköttur og ég er fegin að hann er ekki að þvælast þarna,“ segir Björk. Hún er mikill kattavinur og gefur sér oft tíma til að spjalla við og klappa köttunum í hverfinu, en líklega er það ástæðan fyrir því að hún tók eftir fisknum. „Ég var að tala við ketti í hverfinu og var í svona kattagír. Ég held að maður þurfi nefnilega vera í þannig gír til að taka eftir svona.“

Bláleitir fiskbitar fundust við Bræðaborgarstíg. Líklega var fiskurinn mengaður með ...
Bláleitir fiskbitar fundust við Bræðaborgarstíg. Líklega var fiskurinn mengaður með frostlegi. Björk Emilsdóttir

Björk birti mynd af fiskbitunum inni í Facebook-hóp fyrir íbúa Vesturbæjar til að vara kattaeigendur við þessari hættu í hverfinu. Í kjölfarið hafði kona samband við hana sem missti nýlega tvo ketti. Annar týndist og hinn kom sárþjáður heim. „Hún vissi auðvitað ekki hvað hafði gerst en þegar hún sá færsluna mína þá fór hana að gruna að það gæti hafa verið eitrað fyrir honum.“

Kötturinn fékk nýrnabilun og dó

Inga Heiða Hjörleifsdóttir, íbúi í Vesturbænum, fékk áfall þegar hún sá færsluna um fiskinn, en kötturinn hennar veiktist fyrir skömmu og dó. Hann var aðeins 7 ára. „Það er auðvitað ekki hægt að segja til um hvort að það hafi verið eitrað fyrir honum, en hann dó eftir að hafa fengið svona einkenni, eins og fylgja  nýrna- og lifrabilun, og ældi mikið í aðdraganda þess. Engir sýklalyfjakúrar virkuðu,“ segir Inga Heiða í samtali við mbl.is, en kötturinn hennar var í tveggja vikna meðferð hjá Dýralæknastofu Dagfinns áður en hann dó.

„Þau geta aldrei verið viss um hvort þetta er eitrun eða eitthvað annað, því allt kerfið í þeim; magi, lifur og nýru, er samofið, en hún nefndi að það væri möguleiki,“ segir hún vísar til orða læknisins sem meðhöndlaði köttinn hennar.

Inga Heiða hafði ekki heyrt um slík tilfelli og hugsaði því ekki meira út þennan möguleika fyrr en hún sá færsluna í Facebook-hóp Vesturbæjar. Nú læðist að henni sá grunur að eitrað hafi verið fyrir kettinum hennar.

Deyja kvalarfullum dauðdaga

Lísa Bjarnadóttir, dýralæknir á dýraspítalanum í Víðidal, segir það mjög alvarlegt mál ef einhver hefur vísvitandi skilið eftir fisk mengaðan með frostlegi á víðavangi, í þeim tilgangi að skaða ketti. En því miður komi slík mál reglulega upp.

„Frostlögur veldur miklum eitrunaráhrifum hjá köttum og líka hundum auðvitað. Efnið í honum ræðst á nýrun og eyðileggur þau. Það verður bráð nýrnabilun og dýrin deyja mjög kvalarfullum dauðdaga ef ekki er gripið inn í strax.“

Ef dýri, sem grunur leikur á að hafi innbyrt frostlög, er strax komið til dýralæknis er hægt að reyna hreinsun með innskolunarvökva og losa þannig eitrið út, að sögn Lísu. „Því miður uppgötvast svona yfirleitt of seint. Við fengum eitt svona tilfelli til okkar um daginn, en það var því miður of seint.“

Aðspurð segir Lísa það hins vegar oft erfitt að skera úr um hvort dýr hafi veikst eða drepist vegna eitrunar. Leikur hins vegar minnsti grunur á eitrun er dýrið meðhöndlað þannig.

„Við skulum svo alveg hafa það á hreinu á það er mjög ábyrgðarlaust og alveg hræðilegt ef einhver er að gera svona vísvitandi og af ásetningi. Það er sætur keimur og lykt af frostleginum og þess vegna sækja dýrin í hann“ segir Lísa sem bendir á að frostlögur sé yfirleitt blár eða rauður á litinn og geti því einnig vakið athygli barna og þótt spennandi. Þrátt fyrir að vera ekki barnalæknir getur hún rétt ímyndað sér hvaða áhrif það hafi á börn að innbyrða frostlög.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hinrik vann silfurverðlaun

18:17 Hinrik Lárusson sem starfar á Grillinu á Hótel Sögu vann silfurverðlaun í Nordic Junior Chefs-keppninni sem fór fram í Herning í Danmörku í dag. Svíþjóð lenti í fyrsta sæti í sömu keppni og Finnland í því þriðja. Meira »

Bað fórnarlömbin afsökunar

18:07 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bað fórnarlömb afsökunar og aðstandendur þeirra sem hafa átt um sárt að binda vegna mistaka starfsmanns Reykjavíkurbogar sem leiddu til þess að tilkynning um kynferðisbrot barst ekki til stjórnenda. Meira »

Afföll 19,5% hjá Arnarlaxi í Hringsdal

17:45 „Þetta er náttúrulega skaði fyrir fyrirtækið og það eru sögulega há verð í gangi svo við hefðum gjarnan viljað að fiskurinn væri seldur. En svona er bara eldi á dýrum, það eru afföll og við gerum ráð fyrir afföllum í okkar rekstri,“ segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, í samtali við mbl.is. Meira »

Flestir fundið bein en ekki mannsbein

17:25 „Ég er búinn að vera til sjós í rúm þrjátíu ár og hef ekki upplifað neitt svona áður,“ segir Aðalsteinn R. Friðþjófsson skipstjóri á Fjölni GK, sem fékk líkamsleifar í veiðarfæri sín í síðasta mánuði. Meira »

Áfram í gæsluvarðhaldi vegna síbrota

17:17 Karlmaður var úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í dag, eða til 17. apríl, á grundvelli síbrota að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Þórdís Lóa leiðir Viðreisn í Reykjavík

17:08 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir verður oddviti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum.  Meira »

Rekstur HSA enn í járnum

15:55 Rekstur Heilbrigðisstofnunnar Austurlands er enn í járnum, en Ríkisendurskoðun ítrekar þó ekki ábendingar sínar til velferðarráðuneytis og Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Ekki sé hins vegar víst ljóst hvort aðhaldsaðgerðir síðustu ára skili áframhaldandi árangri ef nauðsynlegum fjárfestingum er slegið á frest. Meira »

Veita aðgang að samræmdum prófum

16:23 Menntamálastofnun mun á næstu dögum veita aðgang að samræmdum könnunarprófum í 4. og 7. bekk, en um er að ræða próf í íslensku og stærðfræði sem lögð voru fyrir haustin 2016 og 2017. Þetta kemur í framhaldi af úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem mbl.is greindi frá í gær. Meira »

„Var vinur minn réttdræpur?“

15:45 „Getur einhver tekið af okkur byrðarnar í smá stund og barist fyrir okkur um að fá Hauk heim, þó ekki væri nema í einn dag? Við þráum hvíld.“ Þetta skrifar Lárus Páll Birgisson, vinur Hauks Hilmarssonar, sem sagður er hafa fallið í átökum við tyrkneska herinn í Afrin-héraði í Sýrlandi. Meira »

„Hér er eitthvað sem fer ekki saman“

15:34 Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, gerði langtímaatvinnuleysi að umtalsefni á Alþingi í dag og vakti athygli á því að samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðu og horfur á vinnumarkaði á árunum 2016 til 2018 væri mikill munur á stöðu atvinnulausra eftir aldri. Meira »

DNA úr beinunum á leið til Svíþjóðar

15:13 „Við fáum beiðni um að greina þetta þá eru tekin úr þessu DNA sýni til rannsóknar. Þau eru send út til Svíþjóðar og það tekur yfirleitt þrjár vikur að fá niðurstöður,“ segir Jónbjörn Bogason hjá kennslanefnd Ríkislögreglustjóra, sem hefur til rannsóknar líkamsleifarnar sem fundust á botni Faxaflóa. Meira »

Unnið að auknu öryggi á geðsviði

15:10 Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, segir að tillögur um sjálfsvígsforvarnir væntanlegar á næstu vikum. Svandís tekur fram að tillögur starshóps um málið feli í sér aðgerðir sem „eru byggðar á reynslu nágrannaþjóða Íslendinga af árangursríkum sjálfsvígsforvörnum.“ Meira »

Lögðu krans á leiði Birnu

15:02 Skipverjar á grænlenska togaranum Polar Nanoq létu fyrir skömmu leggja krans á leiði Birnu Brjánsdóttur. Vildu skipverjarnir með þessu minnast þess að rúmt ár er frá láti Birnu. Meira »

Má búast við kulda

14:10 Þrátt fyrir að vorjafndægur séu í dag og að veðurfarið hafi verið milt að undanförnu, stefnir í kólnandi veður um helgina og jafnvel fram yfir páska. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, telur ekki ástæðu til að fara taka fram grillið enda fari líklega að snjóa um helgina. Meira »

Lögreglan rannsakar líkamsleifarnar

13:36 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar líkamsleifar sem fundust á Faxaflóa nýverið, en upphaf málsins má rekja til veiða fiskibáts á norðanverðum Faxaflóa í síðasta mánuði. Ekki liggur fyrir af hverjum líkamsleifarnar eru og víst að það mun taka einhvern tíma að leiða það í ljós. Meira »

Segir stjórnendur Arion óttast umræðuna

14:22 „Vogunarsjóðirnir munu bíða færis, þeir munu bíða þess að storminn lægi, þeir munu greiða út arð og þeir munu selja Valitor. Þökk sé ríkisstjórninni sem var eins og höfuðlaus her í þessari baráttu og gaf frá sér eina vopnið sem þeir áttu, hlutabréf ríkisins.“ Meira »

Enn til miðar á Ísland-Argentína

14:00 Þór Bæring, hjá Gamanferðum, er nýkominn heim frá Rússlandi. Hann segir að mikill munur sé á borgunum þremur sem Íslendingar þurfa að heimsækja, Moskvu, Volgograd og Rostov. Meira »

Líkamsleifar fundust við Snæfellsnes

12:59 Líkamsleifar fundust nýverið við Snæfellsnes. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Fundust þær að hans sögn á 120 metra dýpi í Faxaflóa nálægt Snæfellsnesi. Meira »
KRISTALL LJÓSAKRÓNUR
Ný sending af glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
Kerra til sölu, vel með farin
Létt og þægileg með sturtubúnaði, Easyline 105. kr. 75000.- Uppl. 8691204...
 
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Álit...
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungar...