Guðni og Eliza í Bláskógabyggð

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans fengu góðar móttökur í opinberri heimsókn sinni í Bláskógabyggð í dag. Veðrið var líka með besta móti og það var sól á himni og í sinni þegar sveitarstjórn tók á móti hinum góðu gestum í morgun.

Það var á landamærum Mosfellsbæjar og Bláskógabyggðar, skammt frá Þingvöllum sem var fyrsti viðkomustaðurinn í heimsókn dagsins.

Ferðamenn frá Austurlöndum fjær lyftu brúnum þegar þeir sáu forseti Íslands með föruneyti sínu á Hakinu við Þingvelli. Fyrir þeim eru forsetar og þjóðhöfðingjar framandi fólk, en á Íslandi er forystufólkið jafnan í hópnum miðjum. Sem betur fer.

Að Laugarvatni var forsetahjónunum boðið upp á rúgbrauð bakað í ...
Að Laugarvatni var forsetahjónunum boðið upp á rúgbrauð bakað í hver á svæðinu. Laugarvatnssilungur var álegg. Sigurður Bogi Sævarsson

Gengið niður Almannagjá

Vilhjálmur Árnason alþingismaður og formaður Þingvallanefndar og Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður sögðu forsetanum frá áherslum og verkefnum á Þingvöllum um þessar mundir, svo sem stækkun Gestastofu. Gengið var niður Almannagjá og um þinghelgina þar sem staðnæmst var á áhugaverðum stöðum.

Frá Þingvöllum lá leiðin svo um Lyngdalsheiði að Laugarvatni, en á leiðinni þangað var stoppað við Laugarvatnshelli, sem var bústaður fólks fyrir um öld síðan. Eins og sagði frá í Morgunblaðinu á dögunum hefur hellirinn nú verið útbúinn sem viðkomustaður ferðamanna og var forsetahjónunum kynnt það nýmæli.

Forsetinn skoðar nautpening í Fjósinu á Hjálmsstöðum.
Forsetinn skoðar nautpening í Fjósinu á Hjálmsstöðum.

Fontana og heimsókn í fjós

Að Laugarvatni var fyrst stoppað í gamla Héraðsskólanum, sem nú er gistiheimili. Húsið á sér merka sögu og kynnti Halldór Páll Halldórsson skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni hana fyrir forsetahjónunum. Þá var komið við í baðstaðnum Fontana, sem er mikið aðdráttarafl í ferðaþjónustu. Þar skora sérstaklega hátt rúgbrauð sem bökuð eru í hver í flæðarmáli Laugarvatnsins.

„Ferðaþjónustan er í bullandi gangi, en það er líka gaman að kynnast landbúnaðinum. Það er mikill kraftur í bænum sem eru að gera áhugaverða hluti með byggingu tæknivæddra búa,“ sagði Guðni Th. Jóhannsson. Þau Guðni og Eliza  komu við í heimsókn á bænum Hjálmsstöðum, hvar þau Daníel Pálsson og Ragnhildur Sævarsdóttir reka stórt bú í nýlegu fjósi. Sýndi forseti búskapnum mikinn áhuga – og líkaði  forsetahjónum vel að fá að drekka mjólk beint út tanki.

Helgi Kjartansson oddviti tók á móti forsetahjónunum þegar þau komu ...
Helgi Kjartansson oddviti tók á móti forsetahjónunum þegar þau komu inn fyrir landamæri Bláskógabyggðar.

Heilsueflandi samfélag

Eftir heimsókn að Hjálmsstöðum var haldið að Laugarási í Biskupstungum í athafnar í heilsugæslustöðinni þar. Undirritaður var samningur um að Bláskógabyggð skuli vera heilsueflandi samfélag, og byggist það á ýmiskonar forvörnum og hreyfingu. Bjóðast Bláskógabúum þá ýmsir möguleikar til slíks, í krafti samning sveitarfélagsins við Embætti Landlæknis.

Úr Laugarási var haldið í Reykholt og þar heimsótt garðyrkjustöð og eftir það var móttaka í  félagsheimilinu Aratungu, þar sem fólk gat hitt forsetahjónin, rabbað við þau um daginn og vefinn og auðvitað tekið selfí!

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fordæma árásir Tyrkja á Kúrda

18:26 Þingflokkur Pírata fordæmir árásir Tyrkja á kúrdíska borgara í Norður-Sýrlandi. Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að árásirnar fari fram með þöglu samþykki flestra NATO-þjóða og hvetur hann ríkisstjórn Íslands til að taka undir fordæminguna. Meira »

Hrækti í andlit lögreglumanns

17:52 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga fangelsi fyrir að hafa hrækt í andlit lögreglumanns.  Meira »

Nýtt listaverk á Sjávarútvegshúsið

17:18 „Glitur hafsins“, verk Söru Riel bar sigur úr býtum í samkeppni um nýtt útilistaverk á austurgafl Sjávarútvegshússins sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið efndi til í samstarfi við Samband Íslenskra myndlistarmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Meira »

Vertu úti

17:00 Þeim fjölgar stöðugt sem kjósa að ganga á fjöll, fara á gönguskíði eða stunda sjósund. Svo mjög að hjón í Vesturbænum hafa ákveðið gefa ekki aðeins út blað heldur líka gera sjónvarpsþætti. Fyrsti þátturinn fer í loftið á RÚV á sunnudagskvöld og, eins og blaðið, ber nafnið ÚTI. Meira »

„Ótrúlega lítið“ ber á milli

16:58 „Við þurfum að fá eitthvað meira. Það er ótrúlega lítið sem ber á milli okkar. Þessar upphæðir sem við viljum fá er í raun klink í kassa ríkissjóðs. Skuldastaðan er góð á Íslandi og ef það er ekki hægt að úthluta okkur örfáum krónum í viðbót þá þykir mér það ótrúleg harka af hálfu ríkisins,” segir formaður Ljósmæðrafélags Íslands eftir fund í kjaradeilu þeirra. Meira »

128 styrkir til innviðauppbyggingar

16:52 Ríflega 2,8 milljörðum verður úthlutað til alls 128 verkefna á ferðamannastöðum um land allt, en tilkynnt var um úthlutanirnar á sameiginlegum blaðamannafundi í Norræna húsinu laust eftir hádegi í dag. Meira »

Sagði skyldu okkar að verja náttúruna

16:32 „Náttúra landsins er auðlind í sjálfu sér og felur í sér mikil verðmæti fyrir þjóðina og heiminn allan. Skyldur okkar gagnvart náttúrunni og ábyrgð eru því miklar,“ sagði Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, á Alþingi í dag. Meira »

Frumvarp um kosningaaldur til þriðju umræðu

16:47 Frumvarpi um breytingar á lögum um sveitarstjórnarkosningar, þar sem gert er ráð fyrir að þeir sem náð hafi 16 ára aldri hafi kosningarétt, var afgreitt til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í dag eftir aðra umræðu um málið. Meira »

Kveiktu í blaðakassa á Akureyri

16:25 Tveir drengir kveiktu í blaðakassa við Víðilund á Akureyri í dag. Ekkert tjón varð vegna íkveikjunnar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Meira »

Spyr um viðbrögð við umskurðarfrumvarpi

16:22 „Hafa ísraelsk stjórnvöld sett sig í samband við utanríkisráðuneytið vegna frumvarps um að gera umskurð drengja refsiverðan samkvæmt hegningarlögum? Ef svo er, hver voru skilaboð ísraelskra stjórnvalda?“ Meira »

Síminn ber ábyrgð á „gagnkvæmu hirðuleysi“

16:18 Fjarskiptafyrirtækið Síminn þarf að greiða fyrirtækinu Inter Medica tæplega 950 þúsund krónur eftir að hafa rukkað félagið um mánaðarlegar greiðslur fyrir hýsingu á tölvupósti í tæplega fjögur ár, án þess að Inter Medica hafi nýtt sér þjónustuna. Meira »

Leitar vitna að hörðum árekstri

15:41 Árekstur.is leitar að vitnum að hörðum árekstri sem átti sér stað klukkan 13:30 í dag á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Stekkjarbakka. Meira »

Landsþekktar kempur hvetja krakkana

15:36 Landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir eru meðal þeirra sem hvetja um 4.000 íslenska nemendur sem taka þátt í PISA könnuninni 2018 á tímabilinu 12.mars til 13.apríl. Meira »

Tveir unnu gjafabréf með WOW air

15:21 Áskrifendur Morgunblaðsins, Loftur Guðmundsson og Hilmar Dagbjartur Ólafsson, voru dregnir út í áskriftarleik Morgunblaðsins í dag. Meira »

Námutrukkar á ferð um Vestfjarðagöng

14:49 Þrír námutrukkar sem notaðir verða við gerð Dýrafjarðarganga verða fluttir frá Ísafirði um Vestfjarðagöng og á áfangastað í Dýrafirði í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum verða göngin af þessum sökum lokuð í einhvern tíma vegna flutninganna. Meira »

Mannsæmandi laun og bættar aðstæður

15:23 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að undanfarið ár hafi verið unnið að því að bæta starfsaðstöðu leikskólakennara og krakka en borgin kynnti í dag áætlun þar sem gert er ráð fyrir því að leikskólaplássum fjölgi um 750-800 á næstu sex árum. Meira »

Vorboðarnir komnir í heiminn

15:10 Fyrstu vorboðarnir litu dagsins ljós í Húsdýragarðinum nýverið þegar lítil huðna og hafur komu í heiminn. Huðnan Frigg var fyrst til að bera golsuflekkóttri huðnu að kveldi 20. mars og í morgun bar huðnan Garún svartflekkóttum hafri. Meira »

Ekki stætt á öðru en að samþykkja

14:43 „Við frestuðum afgreiðslu á deiliskipulaginu um mánuð í samvinnu við Minjastofnun til að gefa samtökunum tækifæri á að koma með einhverjar hugmyndir um hvað hægt væri að gera,“ segir formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Hvorki hafi hins vegar verið lagt fram tilboð í húsið né áætlun. Meira »