Öll í haldi vegna gruns um aðild að manndrápi

Árásin átti sér stað við bæinn Æsustaði í Mosfellsdal.
Árásin átti sér stað við bæinn Æsustaði í Mosfellsdal. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Sexmenningarnir sem eru í gæsluvarðhaldi vegna líkamsárásar í Mosfellsdal á miðvikudagskvöld sem leiddi til þess að fórnarlambið lést, eru allir í haldi á grundvelli sömu lagagreinar almennra hegningarlaga. Í greininni, þeirri 211., segir að „hver, sem sviptir annan mann lífi, skal sæta fangelsi, ekki skemur en 5 ár, eða ævilangt.“

Sexmenningarnir, fimm karlar og ein kona, voru leidd fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þar sem lögreglan fór fram á gæsluvarðhald yfir þeim öllum. Samkvæmt úrskurði héraðsdóms munu karlarnir fimm sæta varðhaldi í tvær vikur eða til 23. júní, en konan viku skemur eða til 16. júní.

„Þarna var framið manndráp og þetta fólk er undir grun um að hafa með misjafnri aðkomu framið eða átt hlutdeild í því,“ segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlög­reglu­stjóri á ákæru­sviði. Því sé farið fram á varðhaldið yfir öllum á grundvelli sömu lagagreinar. 

Jón segir ekki tímabært að svara því hvort að skýr mynd sé komin á atburðarásina og þátttöku einstakra sakborninga í henni. Hann segir lögregluna ætla sér að vinna vel og fljótt að rannsókn málsins. 

Sakborningar hafa þrjá sólarhringa frá því að úrskurður héraðsdóms er kveðinn upp til að áfrýja niðurstöðunni til Hæstaréttar. 

Arnar Jónsson Aspar og Heiðdís Helga Aðalsteinsdóttir eignuðust dóttur þann ...
Arnar Jónsson Aspar og Heiðdís Helga Aðalsteinsdóttir eignuðust dóttur þann 27. maí síðastliðinn. Hún var sofandi er árásin átti sér stað. Ljósmynd úr einkasafni birt með leyfi fjölskyldunnar

Atburðarásin

Maðurinn sem lést í árásinni hét Arnar Jónsson Aspar. Hann var fæddur árið 1978 og lætur eftir sig tvær dætur og unnustu.

Neyðarlínu barst fyrsta tilkynning um árásina kl. 18.24 á miðvikudagskvöld. Fleiri en ein tilkynning barst enda voru nokkur vitni að árásinni, m.a. móðir Arnars, unnusta hans og afi hennar. 

Atburðarásin, eins og hún hefur birst í fjölmiðlum samkvæmt frásögnum vitna, er sú að Arnar og unnusta hans hafi verið heimavið að Æsustöðum í Mosfellsdal er bankað var upp á. Afi unnustunnar var gestkomandi á heimilinu þetta kvöld. Þá var ung dóttir parsins, fædd 27. maí síðastliðinn, í húsinu. 

Unnusta Arnars fór til dyra og var þá spurt eftir honum. Fyrir utan var hópur fólks. Arnar yfirgaf húsið og hófust átökin á bílaplani fyrir utan. Ráðist var á Arnar og í frétt Vísis segir að hann hafi gripið í járnskaft til að verja sig. Einn árásarmaðurinn hafi hins vegar náð því af honum og barið hann með því. Annar hafi svo tekið hann kverkataki og samkvæmt lýsingum vitna var einnig ekið yfir fætur hans á amerískum pallbíl. 

Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í morgun segir að einn árásarmannanna hafi sjálfur hringt á Neyðarlínuna. Sá er sagður æskuvinur Arnars. Hann hafi ennfremur reynt endurlífgunartilraunir á vettvangi.

Nokkur vitni urðu að árásinni. Unnusta Arnars þurfti m.a. að horfa upp á mennina ganga í skrokk á manni sínum. Þá horfði afi hennar, sem var gestkomandi hjá parinu þetta kvöld, á aðfarirnar og fékk vægt hjartaáfall í kjölfarið. 

Hluti árásarmannanna ók á brott áður en lögregla og sjúkralið kom á vettvang. Þrír voru handteknir á Vesturlandsvegi skömmu síðar og hald lagt á bíl þeirra. Þrír voru handteknir á vettvangi og hald sömuleiðis lagt á pallbílinn.

Áfram héldu endurlífgunartilraunir er viðbragðsaðilar komu á vettvang. Arnar var svo fluttur á Landspítalann þar sem hann var úrskurðaður látinn skömmu síðar. 

Í frétt Fréttablaðsins kom fram að tilefni árásarinnar hafi verið óuppgerð fíkniefnaskuld. Flestir þeirra sem voru handteknir hafa hlotið refsidóma. Tveir fyrir skotárás í Breiðholti í ágúst í fyrra. Þeir hlutu dóm fyrr á þessu ári en höfðu ekki hafið afplánun.

Greinin heldur áfram fyrir neðan myndina.

Friðsældin í Mosfellsdal er einstök. Íbúar eru nú slegnir vegna ...
Friðsældin í Mosfellsdal er einstök. Íbúar eru nú slegnir vegna hins hroðalega manndráps. Ljósmynd/Mats Wibe Lund/mats.is

Friðsæld Dalsins rofin

Mosfellsdalur er náttúruparadís í dreifbýli, rétt við mörk höfuðborgarsvæðisins. Andinn í samfélaginu þar er líkur því sem gengur og gerist í smærri byggðarlögum úti á landi. Íbúarnir standa þétt saman og flestir þekkjast.  

Dalbúar sem mbl.is hefur rætt við segjast því að vonum slegnir vegna málsins. „Það er mikill óhugur í fólki þegar svona gerist nánast í bakgarðinum um hábjartan dag og fyrir allra augum,“ segir einn íbúi um líðan sína. „Þetta hvílir þungt á fólki í þessum friðsæla dal. Hér þekkjast náttúrlega allir.“

Annar Dalbúi segist því fegnastur að börn hans hafi ekki verið úti að leika sér eins og þau gera gjarnan á þeim tíma dags sem árásin var gerð. „Það er slá­andi að heyra að svona hlut­ir ger­ist í land­inu okk­ar, hvað þá í næsta ná­grenni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Stórhættulegur framúrakstur

20:58 „Fólk er oft óþolinmótt að taka fram úr manni en þetta er langversta tilfellið sem ég hef séð,“ segir Guðmundur Kjartansson.  Meira »

Björgunarsveitir tilbúnar klukkan 6

20:30 Níu björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu verða með hópa í húsi í viðbragðsstöðu klukkan 6 í fyrramálið vegna óveðursins sem hefur verið spáð. Meira »

Óskar eftir aðstoð vegna barnaníðinga

20:17 Evrópulögreglan (Europol) hefur beðið almenning um að skoða myndir sem eru á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningunni segir að hlutir eða staðir á myndunum geti leitt yfirvöld á sporið í málum er varðar alvarleg brot gagnvart börnum. Meira »

Ákærður fyrir brot gegn dætrum sínum

19:47 Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni sem er gefið að sök að hafa beitt dætur sínar grófu kynferðisofbeldi um margra ára skeið. Meira »

Sökkti sér ofan í súrkálsgerð

19:37 Súrkál er sælkeramatur að mati Dagnýjar Hermannsdóttur súrkálsgerðarkonu. Hún sendi nýverið frá sér uppskriftabókina Súrkál fyrir sælkera til að breiða súrkálsfagnaðarerindið út til Íslendinga. Meira »

Ásakanirnar komu Kára á óvart

19:00 Verjandi Kára Sturlusonar segir að umbjóðandi sinn muni leita réttar síns gagnvart bæði Sigur Rós og Hörpu vegna ólögmætra riftana á gerðum samningum og ærumissis ef máli hans verður vísað frá. Kári fékk greiddar 35 milljónir af miðasölutekjum fernra tónleika, sem Harpa reynir að sækja til baka. Meira »

„Fólk noti hyggjuvitið“ í fyrramálið

17:02 „Fólk verður að nota hyggjuvitið. Það verður snjór og blint í efri byggðum og talsverðar líkur á því að umferðin verði hæg og því færri sem eru á vegunum því betra,“ segir Elín Jóhannesdóttir, veðurfræðingur Veðurstofu Íslands, um veðrið í fyrramálið þegar flestir fara til vinnu. Meira »

„Það er voða góður andi í þessum kór“

18:30 Kvennakór Suðurnesja hóf 50 ára afmælishátíð föstudaginn 9. febrúar með opnun sögusýningar í Duus Safnahúsum. Þar er saga kórsins rakin í máli, myndum og munum. Meira »

Megi móðga erlenda þjóðhöfðingja

16:47 Fjórir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa lagt fram lagafrumvarp þess efnis að ekki verði lengur refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum að móðga þjóðhöfðingja erlendra ríkja. Meira »

„Vonandi bara að deyja út“

16:25 Dregið hefur verulega úr tíðni jarðskjálftanna í kringum Grímsey frá því sem var í gær og enginn skjálfti yfir þremur að stærð hefur mælst síðan klukkan þrjú í nótt. Meira »

Flugfarþegar fylgist vel með veðri

16:11 Icelandair reiknar ekki með því að grípa til þess ráðs að flýta brottförum frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna vonskuveðurs, sem spáð er að muni ganga hratt yfir suðvesturhorn landsins í fyrramálið. Meira »

Berst gegn limlestingum á kynfærum kvenna

16:10 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifaði í dag undir endurnýjun á samningi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) um stuðning til fjögurra ára við verkefni sem hefur það að markmiði að útrýma limlestingu á kynfærum kvenna og stúlkna. Meira »

Yngri börn fari ekki ein í skóla

15:54 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hvetur foreldra og forráðamenn til að fylgjast vel með veðri og tilkynningum í fyrramálið. Búið er að hækka viðvörunarstig fyrir höfuðborgarsvæðið upp í appelsínugult vegna morgundagsins og því hefur svokölluð tilkynning 1 verið virkjuð. Meira »

Varað við brennisteinsmengun

15:19 Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk í ferðaþjónustu, sem og einstaklinga í hálendisferðum, til þess að kynna sér mögulega hættu vegna íshellis í Blágnípujökli, suðvestur af Hofsjökli, sem verið hefur vinsæll á meðal ferðamanna á undanförnum vikum. Meira »

Umskurður drengja þegar refsiverður?

14:52 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hæstaréttarlögmaður, segir á Facebook-síðu sinni í dag að hann viti ekki til annars en að umskurður drengja sé þegar refsiverður hér á landi samkvæmt almennum hegningarlögum. Meira »

„Gott að fá þessa brýningu“

15:53 „Þetta er mjög gott fyrir okkur að fá þessa brýningu og ég veit það að utanríkisráðherra hefur tekið upp málefni Jemens á alþjóðavettvangi en það er mjög mikilvægt fyrir okkur að heyra frá ykkur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir að hafa tekið við áskorun frá Vinum Jemens í dag. Meira »

Kjartan og Áslaug sett út í kuldann

15:16 Hvorki Kjartani Magnússyni né Áslaugu Maríu Friðriksdóttur var boðið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, samkvæmt heimildum mbl.is. Þeim mun hafa verið hafnað af kjörnefnd. Meira »

Yfir 3.000 umsóknir bárust

14:51 Alls bárust 3.176 umsóknir um hreindýraveiðileyfi fyrir árið 2018 en veiða má 1.450 dýr, 389 tarfa og 1.061 kú, þar af skulu 40 kýr veiddar í nóvember. Meira »
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
3 sófaborð úr massífum við
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
SUMARHÚSALÓÐ Í ÖNDVERÐARNESI TIL SÖLU
Grjóthólsbraut 13, innst í botlanga, við golfvöllinn, hola 11. Rotþró, rafm. og ...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...