Ný göng óhjákvæmileg

Gísli Gíslason, einn af forvígismönnum Spalar.
Gísli Gíslason, einn af forvígismönnum Spalar.

„Norðmenn trompa okkur í þessum málum,“ segir Gísli Gíslason, einn forsvarsmanna Spalar sem á og rekur Hvalfjarðargöng, um samgönguáætlanir Norðmanna. Hann segir aðrar Norðurlandaþjóðir átta sig betur á mikilvægi góðra samgangna og telur að ný Hvalfjarðargöng séu óhjákvæmileg vegna aukinnar umferðar.

Aðgerðir Norðmanna og Færeyinga jákvæðar

mbl.is fjallaði í vikunni um stórtækar áætlanir Norðmanna um að byggja 26,7 kílómetra löng jarðgöng undir sjó. Gísli segir aðgerðir Norðmanna afar jákvæðar. „Þeir eru dálítið að trompa okkur.“ Hann bætir svo við að það sama eigi við um Færeyinga. „Færeyingar eru einnig að búa til göng. Þau eru 20 kílómetra löng á milli Rúnavíkur og Þórshafnar. Það er 40 milljarða króna verkefni.“

Gísli segir Norðmenn og Færeyinga löngu hafa áttað sig á að bættar samgöngur með jarðgöngum hafi gríðarleg áhrif á búsetuskilyrði. Þeir séu framsýnni. „Við höfum verið seinni til en sömu staðreyndir eiga auðvitað líka við um okkur Íslendinga. Þetta er öryggismál og búsetuskilyrðismál.“

„Á liðnum árum hafa menn ekki litið á þetta sem ...
„Á liðnum árum hafa menn ekki litið á þetta sem mjög aðkallandi verkefni.“ mbl.is/Sigurður Bogi

Öryggismál vegfarenda efst í forgangi

Framtíð Hvalfjarðarganga og möguleg endurnýjun þeirra er nú í skoðun hjá sérstakri nefnd á vegum Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra. Framtíð ganganna hefur lengi verið óljós og Gísli segir ekki víst hvenær niðurstöður liggja fyrir. „Mín skoðun er og hefur verið býsna mjög lengi, að ný Hvalfjarðargöng séu óhjákvæmileg og þar eru öryggismál vegfarenda efst í forgangi.“

Hann segist lengi hafa talað fyrir tvöföldun ganganna við litlar undirtektir. „Á liðnum árum hafa menn ekki litið á þetta sem mjög aðkallandi verkefni en nú í ljósi þróunar umferðar hefur mönnum orðið æ ljósara að tvöföldun ganganna er óhjákvæmileg innan tiltölulega skamms tíma. Menn hafa einhvern tíma en hann telst í fáum árum,“ segir Gísli.

15 milljarða verkefni

Gísli segir það nauðsynlegt að byggja sjálfstæð göng við hliðina á núverandi göngum með öryggisgöngum á milli hinni eldri og nýrri ganga. „Ég held að fáum detti í hug að það sé önnur lausn á borðinu.“ Hann segir að kostnaður við slík framkvæmd sé áætlaður um 15 milljarðar króna.

Gísli segir að þegar litið sé til samgönguverkefna annarra Norðurlanda þá sé þetta ekki stór upphæð. Hvalfjarðargöng séu nauðsynlegur hluti af samgöngum Íslendinga. „Hvalfjarðargöng eru svo góð samgöngubót að það má ekki sofna á verðinum þegar kemur að þeim.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Það er blóð úti um allt“

15:33 „Það er brjálaður maður hérna inni,“ heyrist nágranni Sanitu Brauna segja þegar hann hringir í neyðarlínuna kvöldið sem Sanita lét lífið. Símtalið var spilað við aðalmeðferð þar sem Khaled Cairo er ákærður fyrir morðið á Sanitu Brauna. Meira »

Mættu með píkuna

15:00 „Okkar slagorð er: Við tökum vel á móti þér,“ segir Steina Þórey Ragnarsdóttir, varaformaður Ljósmæðrafélagsins sem var meðal þátttakenda í samstöðufundi með kjarabaráttu ljósmæðra. Mikill hugur var í fundargestum og eru ljósmæður orðnar þreyttar á að lítill gangur sé í viðræðunum. Meira »

Telja Cairo sakhæfan

15:00 Tveir geðlæknar báru vitni fyrir dómi í dag og lýstu þeir því báðir að Khaled Cairo væri sakhæfur. Annar geðlæknirinn taldi líklegt að hlátur Cairo við skýrslutöku væri varnarviðbrögð frekar en geðrof eða eitthvað slíkt. Meira »

Listi sjálfstæðismanna í Garðabæ

14:45 Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ vegna sveitastjórnarkosningarnar í vor var samþykktur á fundi Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ sem fram fór 5. mars. Fyrir fundinum lá tillaga uppstillinganefndar að skipan framboðslistans. Meira »

„Konur eru í sókn innan flokksins“

14:35 Konur í Sjálfstæðisflokknum fengu mjög góða kosningu í málefnanefndir flokksins á landsfundi hans sem fram fór um síðustu helgi. Konur eru meirihluti þeirra sem náðu kjöri, eru meirihluti formanna nefndanna og eru í meirihluta í öllum nefndunum nema einni. Meira »

Dælt upp úr norskum dráttarbáti

14:31 Leki kom að norskum dráttarbáti við Faxagarð í Reykjavíkurhöfn og var slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu kallað á staðinn upp úr klukkan hálftvö. Meira »

Sendi heillaóskir til forseta Kína

14:21 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sendi í dag, heillaóskir til forseta Kína, Xi Jinping, sem fyrir fáeinum dögum var endurkjörinn sem forseti lands síns. Meira »

„Hann var alveg brjálaður“

14:26 „Hann var alveg brjálaður þegar ég opnaði dyrnar,“ sagði vitni sem kom að Hagamel kvöldið sem Sanita Braune lést síðasta haust. Maðurinn ætlaði að hitta Sanitu en þau höfðu átt í sambandi. Meira »

Varla hægt að finna lægri taxta

13:49 „Við erum að vona að þeir komi viljugir til leiks til að leysa deiluna,“ segir Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Boðað var til samstöðufundar með kjarabaráttu ljósmæðra fyrir utan húsakynni ríkissáttasemjara nú síðdegis, en fundur hófst þá í kjaradeilu félagsins. Meira »

Túlkun norskra embættismanna

13:38 Fram kemur í svarbréfi sem Terje Søviknes, orkumálaráðherra Noregs, sendi til orku- og umhverfisnefndar norska Stórþingsins á mánudaginn að ályktun atvinnuveganefndar landsfundar Sjálfstæðisflokksins, sem fram fór um síðustu helgi, um orkumál tæki ekki til fyrirhugaðrar innleiðingar á þriðja orkumálapakka Evrópusambandsins. Meira »

Tvöföldun frá Kaldárselsvegi hefjist 2018

13:28 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skorar á þingmenn og samgönguráðherra að sjá til þess að framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum við Krýsuvíkurveg hefjist nú þegar á árinu 2018 og verði lokið á árinu 2019. Þetta kemur fram í ályktun bæjarstjórnar sem send var þingmönnum í morgun. Meira »

Sagði að hún hefði átt þetta skilið

13:01 Leifur Halldórsson rannsóknarlögreglumaður, sem fór með rannsókn málsins þegar Sanita Brauna var myrt á Hagamel síðasta haust, sagði að ákærði hefði verið óvenju glaðlegur við skýrslutökur vegna málsins. Meira »

Guðni sendi heillaóskir til Pútíns

12:39 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi í dag heillaóskir til Valdimírs Pútíns sem var endurkjörinn forseti Rússlands um liðna helgi. Meira »

Heilbrigt að vilja „me time“

12:00 Elínrós Líndal kom í morgunþáttinn Ísland vaknar í morgun og ræddi samskipti kynjanna og þörfina sem allir hafa fyrir gæðastund með sjálfum sér. Meira »

Aðalmeðferð í meiðyrðamáli fer fram í júní

11:42 Fyrirtöku í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar Hæstaréttardómara gegn Jóni Steinari Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómara, sem átti að fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur morgun var frestað til 12. apríl næstkomandi. Málið var þingfest í nóvember síðastliðnum, en aðalmeðferð mun fara fram í byrjun júní. Meira »

Ákærði hótaði vitni öllu illu

12:38 Karlmaður, sem bjó í sama húsi og Sanita Brauna sem var myrt á Hagamel síðasta haust, sagði við aðalmeðferð málsins í dag að hann hefði orðið vitni að manndrápi á ganginum heima hjá sér. Khaled Cario er ákærður fyrir að hafa banað Sanitu Brauna. Meira »

Föðmuðu Ráðhúsið á Akureyri

11:53 Nemendur Oddeyrarskóla á Akureyri tóku í morgun höndum saman og föðmuðu Ráðhús bæjarins í tilefni alþjóðadags gegn kynþáttamisrétti. Nemendur skólans eru um 200 og þar sem hópurinn nær ekki utan um skólabyggingarnar var ákveðið að finna hentugt stórhýsi í grenndinni og Ráðhúsið þótti tilvalið. Meira »

Freyja aðstoðar Loga

10:39 Freyja Steingrímsdóttir, stjórnmála- og upplýsingaráðgjafi, hefur verið ráðin pólitískur ráðgjafi Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Meira »
Tattoo
...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Ukulele
...
Vönduð vel búin kennslubifreið
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Breyting á aðalskipulagi
Tilboð - útboð
Breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepp...
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Álit...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...