120 lögreglumenn á vakt vegna leiksins

mbl.is/Hanna

Alls tóku um 120 lögreglumenn þátt í aðgerðum lögreglunnar í tengslum við landsleik Íslands og Króatíu sem fram fór í gærkvöld. Kvöldið fór nokkuð vel fram að sögn lögreglu en öflug gæsla verður einnig á leik íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu sem mætir liði Brasilíu í vináttulandsleik á Laugardalsvelli á morgun.

Sameiginlegt viðbúnaðarskipulag lögreglunnar á Laugardalsvelli í gær voru lögreglumenn frá sérsveit ríkislögreglustjóra, lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem og fulltrúar frá lögreglunni á Norðurlandi eystra og af Suðurnesjum. „Lögreglan er bara ein heild þannig að þegar að á reynir þá bara komum við fram sem ein heild,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

„Í aðgerðinni allri hafa verið svona sirka 120 lögreglumenn. En á leiknum sjálfum, ætli það hafi ekki verið eitthvað í kringum 100,“ segir Ásgeir. Því til viðbótar voru á svæðinu starfsmenn og gæsla á vegum KSÍ.

Veitti ekki af fleiri lögreglumönnum

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu óskaði fyrr í ár eft­ir áhættumati ríkislögreglustjóra vegna mann­frekra viðburða í sum­ar. Seg­ir Ásgeir að bæði lög­reglu­menn frá rík­is­lög­reglu­stjóra og öðrum embætt­um komi að lög­gæslu hér á landi og sér­sveit­ar­menn séu hluti af lög­gæsluskipu­lagi lands­ins við stóra viðburði eins og á leiknum í gær, í litahlaupinu á laugardaginn, á 17. júní, menn­ing­arnótt og í hinseg­in göng­unni  svo dæmi séu tekin.

„Við erum að spila úr því sem við höfum og það hefur gengið hingað til en ég get ekki leynt því að við gætum alveg notað fleiri lögreglumenn,“ segir Ásgeir, spurður hvort lögreglan hafi bolmagn til að halda uppi svo öflugri gæslu á fjölmennum viðburðum í borginni í sumar.

Í því sambandi bendir hann á að ríkislögreglustjóri hafi tekið það fram í skýrslu fyrir nokkrum árum að lögreglumenn í landinu þyrftu að vera nokkrum hundruðum fleiri en raun bæri vitni. „Það hefur held ég ekkert breyst,“ segir Ásgeir. „Ég man nú ekki alveg þessar tölur og hvernig þær standa núna miðað við mannfjölda […] en þetta voru einhver hundruð lögreglumanna sem að hann taldi vanta til að ástandið væri viðunandi.“

Það er lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sem tekur ákvörðun um það hvernig löggæslu er háttað í umdæminu hverju sinni, nema ef atburðurinn er þess eðlis að ríkislögreglustjóri ákveði að taka við að sögn Ásgeirs. „En hins vegar náttúrlega er megnið af sérsveitinni staðsett á höfuðborgarsvæðinu þannig að ef við teljum að við getum nýtt okkur styrk hennar þá óskum við eftir að þeir komi að því löggæsluskipulagi sem við erum að vinna að,“ segir Ásgeir.

Íslenskir lögreglumenn í ómerktri bifreið að loknum landsleik Íslands og ...
Íslenskir lögreglumenn í ómerktri bifreið að loknum landsleik Íslands og Króatíu í gærkvöld. mbl.is/Stefán Einar

Ómerktar bifreiðar ekki venjan

Að leik loknum í gærkvöld sást til stórrar ómerktrar sendibifreiðar sem þétt setin var íslenskum lögregluþjónum. Spurður um bifreiðina segir Ásgeir það eiga sér eðlilegar skýringar, það sé alls engin stefna að lögreglan notist við ómerktar bifreiðar heldur sé slíkt aðeins í undantekningatilfellum og hefur verið gert í nokkur ár.

„Fyrir langa löngu þá áttum við til, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, 10 stóra lögreglubíla. Í dag eigum við fjóra [...] þannig að þegar við erum með svona stórt skipulag í gangi þá leigjum við bara svona bíla frá bílaleigunum til að flytja mannskap,“ útskýrir Ásgeir. Um sé að ræða bíla sem óhagkvæmt sé fyrir lögregluna að eiga og reka fyrir þau fáu skipti sem á þarf að halda og því séu þeir einungis leigðir út þegar stórar aðgerðir eru í gangi.  

mbl.is

Innlent »

Líf verður oddviti Vinstri grænna

21:14 Líf Magneudóttir borgarfulltrúi verður oddviti Vinstri grænna til borgarstjórnar Reykjavíkur í komandi borgarstjórnarkosningum. Meira »

Þarf að greiða 27 milljónir

20:50 Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Vesturlands þar sem Þörungaverksmiðjan hf. þarf að greiða Þorgeiri og Ellert hf. tæpar 27 milljónir króna. Þá ber Þörungaverksmiðjunni að greiða samtals 13 milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Meira »

Sara Dögg leiðir Garðabæjarlistann

20:08 Sara Dögg Svanhildardóttir er oddviti Garðabæjarlistans og leiðir listann sem býður fram í Garðabæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Meira »

Urðum fljótt að taka miðann niður

20:00 „Við vorum svo vitlaus að við settum miða í gluggann þegar reglugerðin fór í gegn og sögðum: Hundar velkomnir! Við þurftum hins vegar fljótt að taka þann miða niður,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi kaffihússins Iðu. Sömu sögu er að segja af kaffihúsinu Gráa kettinum. Meira »

Dýri dyravörður er draumur

19:39 Dýri Guðmundsson ber ekki bumbur en Hafnfirðingurinn, sem á meðal annars ættir að rekja til Fremstuhúsa í Hjarðardal í Dýrafirði, hefur víða látið að sér kveða og var fyrir skömmu útnefndur Seltirningur ársins 2017. Meira »

VÍS þarf að greiða 5,7 milljónir í bætur

19:35 Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Vátryggingafélag Íslands greiði karlmanni rúmar 5,7 milljónir króna með vöxtum í bætur. Meira »

Boltinn virkaði eins og stækkunargler

18:27 „Þetta virkar eins og stækkunargler. Það eru þessi speglunaráhrif sem verða af því að vökvinn sem er inni í boltanum virkar eins og stækkunargler, segir Herdís Storgaard, forvarnafulltrúi Sjóvár. Meira »

Verktakalæknar fá 220 þúsund á dag

19:27 Heilbrigðisstofnanir úti á landi þurfa sumar að keppast við að ráða svokallaða verktakalækna og greiða þeim allt að 220 þúsund krónur á dag. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv. Meira »

Fordæma árásir Tyrkja á Kúrda

18:26 Þingflokkur Pírata fordæmir árásir Tyrkja á kúrdíska borgara í Norður-Sýrlandi. Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að árásirnar fari fram með þöglu samþykki flestra NATO-þjóða og hvetur hann ríkisstjórn Íslands til að taka undir fordæminguna. Meira »

Hrækti í andlit lögreglumanns

17:52 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga fangelsi fyrir að hafa hrækt í andlit lögreglumanns.  Meira »

Nýtt listaverk á Sjávarútvegshúsið

17:18 „Glitur hafsins“, verk Söru Riel bar sigur úr býtum í samkeppni um nýtt útilistaverk á austurgafl Sjávarútvegshússins sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið efndi til í samstarfi við Samband Íslenskra myndlistarmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Meira »

Vertu úti

17:00 Þeim fjölgar stöðugt sem kjósa að ganga á fjöll, fara á gönguskíði eða stunda sjósund. Svo mjög að hjón í Vesturbænum hafa ákveðið gefa ekki aðeins út blað heldur líka gera sjónvarpsþætti. Fyrsti þátturinn fer í loftið á RÚV á sunnudagskvöld og, eins og blaðið, ber nafnið ÚTI. Meira »

„Ótrúlega lítið“ ber á milli

16:58 „Við þurfum að fá eitthvað meira. Það er ótrúlega lítið sem ber á milli okkar. Þessar upphæðir sem við viljum fá eru í raun klink í kassa ríkissjóðs. Skuldastaðan er góð á Íslandi og ef það er ekki hægt að úthluta okkur örfáum krónum í viðbót þá þykir mér það ótrúleg harka af hálfu ríkisins,” segir formaður Ljósmæðrafélags Íslands eftir fund í kjaradeilu þeirra. Meira »

Frumvarp um kosningaaldur til þriðju umræðu

16:47 Frumvarpi um breytingar á lögum um sveitarstjórnarkosningar, þar sem gert er ráð fyrir að þeir sem náð hafi 16 ára aldri hafi kosningarétt, var afgreitt til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í dag eftir aðra umræðu um málið. Meira »

Kveiktu í blaðakassa á Akureyri

16:25 Tveir drengir kveiktu í blaðakassa við Víðilund á Akureyri í dag. Ekkert tjón varð vegna íkveikjunnar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Meira »

128 styrkir til innviðauppbyggingar

16:52 Ríflega 2,8 milljörðum verður úthlutað til alls 128 verkefna á ferðamannastöðum um land allt, en tilkynnt var um úthlutanirnar á sameiginlegum blaðamannafundi í Norræna húsinu laust eftir hádegi í dag. Meira »

Sagði skyldu okkar að verja náttúruna

16:32 „Náttúra landsins er auðlind í sjálfu sér og felur í sér mikil verðmæti fyrir þjóðina og heiminn allan. Skyldur okkar gagnvart náttúrunni og ábyrgð eru því miklar,“ sagði Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, á Alþingi í dag. Meira »

Spyr um viðbrögð við umskurðarfrumvarpi

16:22 „Hafa ísraelsk stjórnvöld sett sig í samband við utanríkisráðuneytið vegna frumvarps um að gera umskurð drengja refsiverðan samkvæmt hegningarlögum? Ef svo er, hver voru skilaboð ísraelskra stjórnvalda?“ Meira »
Ukulele
...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
BÆKUR TIL SÖLU
Bækur til sölu Stjórnartíðindi 1885-2000, 130 bækur, Almanak Þjóðvinafélags-ins ...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
 
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungar...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...