Ástráður vill eina milljón í bætur

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag.
Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. mbl.is/Hjörtur

Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður fer fram á eina milljóna króna í miskabætur í máli sínu gegn ríkinu vegna skipunar dómara í Landsrétt.

Rúv greinir frá þessu og vísar í stefnu Ástráðs, sem fréttastofan hefur undir höndum.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn.

Ástráður er einn þeirra fjögurra sem voru á lista dómnefndar sem mat hæfi umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt.

Hann var aftur á móti ekki á listanum sem dómsmálaráðherra lagði fram og var hann því ekki skipaður í dóminn.  

Í stefnu Ástráðs eru fjórar kröfur. Hann vill að dómstóll ógildi ákvörðun dómsmálaráðherra um að leggja til að hann yrði ekki skipaður dómari.

Einnig vill hann að bótaréttur verði viðurkenndur vegna þess tjóns sem hann varð fyrir vegna ákvörðunarinnar. Hann fer fram á eina milljón í miskabætur, auk þess sem hann krefst málkostnaðar.

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra.
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert