„Stórir og þungir málaflokkar“

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mætir til fundarins.
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mætir til fundarins. mbl.is/Víkurfréttir

„Við ræddum meðal annars netöryggismál og hryðjuverkaógn. Hlutverk ráðsins að að fara yfir þjóðaröryggisstefnuna eins og hún er samþykkt á Alþingi. Ráðið er nýstofnað og við erum að fikra okkur áfram í þessari vinnu en þetta eru stórir og þungir málaflokkar,“ segir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, eftir fund Þjóðaröryggisráðsins sem fram fór á ör­ygg­is­svæði Land­helg­is­gæsl­unn­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli.  

„Þær upplýsingar sem við ræddum á fundinum þarf að fara sérstaklega varlega með. Okkur fannst það fara ágætlega saman að heimsækja eina af lykilstofnunum sem gegna hlutverki í varnar- og öryggismálum og að nýta okkur þessa fínu aðstöðu sem er hér,“ segir Bjarni og spurður um fundarstaðinn. Hann vísar til þess að örðugt gæti reynst að hlera þennan fundarstað. Engir símar voru leyfðir á fundinum.  

Bjarni tekur fram að íslensk stjórnvöld þurfi að fara vel með þær upplýsingar sem þau búi yfir og grípi til sambærilegra ráðstafanna og tíðkast í öðrum löndum. 

Óvíst er hvenær næsti fundur verður en líklega verður hann ekki fyrr en í ágúst eða september. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert