Verðmunurinn á bilinu 25-150%

mbl.is

Verðið var oftast lægst í Litlu fiskbúðinni Hellubrauni í Hafnarfirði þear veðlagseftirlit Alþýðusambandsins Íslands kannaði verð á fiskafurðum 8. júní eða í ellefu tilvikum af 25. Kjöt og fiskur í Bergstaðastræti var hins vegar oftast með hæsta verðið í könnuninni eða í 9 tilvikum af 25. Fiskbúðin Hafberg, Hafið í Skipholti, Fiskikóngurinn Sogavegi og Fiskbúðin Vegamót vildu ekki að verðlagið hjá þeim yrði kannað af fulltrúum ASÍ. 

„Mesta úrval fiskafurða var hjá Fiskikónginum Höfðabakka sem bauð upp á allar 25 tegundirnar sem skoðaðar voru. Ef litið er til hefðbundinna fiskbúða þá var minnsta úrvalið í Gallerý fiski Nethyl en þar voru 16 tegundir af 25 fáanlegar, en minna úrval var í öðrum verslunum með fiskborð,“ segir í fréttatilkynningu frá ASÍ. Munur á hæsta og lægsta verði í könnuninni hafi verið frá 25% upp í 150%, en í flestum tilvikum 40%-60%.

„Mestur verðmunur reyndist á Stórlúðu í sneiðum sem var ódýrust 1.395 kr/kg í Fiskbúðinni Trönuhrauni en dýrust 3.490 kr/kg hjá Hafinu fiskverslun Spöng sem er 2.095 kr. verðmunur eða 150%. Minnstur verðmunur var á frosnum Humar, A gæðum, sem var ódýrastur á 7.900 kr./kg. Í fiskbúð Hólmgerirs en dýrastur á 9.900 kr./kg. hjá Fiskikónginum Höfðabakka og Fiskbúðinni Mos, sem er 2.000 kr. verðmunur eða 25%.“

Fréttatilkynningin í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert