Handtóku sjö fótboltabullur

Sérsveitarmenn á landsleik Íslands og Króatíu.
Sérsveitarmenn á landsleik Íslands og Króatíu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglumenn frá Króatíu ráðlögðu lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að vera með aukinn viðbúnað vegna landsleiksins gegn Króatíu í fyrrakvöld.

Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir að króatísku lögreglumennirnir sem hingað komu að beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi veitt þessi ráð vegna fyrri atvika þar sem króatískar fótboltabullur hafa komið við sögu og reynt að eyðileggja landsleiki og ákveðið hafi verið að fara að ráðum hinna króatísku starfsbræðra. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi vegna þessa fengið liðsstyrk frá lögreglunni á Akureyri og Suðurnesjum, auk þess sem 20 sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra hafi tekið þátt í aðgerðum lögreglunnar.

Ásgeir Þór segir í Morgunblaðinu í dag að um 50 króatískar fótboltabullur hefðu komið til landsins vegna leiksins. „Við handtókum sjö þeirra fyrir leikinn í gær og við yfirheyrslur kom fram að þessir menn voru miðalausir, en ætluðu sér samt sem áður að komast inn á leikinn og skemma hann eins og frekast væri unnt,“ sagði Ásgeir Þór.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert