Fjórum sleppt úr varðhaldi

Árásin átti sér stað við bæinn Æsustaði í Mosfellsdal.
Árásin átti sér stað við bæinn Æsustaði í Mosfellsdal. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Fjórum þeirra sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa banað Arnari Jónssyni Aspar í Mosfellsdal miðvikudagskvöldið 7. júní hefur nú verið sleppt úr haldi. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is.

Um er að ræða þrjá karla og eina konu sem sleppt var úr haldi í dag. Varðhald mannanna átti að gilda til 23. júní en konunnar til morgundagsins, 16. júní. Tveir karlmenn eru enn í haldi lögreglu, grunaðir um manndráp.

Þórður Már Jónsson, lögmaður Marcin Nabakowski, staðfestir við mbl.is að hann og bróðir hans, Rafal, séu á meðal þeirra sem sleppt var í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert