Smíði nýs Herjólfs hafin í Póllandi

Tölvumynd/Crist AS

„Við vonumst til að geta sett nýjan Herjólf á flot í febrúar á næsta ári og síðan klárað skipið næsta sumar,“ segir Andrzej Cieszyñski, einn verkefnastjóra skipasmíðastöðvar Crist í Gdynia í Póllandi, en þar er smíði nýs Herjólfs nýlega hafin. Vegagerðin samdi við Pólverjana í byrjun ársins, að undangengnu útboði.

Þegar blaðamaður Morgunblaðsins átti leið um hafnarsvæðið í Gdynina á dögunum var stálskurður hafinn og byrjað að raða saman stálplötum til að sjóða saman. Stefnt er að því að leggja kjölinn um miðjan næsta mánuð.

Cieszyñski sagði smíðina leggjast vel í sig. Mörg verkefni eru í gangi í einu í skipasmíðastöðinni, sem er með þeim stærstu við Eystrasaltið. Hann sagði að í upphafi myndu um 40 manns starfa nær eingöngu við smíði Herjólfs. Eftir því sem líður á verkið munu fleiri hendur koma að því. Alls eru starfsmenn Crist um 2.000 talsins en um þessar mundir eru 16 skip í smíðum. Stöðin veltir um 30 milljörðum á ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »