Vangoldin gjöld upp á 29 milljónir

Þrír karlmenn ákærðir fyrir brot gegn skattalögum.
Þrír karlmenn ákærðir fyrir brot gegn skattalögum. mbl.is/Ófeigur

Héraðssaksóknari hefur ákært þrjá karlmenn á fimmtugs- og sextugsaldri fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum í rekstri einkahlutafélagsins, ABHHH (áður Allt viðhald), sem er nú þrotabú. Fyrirtækið stóð meðal annars ekki skil á staðgreiðslum opinberra gjalda á árunum 2013 til 2015 sem nema alls um tæpar 29 milljónum króna. Þetta kemur fram í ákæru héraðssaksóknara. 

Mennirnir þrír sátu allir í stjórn fyrirtækisins og skiptust á að vera daglegir stjórnendur á þessum árum og því er ábyrgð þeirra mismikil. Einn mannanna er ákærður fyrir að bera ábyrgð á, sem framkvæmdastjóra, að hafa ekki staðið skil á opinberum gjöldum upp á rúmar 15 milljónir króna. Annar maðurinn er ákærður fyrir vangoldna staðgreiðslu upp á rúmar 11 milljónir og sá þriðji fyrir rúmar tvær milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert