103 ára hlaupari á Hrafnistu

Með Kristínu á myndinni eru Árdís Hulda Eiríksdóttir, forstöðumaður Hrafnistuheimilsins …
Með Kristínu á myndinni eru Árdís Hulda Eiríksdóttir, forstöðumaður Hrafnistuheimilsins (t.h.) og Helena Björk Jónasdóttir íþróttakennari á Hrafnistu, ásamt ungum velunnara Hrafnistu, Heklu Ben Bjarnason. Ljósmynd/Aðsend

Árlegt kvennahlaup Hrafnistu í Hafnarfirði fór fram í dag. Elsti hlaupari dagsins var Kristín Kristvarðsdóttir sem er 103 ára. 

Þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið upp á sitt besta var þátttakan í hlaupinu mjög góð en vel á annað hundrað gesta tók þátt.

Að hlaupi loknu fengu gestir hressingu og slegið var upp dansleik með DAS-bandinu þar sem meðal annars var sýndur magadans.

Skömmu áður en hlaupið hófst.
Skömmu áður en hlaupið hófst. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert