Gæðamat fingrafara meðal gagna

Verjandi sakbornings lagði ný gögn fyrir dóminn.
Verjandi sakbornings lagði ný gögn fyrir dóminn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Meðal gagna sem lögð hafa verið fram í máli héraðssaksóknara gegn Thom­as Møller Ol­sen, sem ákærður er fyr­ir morð á Birnu Brjáns­dótt­ur í janú­ar, er gæðamat tæknideildar á fingraförum. Það var ákæruvaldið sem lagði gögnin fram fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag. Aðalmeðferð í málinu fer fram 18. júlí.

Verjandi ákærða lagði fram samantekt fjölmiðlaumfjöllunar um málið og um tíu ljósmyndir. Hann féll á sama tíma frá kröfu um afhendingu farsímagagna, þangað til frekari gagna hefur verið aflað. Þá var jafnframt lögð fram matsgerð Ragnars Jónssonar bæklunarlæknis sem svara átti tveimur spurningum.

Sjötta spurningin var einnig lögð fyrir þýska réttarmeinafræðinginn Urs Oli­ver Wies­brock, en honum er falið að meta hversu lengi líkami brotaþola hafði verið í sjó þegar hann fannst. Áður hafði honum verið falið að svara fimm öðrum spurningum vegna málsins.

Aðalmeðferð málsins mun hefjast þann 18. júlí næstkomandi, en hefst hún á skýrslu ákærða og í framhaldinu verða teknar vitnaskýrslur af hópi vitna.

Ákærði var ekki viðstaddur fyrirtökuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert