Huga þarf vel að upplýsingagjöf

Lögreglumenn stóðu vörð á leik Íslands og Króatíu í knattspyrnu ...
Lögreglumenn stóðu vörð á leik Íslands og Króatíu í knattspyrnu karla síðustu helgi. mbl.is/Hanna

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að ræða þurfi betur hvar mörkin liggi á milli hlutverks almennrar lögreglu og hlutverks sérsveitar. Þá hafa fulltrúar Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd lagt til að kallaðir verði fyrir erlendir sérfræðingar til að ræða málefni í tengslum við vopnaburð lögreglu og upplýsingagjöf hvað það varðar. Starfandi formaður allsherjar- og menntamálanefndar segir að huga þurfi vel að því hvernig almenningur sé upplýstur.

„Þegar þú ert kominn með sérsveitarmenn í hlutverk sem að almennir lögreglumenn sinna; það að standa á götum úti og gæta almenns öryggis, þá má velta fyrir sér hvort að við séum að má út mörkin á milli almennrar löggæslu, sem að við erum öll sammála um að eigi að vera óvopnuð, og sérsveitarmanna sem að hafa þessa sérstöku heimild til þess að vera vopnaðir,“ segir Andrés Ingi í samtali við mbl.is. „Það er eitthvað sem að mér finnst full ástæða til að skoða í framhaldinu og beindi því einmitt til ráðuneytisins að gera það.“

Það var Andrés sem kallaði eftir fundi allsherjar- og menntamálanefndar sem fram fór í morgun þar sem til umræðu var ákvörðun ríkislögreglustjóra um aukna aðkomu vopnaðrar sérsveitar á fjölmennum samkomum í sumar. Fyrir nefndina í dag komu fulltrúar Reykjavíkurborgar, ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðuneytis.

„Ég fékk ekki kannski skýr svör við því af hverju vopnuð lögregla var allt í einu komin í framvarðasveit gæslu á stærri viðburðum,“ segir Andrés, spurður um útkomu fundarins. Hann segir það haf komið í ljós á fundinum að samráði við borgaryfirvöld vegna þessa hafi verið ábótavant.

„Ég reikna með því að þessir aðilar sem voru á fundi hjá okkur muni skoða sérstaklega samráð og upplýsingagjöf milli lögreglunnar og borgarinnar, sem að hefur greinilega misfarist,“ segir Andrés. Þá verði í framhaldinu skoðað í víðara samhengi hvernig skuli upplýsa almenning um löggæslumál.

Skoða þarf betur upplýsingagjöf til almennings

„Það þarf að skoða kannski fordæmi frá öðrum löndum þar sem að reynsla af hækkuðu viðbúnaðarstigi er meiri og þar sem að upplýsingagjöf til almennings er kannski komin í fastari skorður,“ segir Andrés. Bendir hann á í því samhengi að aðeins séu liðin tvö ár síðan reglur um vopnaburð urðu aðgengilegar almenningi, það hafi verið stórt skref í rétta átt. „Það er eitthvað sem þarf að stíga næsta skrefið með greinilega til að það komi ekki aftan að fólki að allt í einu séu vopnaðir lögreglumenn í gæslu á svona stærri viðburðum,“ bætir Andrés við.

Nichole  Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar og formaður nefndarinnar í fjarveru Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, segist hafa lagt sérstaka áherslu á upplýsingagjöf til almennings á fundinum hvað þessi mál varðar. 

„Eitt sem að kom hvað sterkast fram frá mér, og þau tóku undir, er hvernig við upplýsum almenning. Svo að almenningur upplifi ekki óöryggi,“ segir Nichole. „Við munum bara halda áfram að finna bestu leið til þess. Það er líka þannig að við verðum að passa hvernig við upplýsum. Við getum ekki haft fólk hrætt, hrætt við til dæmis ferðamenn eða innflytjendur eða hvað það er,“ bætir hún við. Mikilvægt sé að almenningur beri traust til lögreglunnar sem að fyrst og fremst gegnir því hlutverki að tryggja öryggi almennings.

Loks lagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, fram tillögu á fundinum um að kallaðir verði fyrir erlendir sérfræðingar til að ræða ákvarðanir í tengslum við vopnaburð lögreglu og upplýsingagjöf hvað það varðar. Segir hún tillöguna ekki byggja á nokkurri tortryggni í garð lögreglunnar eða vinnubragða hennar, heldur í þeim tilgangi að varpa betra ljósi á málið og fá álit sérfræðinga frá löndum þar sem lengri og meiri reynsla er til staðar er varðar vopnaburð lögreglu. Þórhildur gerir ráð fyrir að ekki verði þó að því fyrr en í haust.

mbl.is

Innlent »

„Við erum í kapphlaupi við tímann“

20:00 Sonur þeirra er að verða átján ára eftir nokkra mánuði. Það eina sem þau gera er að vona að hann nái því að verða átján ára. Síðasta afmælisdegi eyddi hann á bráðamóttökunni eftir að hafa tekið of stóran skammt. Það tókst að bjarga honum þá og síðan hefur honum ítrekað verið bjargað naumlega. Meira »

Eiginmaður Sunnu hlaut uppreist æru

19:57 Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem hefur legið lömuð á sjúkrahúsi í Malaga undanfarin mánuð, hlaut uppreist æru fyrir fimm árum. Meira »

Fjórir yfir þremur að stærð við Grímsey

18:50 Fjórir jarðskjálftar á bilinu 3,3 og 3,8 af stærð riðu yfir nálægt Grímsey nú á sjöunda tímanum í kvöld. Voru þeir allir á svipuðum slóðum og skjálftar síðustu daga. Aðeins hafði dregið úr skjálftavirkni í dag, en enn er þó mikill fjöldi skjálfta á hverri klukkustund á svæðinu. Meira »

Björgunarsveitir í startholunum

18:30 Aðgerðastjórnun hefur verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu ef lögregla og björgunarsveitir þurfa að grípa til aðgerða í óveðrinu í kvöld. Björgunarsveitir hafa þegar þurft að sinna einu útkalli í höfuðborginni í dag. Meira »

Íbúar ætla sjálfir að hefja vegagerð

18:11 „Við ætlum að hittast á morgun og ætlum að vekja athygli á því að það er búið að ýta þessum vegi af samgönguáætlun það lengi að við þurfum að sýna stjórnvöldum hvernig á að byrja á þessu verki.“ Meira »

Sósíalistar stefna á framboð í borginni

17:23 Sósíalistaflokkur Íslands ákvað á félagsfundi sínum í Rúg­brauðsgerðinni í dag að stefna á framboð í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Meira »

Óvissustigi lýst yfir suðvestanlands

15:28 Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en gul viðvör­un gild­ir fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land og Faxa­flóa í dag. Meira »

Dóra formaður Femínistafélags Pírata

15:33 Stofnfundur Femínistafélags Pírata var haldinn í gærkvöldi en fyrsti formaður félagsins er Dóra Björt Guðjónsdóttir. Ritari er Helena Magneu Stefánsdóttir og Valgerður Árnadóttir er gjaldkeri. Varamenn eru Helgi Hrafn Gunnarsson og Elín Eddudóttir. Meira »

Eldaði fyrir Bayern München

14:00 Það er ekki hver sem er sem fær að elda ofan í þýska fótboltaliðið Bayern München. Það fékk þó íslensk-þýski kokkurinn Daníel Rittweger að gera eftir að hafa sigrað í matreiðslukeppni. Daníel, sem útskrifaðist í síðustu viku úr náminu, starfar nú á sínum öðrum Michelin-stjörnu-veitingastað. Meira »

Siðmennt styður bann við umskurði drengja

13:47 Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hvetur Alþingi til þess að samþykkja frumvarp um bann við umskurði drengja. Meira »

Viðvörun gildir fyrir allt landið

13:28 Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir allt landið á miðvikudag en spáin í dag gerir ráð fyrir suðaustanstormi og er spáð að það fari í 35 metra á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum. Meira »

Gullleitarmaðurinn Eldur

12:14 Nafnið passar vel við þennan unga mann; Eldur Ólafsson er jarðfræðingur með brennandi áhuga á auðlindum og viðskiptum. Eftir jarðhitavinnu í Kína beinir Eldur nú sjónum að Grænlandi. Þar er fókusinn á gullgreftri. Meira »

Spáð 35 m/s í hviðum

12:12 Veðrið er farið að versna en það hvessir af austri síðdegis í dag með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum sunnan- og suðvestanlands en rigningu á láglendi. Meira »

„Langar ekki að svara þessum spurningum“

11:38 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það sé öllum þingmönnum hollt að gera ráð fyrir að allt sem þeir gera sé opinbert. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli hans í Silfrinu á Rúv í dag þar sem hann var gestur ásamt þremur öðrum þingmönnum. Meira »

Dregur úr skjálftavirkni við Grímsey

10:51 Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni við Grímsey síðasta hálfa sólarhring. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa mælst um 170 skjálftar á svæðinu það sem af er degi. Á síma tíma í gær höfðu um 400 skjálftar mælst á svæðinu. Meira »

Akstursreikningar yfirfarnir af fjármálaskrifstofu

11:51 Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að allir reikningar sem þingmenn skili í þingið séu yfirfarnir af fjármálaskrifstofu þingsins til samþykktar eða synjunar og ef þeir eru samþykktir fá þingmenn greitt. Aksturpeningar voru ræddir á Sprengisandi í morgun. Meira »

Útboð á færslu Hamraneslína úr byggð

11:06 Landsnet hefur auglýst útboð á fyrsta áfanga við færslu Hamraneslína úr byggð í Hafnarfirði. Ásamt færslu Ísallína frá íbúðabyggð. Meira »

Leggst gegn því að umskurður verði refsiverður

09:28 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, leggst gegn því að umskurn á drengjum verði gerð refsiverð með breytingum á hegningarlögum. Hún segir að hætta sé á að gyðingdómur og íslam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum og einstaklingar sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir. Meira »
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Skipulagsbreytingar
Tilkynningar
Skipulagsbreytingar á Fljótsdalshéra...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...