Ákvörðunin tekin í ráðuneytinu

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segist skilja gremjuna eftir að dæmdur kynferðisbrotamaður fékk uppreist æru í gær. Hann bendir þó á að hann taki ekki ákvörðun um uppreist æru, hún sé tekin annars staðar í stjórnkerfinu. „Svo fær sú ákvörðun form­lega staðfest­ingu mína en það er ekki ég sem tek ákvörðun­ina, stjórn­ar­at­höfn­in er ekki mín enda er ég ábyrgðarlaus á stjórn­ar­at­höfn­um sam­kvæmt stjórn­ar­skrá,“ seg­ir Guðni við mbl.is.

Fyr­ir níu árum var Ró­bert Árni Hreiðars­son, sem kallar sig nú Robert Downey, dæmd­ur í 3 ára fang­elsi fyr­ir kyn­ferðis­brot gegn fjór­um stúlk­um. Brot­in voru fram­in á ár­un­um 2005 og 2006. Ró­bert tældi þrjár af stúlk­un­um með blekk­ing­um og pen­inga­greiðslum til kyn­ferðismaka við sig, en þær voru þá 14 og 15 ára. Hann komst í sam­band við stúlk­urn­ar í gegn­um netið og í flest­um til­vik­um sagðist hann vera tán­ings­pilt­ur. Greiddi hann einni stúlk­unni að minnsta kosti 32 þúsund krón­ur fyr­ir kyn­ferðismök í tvö skipti, sem áttu sér stað í bif­reið Ró­berts.

Forseti veitti Róberti uppreist æru í september samkvæmt tillögu frá innanríkisráðherra. 

Stjórnarathöfn tekin í ráðuneytinu

„Þeir sem hafa afplánað dóm og þurfa og vilja sækja um uppreist æru senda bréf um það til ráðuneytis, dómsmálaráðuneytis. Með því bréfi senda þeir ýmsar upplýsingar, fylgigögn og meðmæli og svo er ákvörðun tekin þar um uppreist æru eða ekki. Þar er stjórnarathöfnin tekin,“ segir forsetinn.

Guðni bendir á að hann hyggi að aldrei hafi til þess komið að forseti hafi neitað beiðni um uppreist æru. 

Guðni segist lengi hafa talað um nauðsyn þess að í stjórnarskrá og stjórnskipan okkar sé bætt úr þeim annmarka að í orði kveðnu eru forseta falin ákveðin völd og hlutverk en í raun og veru eru þau völd, þau hlutverk og þær ákvarðarnir liggja annars staðar. 

„Þegar forseta hverju sinni berast skilaboð frá ráðuneyti þá fylgja, eins og í þessu tilfelli, engin gögn, engin fylgiskjöl, engin rökstuðningur, heldur er búið að taka ákvörðunina. Ég læ henni formlega staðfestingu.

Átakanlegt mál fyrir fórnarlömbin

Hann segir að umrætt mál sé átakanlegt fyrir fórnarlömb Róberts. „Það er eingöngu átakanlegt erfitt og sorglegt fyrir fórnarlömb þessa dæmda brotamanns; að þurfa núna að þola upprifjun í fjölmiðlum á þessu máli og vel skiljanlegt að fólk beini spjótum sínum að mér,“ segir forsetinn og bendir á, sér til varnar, að svona er stjórnskipun landsins.

Ef það á að vera þannig að forseti segi af eða á um uppreist æru eða náðanir og annað slíkt þá verður það að vera þannig að fólk sæki um slíkt hingað, sem það gerir alls ekki. Það verður þá að vera þannig líka að hér sé nefnd sérfróðra reyndra embættismanna og lögfræðinga sem fari yfir málið. Sú er alls ekki raunin heldur er umsóknum um uppreist æru beint á allt annan stað í stjórnkerfinu, ráðuneyti dómsmála, og þar er svo ákvörðun tekin hvort beiðni um uppreist æru skuli samþykkt á grundvelli laga sem um það gilda.

Á ekki að vera geðþóttaákvörðun eins manns

Hann segir að í réttarríki eigi það ekki að vera þannig að vald til að veita uppreist æru eða náðun sé bundið geðþótta eins mans. „Það er mín afstaða til þessa máls og mér þykir auðvitað ömurlegt að þurfa að tengjast því. Ég verð að fá að árétta að það er vegna þess að forminu til ber forseta að staðfesta stjórnarathafnir sem hann er ábyrgðarlaus á.“

Aðspurður segist Guðni vel skilja gremjuna og reiðina sem blossað hefur upp vegna þess máls. „Ef við ætlum að láta gremjuna og reiðina verða til einhvers gagns þá væri það í fyrsta lagi að vona og vinna að því að fórnarlömbin fái aukin styrk. Enda hef ég heyrt að þau hafi staðið sig einstaklega vel eftir þá glæpi sem á þeim voru framdir. Í öðru lagi þurfum við þá að ræða hvort ekki sé ástæða til að endurskoða lög og ákvæði um uppreist æru. Í þriðja lagi held ég áfram að gera það sem ég gerði í forsetaframboði og eftir að ég tók við embætti forseta; að benda á nauðsyn þess að við skýrum betur völd og verksvið forseta svo fólk í landinu þurfi ekki að halda að forseti, einn og óstuddur, geri ákveðna hluti sem hann gerir ekki í raun. Um leið að forseti, ég og þeir sem á eftir mér koma, þurfi ekki að vera í þeirri stöðu að staðfesta formlega með undirskrift sinni ákvarðanir annarra samkvæmt lögum.

mbl.is

Innlent »

Auglýsa eftir nýjum skólameistara

08:38 Stjórn Tækniskólans, skóla atvinnulífsins, hefur auglýst eftir nýjum skólameistara, en núverandi skólameistari er Jón B. Stefánsson. Er umsóknarfrestur til 9. febrúar. Meira »

Upplýsingaskjáir settir upp á Hlemmi

08:20 Í leigusamningi um Mathöll á Hlemmi er ákveðið svæði innan mathallarinnar sérstaklega tekið frá til þess að Strætó geti komið upp upplýsingaskjám og jafnvel miðasjálfsölum. Meira »

Tvær líkamsárásir í nótt

07:45 Tvær aðskildar líkamsárásir áttu sér stað í miðborginni í nótt, en tveir eru í haldi vegna málanna. Í báðum tilfellum þurftu brotaþolar að leita sér læknisaðstoðar. Brotaþolarnir hlutu skurði og tannbrot í árásinni, ásamt minniháttar höfuðáverkum. Meira »

Eru sammála um nauðsyn betri launagagna

07:32 „Allir aðilar á þessum fundi voru sammála um að það væri til mikils tjóns fyrir samtal á vinnumarkaði, í tengslum við kjarasamninga, að ekki væri horft á tölur sem menn treysta eða líta sömu augum,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að loknum fundi með aðilum vinnumarkaðarins um tölfræðiupplýsingar á vinnumarkaði. Meira »

Fagnaði 100 ára afmælinu

07:00 Áslaug Helgadóttir, fyrrverandi hárgreiðslukona og húsmóðir, hélt í gær upp á 100 ára afmæli sitt, en Áslaug er talin fyrsta íslenska hárgreiðslukonan sem nær hundrað ára aldri. Meira »

Saga ársins 1918 á Twitter

06:59 Á dögunum birtust Twitter skilaboð frá ungri dömu í Suðursveit, Gyðu Fanneyju Guðjónsdóttur, sem sagðist ætla að fylgja eftir metnaðarfullu og klikkuðu verkefni í vetur. Það að skrásetja ár frosta, fjöldagrafa og fullveldis. @Frostaveturinn2 verður örblogg sem fylgir tímamótaárinu 1918. Meira »

Samkeppni um heimsendingar á matvöru

06:23 Heimsending á matvöru virðist vera orðin raunverulegur valkostur á Íslandi. Tilraunir hafa verið gerðar með slíkt undanfarin misseri en nú stefnir í samkeppni á þessum markaði og það eru góð tíðindi fyrir neytendur. Meira »

Á leið til Los Angeles í boði K100 og WOW air

06:34 Það voru glaðir hlustendur sem mættu til hátíðlegrar athafnar í Hádegismóum í gær. Þær Aðalheiður G. Hauksdóttir, Eirún Eðvaldsdóttir og Þóra Kjartansdóttir mættu ásamt mökum og börnum í hljóðver K100 til þess að taka við flugmiðum til ævintýraborgarinnar Los Angeles, í boði K100 og WOW air. Meira »

Innviðir að þolmörkum

06:18 Vísbendingar eru um að innviðir Suðurnesja séu komnir að þolmörkum. Það kann að hamla vexti ferðaþjónustunnar á næstu árum.  Meira »

Þörf á betri stuðningi við þolendur

06:18 „Mér finnst vera vöntun á betri stuðningi við unga krakka sem lenda í þeim aðstæðum sem ég lenti í,“ segir Embla Kristínardóttir, sem steig fram í viðtali við RÚV í fyrrakvöld og sagði frá því þegar fullorðinn afreksmaður í frjálsum íþróttum nauðgaði henni. Meira »

Eldur kom upp í sumarbústað í Eyjafirði

Í gær, 22:31 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út í kvöld vegna bruna í sumarbústað inni í Eyjafirði í kvöld. Engan sakaði og að sögn lögreglunnar á Akureyri gekk slökkvistarf vel. Meira »

Dómur kveðinn upp í lok mánaðar

Í gær, 21:18 Dómur verður kveðinn upp yfir íslenska karlmanninum sem situr í fangelsi í Tirana í Albaníu fyrir smygl á kanna­bis­efn­um í lok janúar eða byrjun febrúar. Hann mætir fyrir rétt í Tirana, höfuðborg Albaníu, í lok þessa mánaðar og dómur verður kveðinn upp fljótlega eftir það. Meira »

Fjórir með annan vinning

Í gær, 21:02 Fyrsti vinn­ing­ur í EuroJackpot gekk ekki út í kvöld en fjórir miðahaf­ar hrepptu ann­an vinn­ing. Hljóta þeir hver um sig tæp­ar 60 millj­ón­ir króna í sinn hlut, en fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn á Spáni. Meira »

Blóm og út að borða með bóndanum

Í gær, 20:43 Konur virðast ætla að gleðja bóndann sinn í dag í tilefni bóndadagsins. Blóm og góð máltíð á veitingastað mun eflaust kæta margt mannsefnið því blóm seljast í ríkari mæli og konur eru í meirihluta þeirra sem bóka borð fyrir kvöldið á veitingastöðum borgarinnar. Meira »

Allt um Söngvakeppnina

Í gær, 20:18 Tólf lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Tilkynnt var um flytjendurna í kynningarþætti RÚV nú fyrir stundu. Mörg kunnugleg nöfn eru meðal keppenda, þar á meðal Þórunn Antonía og félagarnir í Áttunni auk þess sem Júlí Heiðar snýr aftur í keppnina. Meira »

Stór verkefni í húfi fyrir norðan

Í gær, 20:54 Stór verkefni í millilandaflugi eru í hættu ef ekki fæst vilyrði fyrir svokölluðum blindbúnaði (ILS) á Akureyrarflugvöll, innan mánaðar. Þetta segir Arnheiður Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Meira »

Leita leiða til að auka útflutning ufsa

Í gær, 20:33 Nemendur Háskólans í Reykjavík leita nú leiða til að auka útflutning á sjófrystum ufsa til Bandaríkjanna, en Hnakkaþon 2018, útflutningskeppni HR og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hófst í gær. Áskorun Hnakkaþonsins í ár felst í að finna leiðir til að auka sölu á sjófrystum ufsa til hótela og veitingahúsakeðja í Bandaríkjunum. Meira »

Segir sínar sögur síðar

Í gær, 20:11 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Metoo-byltingin hafi haft áhrif á allt samfélagið. Karlmenn hafa beðið hana afsökunar á atvikum úr fortíðinni. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Byggðakvóti
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggða...
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...