„Dýrt fyrir fólk að missa búslóðina“

Gunnar segir mikilvægt að bæta réttarstöðu leigjenda í myglumálum.
Gunnar segir mikilvægt að bæta réttarstöðu leigjenda í myglumálum. Ómar Óskarsson

Það eru alls ekki allir leigjendur, sérstaklega ekki skjólstæðingar Félagsbústaða eða námsmenn á Ásbrú, sem eru í stakk búnir til að fara í dómsmál og kaupa dýrar matsgerðir til að fá úr svona málum skorið.“ Þetta segir Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður sem flutt hefur nokkur mál fyrir dómi sem tengjast myglu í leiguhúsnæði.

Flest málin snúast um hver á að bera ábyrgð á hreinsun búslóðar í eigu leigutaka. Leigufélögin bera það í flestum tilfellum fyrir sig að myglan hafi myndast á leigutímanum og sé því tilkomin vegna umgengni leigutaka um húsnæðið.

mbl.is greindi í vikunni frá máli konu sem býr í íbúð á vegum Félagsbústaða þar sem mygla hefur komið fram. Konan hefur upplifað vanlíðan í langan tíma og glímir við mikið hárlos. Félagsbústaðir firra sig ábyrgð í málinu og segja að myglan sé tilkomin vegna þess hvernig gengið hefur verið um íbúðina. Hún sér sig nú tilneydda til að reyna að komast úr íbúðinni, sem hefur verið heimilið hennar í þrjú ár.

„Þessi mál snúast ekki um háar fjárhæðir en það er dýrt fyrir fólk að missa búslóðina sína,“ segir Gunnar og bendir á að áðurnefndir hópar séu sérstaklega viðkvæmir hvað þetta varðar.

„Við þurfum að fá fleiri mál sem skýra stöðu leigjenda betur, en ég tel að Hæstiréttur hafi sent þau skilaboð með dómi í september að ábyrgð leigufélaga er mjög mikil þegar kemur að myglu. Leigufélög verða að vera á tánum ef þau vilja ekki að ábyrgðin falli á þau.“

Vann fyrsta myglumálið fyrir Hæstarétti 

Gunnar flutti fyrsta málið fyrir Hæstarétti þar sem dómur féll leigutökum í vil og fallist var á ábyrgð leigusala vegna myglu. Leigufélaginu bar því að greiða skaðabætur vegna vanrækslu. Um var að ræða íbúð á vegum leigufélagsins á Ásbrú, sem leigir námsmönnum íbúðir á lægra verði en á almennum markaði.

mbl.is greindi í gær frá máli konu sem leigir af ...
mbl.is greindi í gær frá máli konu sem leigir af Félagsbústöðum og býr við myglu. Sambærilegir myglublettir hafa verið í íbúðum skjólstæðinga Gunnars. Mynd/Guðbjörg Magnúsdóttir

„Leigusalinn á Ásbrú taldi ábyrgðina ekki liggja hjá sér því myglan hefði komið upp á leigutímanum. Íbúðin hefði verið í fínu lagi þegar hún var leigð út,“ segir Gunnar. Dómstólarnir lögðu hins vegar mjög ríka ábyrgð á leigusalann og var það niðurstaða bæði héraðsdóms og Hæstaréttar að fyrirliggjandi vitneskja leigusala um myglu í íbúðum á svæðinu og athugasemd leigutaka við rakaskemmdir, í upphafi leigutímans, hefði átt að gefa leigusala tilefni til að rannsaka það sérstaklega hvort myglusveppur væri í húsinu. „Af því þeir gerðu það ekki, þá voru þeir taldir hafa gerst sekir um vanrækslu og skaðabótaábyrgð lögð á þá.“

 Leigutaka kennt um mygluna

Gunnar er nú lögmaður einstaklings í öðru sambærilegu máli sem tók íbúð á leigu hjá leigufélagi í Reykjanesbæ, sem er með tugi íbúða á sínum snærum.

„Það liggur fyrir að þær íbúðir voru haldnar ýmsum byggingargöllum og það er deilt um hvort þeir skipti einhverju máli. Hann gerði fyrst athugasemdir 2015 og þá var komið og þrifið. Árið 2016 kallaði hann til heilbrigðiseftirlitið sem sagðist ekki geta mælt með því að nokkur maður hefðist við í þessari íbúð, sem hann leigði. Þarna var verulegt vandamál á ferðinni, en rök leigusalans voru að þetta væri bara því að kenna að leigutakinn loftaði ekki út. Þetta væri honum að kenna.“

Dómkvaddur matsmaður komst að þeirri niðurstöðu að orsök myglunnar væri hátt rakastig og að mygla myndaðist í öllum kuldabrúm í íbúðinni. Í öllum kverkum, í hornum og loftum. Sem gerist vegna þess hvernig húsið er byggt og eina leiðin til að sporna við vandamálinu er að hafa glugga alltaf opna, að sögn Gunnars.

„Ef því er haldið fram að leigutaki lofti ekki nógu vel út í húsnæði á vegum leigufélaga, þá er það ákveðið vandamál sem tengist eigninni og ber að upplýsa leigutakann um.“

Þarf að bæta réttarstöðu leigjenda 

Gunnar segir þessi mál mjög erfið að því leytinu að það þarf alltaf að sýna fram á að leigusalinn hafi sýnt af sér saknæma háttsemi. „Það er mjög erfitt að sanna að sveppurinn hafi verið til staðar í upphafi leigutímans eða að leigusali hafi ekki brugðist rétt við. Í húsaleigulögum er svo gerð krafa um góða umgengni af hálfu leigutaka þannig það er spurning hvort það telst til slæmrar umgengni að lofta ekki nógu vel út. Það þarf klárlega að bæta réttarstöðu leigjenda svona málum, enda virðist þetta vera umtalsvert vandamál,“ segir Gunnar að lokum.

mbl.is

Innlent »

Nauðgun liggi ekki frjálst samþykki fyrir

14:04 Samþykkt var með 48 samhljóða atkvæðum á Alþingi í dag að breyta skilgreiningu á nauðgun í kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga þannig að í henni felist kynmök án samþykkis. Ennfremur að samþykki þurfi að hafa verið tjáð af fúsum og frjálsum vilja. Meira »

Ekki aðalmálið hvort ég mæti á HM

14:00 Það hefur verið nóg að gera í utanríkisráðuneytinu og mörg mál sem hafa komið til kasta þess síðustu daga. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fór yfir nokkur þeirra í Ísland vaknar í morgun. Meira »

„Dickish behaviour“ að taka þetta

13:48 Dagsson.com, fyrirtæki Hugleiks Dagssonar, má ekki lengur prenta orðið HÚ! á boli líkt gert hefur frá því hann teiknaði mynd af karli í landsliðsbúningi að segja HÚ! sumarið 2016. Teikningin kallast einfaldlega HÚ! Meira »

Grunur um salmonellusmit í grísahakki

13:15 Grunur er um salmonellusmit í grísahakki frá Síld og fiski ehf. og hefur hakk sem var pakkað dagana 21. mars til 23. mars verið innkallað vegna þess. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að frekari rannsóknir þurfi til að staðfesta gruninn, en þangað til þyki rétt að innkalla vöruna. Meira »

Listi Samfylkingarinnar í Árborg

12:46 Framboðslisti Samfylkingarinnar í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018 var samþykktur á aðalfundi félagsins í gærkvöld. Eggert Valur Guðmundsson er oddviti flokksins. Meira »

Hjúkrunarfræðingar styðja ljósmæður

12:31 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) lýsir yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu ljósmæðra og þær kröfur sem stéttin hefur sett fram um bætt starfs- og launakjör. Fíh hvetur ríkisstjórn og samninganefnd ríkisins til að ganga til samninga við ljósmæður hið fyrsta. Meira »

„Nú er þolinmæði okkar þrotin“

12:16 Þungt hljóð er í forystu samninganefndar Félags framhaldsskólakennara eftir fund með ríkissáttasemjara í morgun.   Meira »

Allt að 57% verðmunur á páskaeggjum

12:28 Mikill verðmunur var á páskaeggjum og páskamat þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í matvöruverslunum hinn 20. mars. Ódýrustu páskaeggin var langoftast að finna í Bónus eða í 28 tilfellum af 32 á meðan Hagkaup var oftast með dýrustu páskaeggin eða í 19 af 32 tilfellum. Meira »

Kári gagnrýnir íslenskt skrifræði

12:05 „Einhverra hluta vegna er þessi „burocracia“ þess eðlis að hún vill ekki nýta sér þá getu sem við höfum. Ég gæti að öllum líkindum sagt þeim hver maðurinn er sem þetta bein er af ef hann er íslenskur,“ segir Kári Stefánsson, um bein sem fundust í Faxaflóa og voru send til greiningar til Svíþjóðar. Meira »

Sváfu frekar lítið næstu nótt

11:56 Lottóvinningurinn á síðasta laugardag féll í skaut eldri hjóna sem keypt höfðu 10 raða Lottómiða með Jóker hjá 10-11 Fitjum í Reykjanesbæ. Vinningurinn var ekki af verri endanum eða 26 skattfrjálsar milljónir samkvæmt upplýsingum frá Getspá. Meira »

Gera ráð fyrir Fossvogslaug

11:56 Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að gera ráð fyrir sundlaug við deiliskipulag í Fossvogsdal, nálægt Fossvogsskóla og Snælandsskóla um miðbik dalsins. Meira »

Vilja breyta ferðavenjum borgarbúa

11:33 „Fyrirferðamesta samgönguverkefnið á árinu hefur verið borgarlína,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, á málþinginu „Léttum á umferðinni“ sem fram fór í Ráðhúsinu í morgun. Þar var fjallað um samgöngur í Reykjavík. Meira »

Flutt með þyrlu eftir bílslys

11:31 Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti konu á slysadeild Landspítalans í Fossvogi í morgun eftir bílslys sem varð í Miðfirði fyrir klukkan kl. 8 í morgun. Konan, sem var ein í bílnum, missti stjórn á bifreiðinni í vondri færð með þeim afleiðingum að hún hafnaði utan vegar. Meira »

Neita að ganga í gegnum píku

11:10 Fjalar Sigurðarson og Hlédís Sveinsdóttir komu í heimsókn í liðinn Vikan í hnotskurn í morgunþættinum Ísland vaknar í morgun og voru þar beðin um að velja m.a. gleði og vonbrigði vikunnar. Meira »

Karlakór er gefandi félagsskapur

10:30 Karlakórinn Hreimur hefur sett svip sinn á menningarlíf Þingeyinga í meira en fjóra áratugi. Hann er skipaður um 60 mönnum sem hittast tvisvar í viku allan veturinn í félagsheimilinu Ýdölum í Aðaldal, til þess að syngja og eiga stund saman. Meira »

„Eigum að hætta að vera leiðinlegi karlinn“

11:12 Áslaug Friðriksdóttir segir að skortur sé á umburðarlyndi fyrir mismunandi skoðunum innan flokksins. Hún segir að flokkurinn taki þá áhættu að höfða til þrengri hóps í komandi sveitarstjórnarkosningum. „Við eigum að hætta að vera leiðinlegi karlinn í partíinu.“ Meira »

Bakkaði á múrvegg og braut hann

10:58 Erlendur ferðamaður sem var á ferð í Keflavík í vikunni varð fyrir því óláni að bakka bifreið úr stæði beint á múrvegg með þeim afleiðingum að veggurinn brotnaði. Meira »

Sautján ára á 147 km/klst hraða

10:30 Sautján ára ökumaður mældist á 147 km hraða í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Meira »
Stimplar
...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
Múrari
Múrari: Lögg. múrarameistari getur bætt við sig verkefnum, múrverk, flísalag...
Akureyri - Vönduð íbúðagisting
Vel útbúnar og rúmgóðar íbúðir. Uppábúin rúm fyrir sjö manns, handklæði og þráðl...
 
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...
Samkoma
Félagsstarf
Fjáröflunarsamkoma Kristniboðsfélags k...
Íbúar í breiðholti
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...