Hátíðlegur 17. júní

Fjallkonan flutti ávarp eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur.
Fjallkonan flutti ávarp eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þóra Einarsdóttir söngkona var fjallkonan í ár. Hún flutti Ávarp fjallkonu 2017 eftir ljóðskáldið Sigurbjörgu Þrastardóttur á Austurvelli á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Venju samkvæmt klæðist fjallkonan skautbúningi sem er í vörslu Árbæjarsafns og við hann er forláta stokkabelti með vínviðarmunstri úr silfri og brjóstnæla í stíl eins og greint er frá á vefsíðu 17juni.is.

Að lokinni athöfn á Austurvelli fór skrúðgangan frá Austurvelli í kirkjugarðinn við Suðurgötu þar sem forseti borgarstjórnar, Líf Magneudóttir, lagði blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur við undirleik Lúðrasveitar Reykjavíkur. Athöfnin var hátíðleg og margir sem vildu ekki láta þennan viðburð fram hjá sér fara. 

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, var einnig við athöfnina og sagði í Facebook-færslu sinni að  17. júní væri aldrei almennilega genginn í garð fyrr en að búið væri að heiðra minningu Jóns forseta og taka mynd af því í leiðinni. 

Þjóðbúningurinn er í öndvegi á 17. júní og þeim sem klæddust honum í morgun var boðið til sætis við hátíðarhöldin á Austurvelli. Hér má sjá prúðbúnar konur í þjóðbúningum ganga á Auturvöll. 

Hér er fyrsta erindi af sex í Ávarpi fjallkonu 2017 eftir Sigurbjörgu: 

1

og hér

stend ég enn

staðkyrr                                                   

með tertuna í höndunum

á miðjum vegi

já, það er óhætt

að kalla hann þjóðveg

umferðin er í báðar áttir;

heyvagnar, tjaldvagnar, skriðdrekar,

bjöllur

og

stundum er gusturinn slíkur

að hann feykir

pilsum

– gettu í hverju ég er –

þá hverf ég um hríð

í hvarmskóg,

hugsa um laungáfað hraunið

sem lúrir

Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, setti blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar …
Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, setti blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur. mbl.is/Kristinn Magnússon
Konur í þjóðbúning við Austurvöll 17. júní.
Konur í þjóðbúning við Austurvöll 17. júní. mbl.is/Kristinn Magnússon
Þóra Einarsdóttir fjallkona.
Þóra Einarsdóttir fjallkona. mbl.is/Kristinn Magnússon
Blómsveigurinn á leiði Jóns Sigurðssonar.
Blómsveigurinn á leiði Jóns Sigurðssonar. mbl.is/Kristinn Magnússon
Skrúðgangan frá Austurvelli að Hólavallagarði.
Skrúðgangan frá Austurvelli að Hólavallagarði. mbl.is/Kristinn Magnússon
S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert