Litháar segja „takk Ísland“

Þökur voru lagðar yfir Íslandsstræti í Vilnius þar sem fjölbreytt …
Þökur voru lagðar yfir Íslandsstræti í Vilnius þar sem fjölbreytt dagskrá fór fram. Ljósmynd/Helen Wright

Lokað var fyrir umferð um Íslandsstræti, eða Islandijos eins og gatan er kölluð á litháísku, í höfuðborginni Vilnius í gær og grasþökur lagðar yfir götuna. Tilefnið var að fagna þjóðhátíðardegi Íslendinga sem er í dag en Ísland var fyrsta ríkið til að viðurkenna sjálfstæði Litháen árið 1991. Gatan var því grasgræn og skreytt með íslensku fánalitunum í einn dag og var hátíðin haldin undir nafninu „Takk Ísland.“ 

Dagskrá stóð yfir allan daginn í götunni sem hófst með íslenskum hádegisverði og með opnun norræns markaðar í götunni. Þá mátti finna í götunni víkingaþorp og ísskúlptúra svo fátt eitt sé nefnt og auk þess sem keppt var í götufótbolta og pylsuáti. Meðfylgjandi eru myndir frá hátíðarhöldunum í Vilníus í gær en þeim lauk með tónleikum með íslensku hljómsveitinni Valdimar.

Íslandsstræti í Vilnius, höfuðborg Litháen.
Íslandsstræti í Vilnius, höfuðborg Litháen. Ljósmynd/Helen Wright
Ljósmynd/Helen Wright
„Takk Ísland
„Takk Ísland" stendur á skrautlegum borða sem hékk yfir Íslandsstræti í gær. Ljósmynd/Helen Wright
Í Íslandsstræti var einnig opnað víkingaþorp.
Í Íslandsstræti var einnig opnað víkingaþorp. Ljósmynd/Helen Wright
Ljósmynd/Helen Wright
Ljósmynd/Helen Wright
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert