„Vorum með mjög sýnilega löggæslu“

Lögregla að störfum í Reykjavík í dag 17. júní.
Lögregla að störfum í Reykjavík í dag 17. júní. mbl.is/Kristinn Magnússon

Svipað margir lögregluþjónar stóðu vaktina við hátíðarhöld á Austurvelli í morgun líkt og undanfarin ár, jafnvel aðeins færri en í fyrra. Mikið var þó lagt upp úr allri löggæslu á höfuðborgarsvæðinu og var lögregla sýnileg á öllum þeim stöðum í borginni þar sem fram fór skipulögð dagskrá vegna 17. júní. Hátíðarhöld hafa gengið vel fyrir sig og engar meiriháttar uppákomur hafa orðið í dag að sögn yfirlögregluþjóns.

Færri lögreglumenn á Austurvelli en í fyrra

„Þetta var bara mjög hefðbundið og eiginlega nákvæmlega sami fjöldi á Austurvelli í morgun og hefur verið undanfarin ár,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um þann fjölda lögreglumanna sem staðið hefur vaktina í dag. Aftur á móti hafi lögreglumenn verið um það bil 10 færri sem stóðu vaktina á Austurvelli í morgun heldur en í fyrra. Í heildina ætlar Ásgeir að um 40-50 lögreglumenn hafi staðið vaktina í dag.

Líkt og fram hefur komið verður lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóri með aukinn viðbúnað á fjölmennum hátíðum á höfuðborgarsvæðinu í sumar. Segir Ásgeir að í dag hafi lögreglu gengið vel að vinna í takt við þetta strangara fyrirkomulag. „Við vorum með mjög sýnilega löggæslu í raun og veru á öllum þeim samkomustöðum sem að voru auglýstir í borginni,“ segir Ásgeir.

Lögregla stendur vörð er forsætisráðherra flytur ávarp.
Lögregla stendur vörð er forsætisráðherra flytur ávarp. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Eftir hádegi og þangað til hátíðarhöldum lauk þá lögðum við mun meira í gæsluna. Frá klukkan tólf til sex eða sjö þá lögðum við mun meira í heldur en undanfarin ár en það var heldur minna í morgun,“ bætir hann við. Störfum lögreglu er þó hvergi lokið í dag. „Svo heldur partýið áfram af því að nú streyma allir í Laugardalinn á Secret Solstice,“ segir Ásgeir. Þá muni lögregla eins og vera ber halda áfram að standa vaktina.

Lokuðu götum að tilmælum lögreglu

Stór­ir bíl­ar, rút­ur og vöru­bíl­ar, voru notaðir víðsveg­ar um borg­ina í dag til að koma í veg fyr­ir að hægt væri að keyra inn á hátíðarsvæði á meðan skipu­lögð dag­skrá fór fram. Það var meðal annars gert á Rútstúni í Kópavogi en að sögn lögregluvarðstjóra var þeim lokunum aflétt þegar dagskrá lauk.

„Það var náttúrlega bara farið fram á það við bæjaryfirvöld hérna á höfuðborgarsvæðinu að þau myndu hafa þetta í huga, og grípa til einhverra ráðstafana til að hindra aðgang, og það var hérna í Hafnarfirði og Kópavogi og Garðabæ og víðar,“ segir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Kópavogi.

 „Undanfarinn mánuð höfum við verið að ræða við sveitarfélögin hérna á höfuðborgarsvæðinu um að við þyrftum að gæta betur að öryggi vegfarenda inn á hátíðarsvæðunum og þau tóku okkur bara á orðinu,“ segir Ásgeir. „Sveitarfélögin tóku þetta bara í sínar hendur og eru búin að vera með mjög metnaðarfulla vinnu í samstarfi við lögregluna með þetta. En framkvæmdin hefur algjörlega verið á herðum sveitarfélaganna og þau hafa unnið þetta að miklum metnaði.“

Spurður segir Ásgeir tilganginn með þessu vera að tryggja öryggi vegfarenda, einkum gangandi vegfarenda til að draga úr hvers konar ógn við öryggi þeirra.

mbl.is

Innlent »

Nauðgun liggi ekki frjálst samþykki fyrir

14:04 Samþykkt var með 48 samhljóða atkvæðum á Alþingi í dag að breyta skilgreiningu á nauðgun í kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga þannig að í henni felist kynmök án samþykkis. Ennfremur að samþykki þurfi að hafa verið tjáð af fúsum og frjálsum vilja. Meira »

Ekki aðalmálið hvort ég mæti á HM

14:00 Það hefur verið nóg að gera í utanríkisráðuneytinu og mörg mál sem hafa komið til kasta þess síðustu daga. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fór yfir nokkur þeirra í Ísland vaknar í morgun. Meira »

„Dickish behaviour“ að taka þetta

13:48 Dagsson.com, fyrirtæki Hugleiks Dagssonar, má ekki lengur prenta orðið HÚ! á boli líkt gert hefur frá því hann teiknaði mynd af karli í landsliðsbúningi að segja HÚ! sumarið 2016. Teikningin kallast einfaldlega HÚ! Meira »

Grunur um salmonellusmit í grísahakki

13:15 Grunur er um salmonellusmit í grísahakki frá Síld og fiski ehf. og hefur hakk sem var pakkað dagana 21. mars til 23. mars verið innkallað vegna þess. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að frekari rannsóknir þurfi til að staðfesta gruninn, en þangað til þyki rétt að innkalla vöruna. Meira »

Listi Samfylkingarinnar í Árborg

12:46 Framboðslisti Samfylkingarinnar í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018 var samþykktur á aðalfundi félagsins í gærkvöld. Eggert Valur Guðmundsson er oddviti flokksins. Meira »

Hjúkrunarfræðingar styðja ljósmæður

12:31 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) lýsir yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu ljósmæðra og þær kröfur sem stéttin hefur sett fram um bætt starfs- og launakjör. Fíh hvetur ríkisstjórn og samninganefnd ríkisins til að ganga til samninga við ljósmæður hið fyrsta. Meira »

„Nú er þolinmæði okkar þrotin“

12:16 Þungt hljóð er í forystu samninganefndar Félags framhaldsskólakennara eftir fund með ríkissáttasemjara í morgun.   Meira »

Allt að 57% verðmunur á páskaeggjum

12:28 Mikill verðmunur var á páskaeggjum og páskamat þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í matvöruverslunum hinn 20. mars. Ódýrustu páskaeggin var langoftast að finna í Bónus eða í 28 tilfellum af 32 á meðan Hagkaup var oftast með dýrustu páskaeggin eða í 19 af 32 tilfellum. Meira »

Kári gagnrýnir íslenskt skrifræði

12:05 „Einhverra hluta vegna er þessi „burocracia“ þess eðlis að hún vill ekki nýta sér þá getu sem við höfum. Ég gæti að öllum líkindum sagt þeim hver maðurinn er sem þetta bein er af ef hann er íslenskur,“ segir Kári Stefánsson, um bein sem fundust í Faxaflóa og voru send til greiningar til Svíþjóðar. Meira »

Sváfu frekar lítið næstu nótt

11:56 Lottóvinningurinn á síðasta laugardag féll í skaut eldri hjóna sem keypt höfðu 10 raða Lottómiða með Jóker hjá 10-11 Fitjum í Reykjanesbæ. Vinningurinn var ekki af verri endanum eða 26 skattfrjálsar milljónir samkvæmt upplýsingum frá Getspá. Meira »

Gera ráð fyrir Fossvogslaug

11:56 Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að gera ráð fyrir sundlaug við deiliskipulag í Fossvogsdal, nálægt Fossvogsskóla og Snælandsskóla um miðbik dalsins. Meira »

Vilja breyta ferðavenjum borgarbúa

11:33 „Fyrirferðamesta samgönguverkefnið á árinu hefur verið borgarlína,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, á málþinginu „Léttum á umferðinni“ sem fram fór í Ráðhúsinu í morgun. Þar var fjallað um samgöngur í Reykjavík. Meira »

Flutt með þyrlu eftir bílslys

11:31 Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti konu á slysadeild Landspítalans í Fossvogi í morgun eftir bílslys sem varð í Miðfirði fyrir klukkan kl. 8 í morgun. Konan, sem var ein í bílnum, missti stjórn á bifreiðinni í vondri færð með þeim afleiðingum að hún hafnaði utan vegar. Meira »

Neita að ganga í gegnum píku

11:10 Fjalar Sigurðarson og Hlédís Sveinsdóttir komu í heimsókn í liðinn Vikan í hnotskurn í morgunþættinum Ísland vaknar í morgun og voru þar beðin um að velja m.a. gleði og vonbrigði vikunnar. Meira »

Karlakór er gefandi félagsskapur

10:30 Karlakórinn Hreimur hefur sett svip sinn á menningarlíf Þingeyinga í meira en fjóra áratugi. Hann er skipaður um 60 mönnum sem hittast tvisvar í viku allan veturinn í félagsheimilinu Ýdölum í Aðaldal, til þess að syngja og eiga stund saman. Meira »

„Eigum að hætta að vera leiðinlegi karlinn“

11:12 Áslaug Friðriksdóttir segir að skortur sé á umburðarlyndi fyrir mismunandi skoðunum innan flokksins. Hún segir að flokkurinn taki þá áhættu að höfða til þrengri hóps í komandi sveitarstjórnarkosningum. „Við eigum að hætta að vera leiðinlegi karlinn í partíinu.“ Meira »

Bakkaði á múrvegg og braut hann

10:58 Erlendur ferðamaður sem var á ferð í Keflavík í vikunni varð fyrir því óláni að bakka bifreið úr stæði beint á múrvegg með þeim afleiðingum að veggurinn brotnaði. Meira »

Sautján ára á 147 km/klst hraða

10:30 Sautján ára ökumaður mældist á 147 km hraða í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Meira »
Kerra til sölu, vel með farin
Létt og þægileg með sturtubúnaði, Easyline 105. kr. 65000.- Uppl. 8691204...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
 
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...