Afhentu ráðherra 170 undirskriftir

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra tekur við áskorun íbúanna auk …
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra tekur við áskorun íbúanna auk undirskriftalista frá þeim Guðrúnu Guðjónsdóttur og Björgu Kristínu Sigþórsdóttur. Ljósmynd/aðsend

Björt Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, voru á föstudag afhentir undirskriftarlistar frá íbúum við Rauðagerði og öðrum nærliggjandi götum í Reykjavík vegna fyrirhugaðra framkvæmda í hverfinu. Um er að ræða áskorun um aukna hljóðvist og að mengun verði innan lýðheilsu marka. Alls voru undirskriftir yfir 100 íbúa frá þessu ári afhentar ráðherra auk 70 undirskrifta frá árinu 2013.

Að sögn Bjargar Kristínar Sigþórsdóttur, talsmanns íbúanna, gaf ráðherra sér góðan tíma til að hlusta á umkvartanir íbúa um aukna hljóðvist og hvernig hægt væri að stuðla að betri lýðheilsu. Vakin var athygli ráðherra á því að tryggja þyrfti bestu fáanlega hljóðvist sem völ er á og að bera þurfi virðingu fyrir bæði umhverfi og fólkinu sem býr í þéttbýli. Þá óskuðu íbúar eftir liðsinni ráðherra varðandi tafarlausar úrbætur í hljóðvist og mengunarmálum sem samræmist lögum og reglum að sögn Bjargar.

Lögmaður íbúanna, Ólafur Karl Eyjólfsson, sagði í samtali við mbl.is fyrir helgi að í ljós hafi komið að umfang framkvæmdanna væri talsvert meira heldur en það sem kynnt hafi verið fyrir íbúum. „Það eru háspennulínur allt í einu komnar inn í einhverja framkvæmd sem á að færa nær húsunum skilst mér og það náttúrlega er eitthvað sem að fólk er alls ekki sátt við," sagði Ólafur Karl. „Fólk náttúrlega er ekkert hrifið að því að fá einhverjar háspennulínur beint fyrir utan rúðuna hjá sér. Og þetta hefur aldrei verið kynnt, þetta kom ekki fram á neinum fundi.“

Hér að neðan má sjá áskorunina sem afhent var ráðherra ásamt undirskriftalistunum frá árunum 2013 og 2017.

„ÁSKORUN

Meðfylgjandi er undirskriftarlisti með yfir 100 undirskriftum íbúa í Rauðagerði, Tunguvegi, Ásenda, Byggðarenda og fleirum götum í hverfinu. Þessu til viðbótar höfum við nú upplýsingar um að á lista yfir tré sem verktaki átti að fella að þau eru nú 70 talsins. Leggja á nýjan háspennustreng upp við hús, færa háspennustrengi 132 kV. streng sambærilegan að stærð sem notaður er til að flytja orku milli landshluta. Það á einnig að færa mengaðan jarðveg úr Miklubraut í manir. Meðfylgjandi er undirskriftarlisti frá þessu ári auk undirskriftarlista frá árinu 2013, þar sem 70 manns skrifuðu áskorun hvaða varðar auknar hljóð og mengunarvarnir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert