Fjórir göngumenn í vanda

Landsbjörg sendi mannskap á vettvang.
Landsbjörg sendi mannskap á vettvang. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson

Björgunarskipið Gunnar Friðriksson er lagt af stað frá Hornvík til Ísafjarðar með göngumanninn sem óskaði eftir aðstoð.

Fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg að auk þess göngumanns hafi annar göngumaður reynst vera tognaður á ökkla og tveir til viðbótar með laskað tjald og orðnir kaldir og blautir.

Eru því fjórir göngumenn á leið með björgunarskipinu til Ísafjarðar, en reikna má með að það komi til hafnar um kvöldmatarleytið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert