Þurftu að lenda á Egilsstöðum

Vegna lélegs skyggnis í Keflavík þurftu nokkrar vélar að lenda …
Vegna lélegs skyggnis í Keflavík þurftu nokkrar vélar að lenda á Egilsstöðum. Mynd úr safni. mbl.is/Golli

Beina þurfti nokkrum flugvélum til Egilsstaða sem áttu að lenda í Keflavík rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi vegna slæms skyggnis í Keflavík. Vélarnar biðu um stund á Egilsstöðum og var svo snúið aftur til Keflavíkur þar sem þær gátu lent þegar skyggni var orðið betra.

Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var um að ræða tvær eða þrjár vélar frá WOW air og eina frá Icelandair.

Egilsstaðaflugvöllur.
Egilsstaðaflugvöllur. mbl.is/Sigurður Bogi

Þá var vél flugfélagsins Vueling, sem var á leið frá Barcelona til Keflavíkur á svipuðum tíma í gærkvöld, snúið til baka til Skotlands þar sem hún lenti í Edinbog, einnig vegna slæms skyggnis í Keflavík.

Samkvæmt upplýsingum frá farþega í vélinni stóð til að vélinni yrði snúið aftur til Barcelona við lítinn fögnuð farþega í vélinni. Það hefur ekki fengist staðfest en miðað við upplýsingar um komur til Keflavíkur hefur vélinni ekki verið lent þar.

Um borð í vél Vueling sem var á leið frá …
Um borð í vél Vueling sem var á leið frá Barcelona til Keflavíkur en snúið var til baka til Skotlands. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert