„Ég hugsa um að hjóla“

Jón Óli skellti í sjálfu í síðustu löngu æfingunni.
Jón Óli skellti í sjálfu í síðustu löngu æfingunni. Ljósmynd/Jón Óli Ólafsson.

Jón Óli Ólafsson er einn af fjórum keppendum í einstaklingsflokki WOW Cyclothon í ár. Þar að auki er hann eini Íslendingurinn í þeim flokki. Jón Óli er 47 ára gamall og stofnandi reiðhjólaverslunarinnar Götuhjól.

Keppnin WOW Cyclothon er í formi boðhlaups þar sem lið skipta á milli sín að hjóla hringinn í kringum Ísland. Þeir sem taka þátt í einstaklingskeppninni hjóla hins vegar alla 1358 kílómetrana ein síns liðs.

Vætusamur undirbúningstími

Jón Óli segir undirbúninginn hafa gengið vel en hann byrjar um sex til átta mánuðum fyrir keppni. Hins vegar hafi veðrið ekki verið eins gott og síðustu ár en þetta er í þriðja skiptið sem hann tekur þátt og er hann því öllu búinn. Segir hann undirbúningstímann hafa verið sérstaklega vætusamann í ár. Árið 2015 tók hann í fyrsta skipti þátt og komst þá ekki lengra en að Mývatni. Árið 2016 tók hann aftur þátt en þurfti aftur að hætta keppni fyrr.

Í einstaklingskeppninni hjóla keppendur hringinn í kring um landið á 84 klukkutímum. Segir Jón Óli það vera mjög mismunandi hvernig keppendur skipuleggi ferðina. Sumir taka styttri túra og fleiri pásur á meðan aðrir hjóla lengur í einu og hvíla svo. 

„Við erum með þrjú hjólaplön í gangi. Við byrjum á einu plani og svo sjáum við hvernig gengur, tímalega og hvar við erum staddir. Svo tökum við stöðuna [...] hvort við séum á áætlun eða ekki og tökum svo kannski næsta plan og svona koll af kolli,“ segir Jón Óli.

Einn í liði 

Þrátt fyrir að sjá alfarið um að hjóla leiðina er hann með sterkt lið að baki sér auk styrktaraðila. „Ég hugsa um að hjóla,“ segir Jón „þeir eru með hjólaplan, matarplan og hugsa alfarið um að láta mig drekka og borða. Þar sem við stoppum í lengri tíma fæ ég kannski aðeins meira að borða en inn á milli.“ Liðið sér einnig um að taka ákvarðanir um hvort haldið sé áfram eða ekki, þeir sjá mestu breytingarnar á líðan keppanda og taka ákvarðanir út frá því.

„Maður er auðvitað mjög þrjóskur þegar kemur að því að hjóla og ekki í standi til þess að taka einhverjar ákvarðanir sjálfur.“ Segir hann það vera ástæðuna fyrir því að vera með þrjá góða menn með sér en það eru þeir Tómas Hilmar Ragnarz, Þór Bæring Ólafsson og Helgi Kjærnested sem fylgja honum í ár. Kalla þeir sig „Regus Team“ en auk þeirra eru að baki Jóni Óla styrktaraðilarnir Regus, Orange Project, Gaman ferðir, Götuhjól, Logo, Signa skiltagerð og Red Bull. 

Ljósmynd/Jón Óli Ólafsson.

Markmiðið að klára

Hann segir að markmiðið sé alltaf að klára en auðvitað sé margt á leiðinni sem getur truflað. Er það þá helst veðrið en það hefur mikil áhrif hvort það sé rigning, sem að hans sögn er einn mesti óvinurinn, eða mikill vindur. „Maður er alltaf bjartsýnn og alltaf með hugarfarið að klára. En það verður að koma í ljós. Númer eitt, tvö og þrjú er að klára“ segir hann að lokum.

Hægt er að fylgjast með ævintýrum Jóns Óla á Facebook og á heimasíðu WOW Cyclothon auk þess sem bein útsending er frá keppninni á stöð 0 í Sjónvarpi Símans. 

mbl.is

Innlent »

Enski boltinn rýfur heimilisfriðinn

18:59 Leikdeild Eflingar býður þetta árið upp á gamansöngleikinn Stöngin inn eftir Ólafsfirðinginn Guðmund Ólafsson. Sögusviðið er lítið sjávarþorp þar sem konur ákveða að setja eiginmenn sína út í kuldann vegna áhuga þeirra á enska boltanum. Meira »

Cooper ásamt 60 minutes á Íslandi

18:58 Bandaríski fréttamaðurinn Anderson Cooper er staddur á Íslandi ásamt fylgdarliði frá sjónvarpsstöðinni CBS. Fram kemur á vef Víkurfrétta að Cooper, sem er fréttamaður CNN og 60 Minutes, hafi tekið viðtal á viðtal á Diamond Suites-hótelinu. Meira »

Ferjuðu kindurnar á gúmmíbát

17:38 Nóttin var stormasöm hjá Bergljótu Rist, eigandi hestaleigunnar Íslenski hesturinn í Fjárborg á Hólmsheiði í útjaðri borgarinnar. Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu ásamt björg­un­ar­sveit bjargaði tug­um dýra í hestaleigunnar í nótt eftir að flætt hafði inn í hest­hús og fjár­hús. Meira »

Betra útlit til ferðalaga

17:21 Nokkur straumhvörf eru að verða með veðrinu í dag að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. Upp frá þessu mun veðrið róast og í stað vetrarlægða í runum tekur við letilegt háþrýstisvæði. Engu að síður má til morguns búast við éljum á fjallvegum og eins frystir í bjartviðri ansi víða í nótt. Meira »

Tók u-beygju í lífinu

17:15 „Við erum miklir vinir og erum í reglulegu sambandi,“ segir Magnús G. Sigurðsson þroskaþjálfi um félaga sinn Kristján sem hann kynntist fyrir 13 árum þegar hann hóf störf í íbúðakjarnanum Skipholti. Hann tók u-beygju í lífinu eftir að hann kynntist starfi með fötluðum, hætti sem rafvirki og fór í þroskaþjálfanám. Meira »

Hræðist pólitíska tengingu Eflingar

16:02 Ingvar Halldórsson, oddviti A-listans í kosningu til stjórnar Eflingar, segir mjög óeðlilegt hvernig formenn annarra stéttarfélaga og stjórnmálaöfl hafi beitt sér í kosningabaráttunni. Hann vill Eflingu áfram innan ASÍ og segist hafa áhyggjur ef félagið verði beintengt pólitík. Meira »

Framboðslisti Miðflokksins í Reykjavík kynntur

15:19 Stjórn Miðflokksfélags Reykjavíkur kynnti í dag 11 efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Vigdís Hauksdóttir skipar efsta sætið, Vilborg Hansen annað og Baldur Borgþórsson það þriðja. Meira »

Rökkvi þefaði upp 100 gr. af kannabis

15:54 Síðdegis í gær var maður handtekinn þegar hann var að koma með Herjólfi til Vestmannaeyja en í fórum hans fundust um 100 gr. af kannabis. Þetta er annað málið á einni viku þar sem nokkuð magn fíkniefna finnst á farþega sem er að koma til Eyja. Meira »

Þrír fluttir á slysadeild eftir bílslys

15:15 Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að bíll ók á ljósastaur á Hafnarfjarðarvegi skammt frá Hamraborg í Kópavogi rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Tveir bílar úr gagnstæðri átt rákust saman með þeim afleiðingum að annar endaði á ljósastaurnum. Ekki er vitað um líðan þremenninganna. Meira »

Listi Samfylkingar og óháðra klár

14:35 Framboðslisti Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var samþykktur með lófataki á félagsfundi í dag. Meira »

Snappari í aðalhlutverki

14:22 Einn vinsælasti snappari landsins, Hjálmar Örn Jóhannsson, er kominn á hvíta tjaldið. Grínmyndin Fullir vasar var frumsýnd á föstudag, og leikur Hjálmar aðalhlutverkið. Hann trúir að fólk geti látið drauma sína rætast ef það hefur jákvæðni að leiðarljósi. Meira »

Íslendingar uppræti úrelt viðhorf

14:11 Rektor Háskóla Íslands sagði við brautskráningu 437 kandídata í dag að Íslendingar þyrftu að uppræta úrelt viðhorf, mannskemmandi venjur og þá valdníðslu sem afhjúpuð hefði verið á undanförnum mánuðum í samskiptum kynjanna. Meira »

Neyðarlúgur opnar vegna úrkomu

13:11 Neyðarlúgur skólphreinsistöðva borgarinnar hafa sumar hverjar verið opnar með hléum síðasta sólarhringinn. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Veitna, er ástæðan mikil úrkoma síðasta sólarhringinn og tilheyrandi álag á fráveitukerfinu. Meira »

Áslaug Arna gefur ekki kost á sér

12:20 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem hefur verið starfandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gefur ekki kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundi flokksins í mars. Meira »

Tóku þátt í rafrænni kosningu VG

11:20 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, og Líf Magneudóttir borgarfulltrúi tóku þátt í rafrænni kosningu hjá VG í Reykjavík á skrifstofu flokksins við Túngötu í morgun. Meira »

Rigndi fyrir hálfan mánuð í gær

12:48 Mest úrkoma á landinu í nótt var í Reykjavík. Á sólarhring, frá klukkan 9 í gærmorgun til 9 í morgun, mældist 33,3 millimetra úrkoma í borginni. Er það nær helmingur meðalúrkomu í febrúarmánuði, en hún er um 72 millimetrar í Reykjavík. Meira »

Beltagrafa til bjargar báti á Hólmavík

11:51 Björgunarsveit var ræst út á Hólmavík á þriðja tímanum í nótt vegna báts sem losnað hafði frá bryggju. Báturinn, sem er 58 ára gamall togbátur, ber nafnið FÖNIX ST-177 en hann vegur um 190 tonn og er úr stáli. Meira »

Listi Samfylkingarinnar samþykktur

10:59 Framboðslisti Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor var samþykktur samhljóða og með lófataki á fundi á Hótel Natura í morgun. Meira »
Er kominn tími á framkvæmdir?
Múrari: Lögg. múraramei... og málari geta bætt við sig verkefnum, múrverk, flísa...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur ramma hf. aðalfundur ra
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Ramma hf. ...