Hafa tjáð sig í yfirheyrslum

Frá vettvangi í Mosfellsdal.
Frá vettvangi í Mosfellsdal. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana miðvikudagskvöldið 7. júní hafa verið samvinnufúsir í yfirheyrslum að einhverju leyti. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald, en núgildandi varðhald gildir til 23. júní. 

Fyrir nokkrum dögum var fjór­um þeirra sem setið hafa í gæslu­v­arðhaldi sleppt en tveir eru enn í haldi lögreglu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu gætu upplýsingar um banamein legið fyrir í þessar viku þegar niðurstöður úr blóðrannsóknum berast.   

Þá er ekki búið komast til botns í því hver ásetningur mannanna hafi verið, þ.e. hvort þeir hafi ætlað að bana manninum eða ekki. Spurður hvort mennirnir hefðu verið samvinnufúsir svaraði Ævar Pálmi Pálmason lögreglufulltrúi:

„Þeir hafa verið að tjá sig í yfirheyrslum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert