Nauðgun kærð til lögreglunnar á NA-landi

Ein nauðgunarkæra barst lögreglunni á Norðurlandi eystra í liðinni viku.
Ein nauðgunarkæra barst lögreglunni á Norðurlandi eystra í liðinni viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nauðgun var kærð til lögreglunnar á Norðurlandi eystra í liðinni viku. Þetta hefur fréttastofa RÚV eftir upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri.

Bíladagar fóru fram á Akureyri í liðinni viku og tók lögreglan yfir hundrað ökumenn fyrir of hraðan akstur á meðan Bíladagar stóðu yfir. Lögreglan í umdæminu sinnti um 400 málum í vikunni er Bíladagar fóru fram. 

„En heilt yfir gekk þetta vel,“ segir Kristján Kristjánsson, yfirlögreglumaður á Akureyri, í samtali við fréttastofu RÚV. „Þó var eitt kynferðisbrotamál sem kom upp og það er náttúrulega einu máli of mikið.“

Maðurinn sem var handtekinn vegna nauðgunarinnar var yfirheyrður en var sleppt að henni lokinni. Málið er nú í rannsókn.

Alls voru 106 ökumenn stöðvaðir vegna hraðaksturs í vikunni, fjórir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og sjö fyrir ölvunarakstur að því er segir í frétt Rúv. Þá voru sex voru teknir með fíkniefni í fórum sínum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert