Salerni í Dyrhólaey stendur autt

Salernisbygging í Dyrhólaey
Salernisbygging í Dyrhólaey Ljósmynd/Þórir Níels Kjartansson

Salernisbygging í Dyrhólaey, sem komið var upp í mars síðastliðnum, stendur auð. Upphaflega var ráðgert að húsið yrði tekið í notkun síðasta sumar en uppsetningin tafðist nokkuð. Nú er húsið hins vegar komin á sinn stað en allt harðlæst. Bryndís Fanney Harðardóttir, formaður skipulagsnefndar Mýrdalshrepps, er ósátt við stöðu mála. „Það hefur ekkert gerst í einn og hálfan mánuð.“

Verið er að færa bílaplanið á svæðinu að nýja salerninu en framkvæmdin hefur verið sett á ís vegna fuglavarps og verður fram haldið síðla sumars að varpi loknu. „Það er eins og andskotinn hafi gengið frá þessu,“ segir Bryndís. Framkvæmdin sé góð en það þurfi að ljúka verkinu.

Dyrhólaey er friðland og málefni hennar á könnu Umhverfisstofnunar. Þar fengust þau svör að ekki væri hægt að opna salernin því enginn fyndist til að hafa umsjón með þeim. Þá á einnig eftir að ganga frá pípulögnum á svæðinu.

„Það er mjög erfitt að fá iðnaðarmenn, sérstaklega pípara,“ segir Hákon Ásgeirsson hjá Umhverfisstofnun. Hann segist ekki þora að fullyrða hvenær hægt verði að opna salernin en vonast til að það verði sem fyrst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert