Segja Ísland sterkt í þróunarsamvinnu

Fundurinn var haldinn í Safnahúsinu sem áður nefndist Þjóðmenningarhúsið.
Fundurinn var haldinn í Safnahúsinu sem áður nefndist Þjóðmenningarhúsið. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Ísland er á margan hátt framarlega í alþjóðlegri þróunarsamvinnu, sérstaklega þegar kemur að jafnréttismálum og samstarfi við jarðorkufyrirtæki, en auka mætti framlög sem hlutfall af landsframleiðslu til þróunarsamvinnu. Þetta kemur fram jafningjarýni um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. 

Niðurstöður skýrslunnar voru kynntar í Safnahúsinu á Hverfisgötu í dag. Um er að ræða rýni sem unnin hefur verið síðustu misserin á vegum Þróunarsamvinnunefndar OECD, DAC-nefndarinnar. Þar héldu erindi Charlotte Petri Gornitzka, formaður DAC nefndarinnar, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. 

„Við viljum frá sjónarhorn þeirra sem þekkja best til og ég held að auðvelt sé að fullyrða að þetta séu góðar niðurstöður fyrir okkur. Það breytir því samt ekki að það er mikið af góðum ábendingum og við tökum þeim öllum alvarlega,“ segir Guðlaugur Þór.

Nefnt er í skýrslunni að einn helsti styrkleiki Íslands sé miðlun þekkingar um jarðorku í verkefnum í Austur-Afríku þar sem stefnt er að því að bæta við 200 megavöttum á næstu sjö til fimmtán árum. Verkefnin séu unnin í vel heppnuðu samstarfi við einkaaðila og segir í skýrslunni að færa megi þessi nálgun á önnur svið. 

Guðlaugur Þór utanríkisráðherra hélt stutta tölu á fundinum og stóð ...
Guðlaugur Þór utanríkisráðherra hélt stutta tölu á fundinum og stóð síðan fyrir svörum. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Þá er ekki síður talið til kosta að hlutfall þróunaraðstoðar Íslands sem tekur mið af jafnrétti kynjanna sé langt yfir meðtali OECD-ríkjanna, eða 80% í samanburði við 35%. 

„Þetta er eitt af því sem nær þvert yfir alla okkar aðstoð, við leggjum mikla áherslu á jafnréttismálin. Það er málaflokkur sem við erum framarlega í og við kvikum ekki neitt frá þeirri stefnu,“ segir Guðlaugur Þór. 

Hagvöxtur hylur aukninguna

Í skýrslunni er bent á sumt sem betur mætti fara. Áhersla er lögð á að Ísland hafi burði til að auka framlög sem hlutfall af landsframleiðslu til þróunaraðstoðar, sérstaklega í ljósi hagvaxtar síðustu ára, en eins og mál standa er Ísland ekki á leið með að ná markmiði OECD-landanna sem nemur 0,7% af landsframleiðslu.

Guðlaugur Þór segir að stefnt sé að því að framlögin nemi um 0,6% á árunum 2018-2021 og að óvenjuhár hagvöxtur hylji krónutöluaukninguna sem hefur orðið á síðustu árum. 

„Við höfum verið að auka þetta mikið í krónum talið, á örfáum árum hafa framlögin farið úr þremur milljörðum í sjö milljarða. Öll utanríkisþjónustan er í kringum tólf eða þrettán milljarðar þannig að þróunaraðstoðin er í kringum 40% af utanríkisþjónustunni og verður samkvæmt áætlunum 45%,“ segir Guðlaugur Þór. „Þó að við bætum í þá þurfum við að gera það verulega til að halda í sama hlutfall.“

Hann bætir við að þegar komi að ríkisfjármálum sé auðvelt að ná samstöðu um að bæta í en erfiðara að ná samstöðu um hvaðan eigi að taka. 

Charlotte Petri Gornitzka fjallaði í stuttu máli um yfirgripsmiklu skýrsluna.
Charlotte Petri Gornitzka fjallaði í stuttu máli um yfirgripsmiklu skýrsluna. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Í sambandi við Grænlendinga

Greint var frá því á mbl.is í gær að íslensk stjórn­völd hefðu boðið Græn­lend­ing­um aðstoð vegna jarðskjálft­ans og flóðbylgj­unn­ar sem skall á byggðinni Nu­uga­atsiaq í Uummann­aq-firðinum í nótt. Spurður um stöðu mála segir Guðlaugur að á næstu dögum komi í ljós með hvaða hætti aðstoðin verði. 

„Embættismenn okkar eru í sambandi við þeirra fólk. Það kemur í ljós á næstu dögum hvernig málið mun þróast.“

mbl.is

Innlent »

Enski boltinn rýfur heimilisfriðinn

18:59 Leikdeild Eflingar býður þetta árið upp á gamansöngleikinn Stöngin inn eftir Ólafsfirðinginn Guðmund Ólafsson. Sögusviðið er lítið sjávarþorp þar sem konur ákveða að setja eiginmenn sína út í kuldann vegna áhuga þeirra á enska boltanum. Meira »

Cooper ásamt 60 minutes á Íslandi

18:58 Bandaríski fréttamaðurinn Anderson Cooper er staddur á Íslandi ásamt fylgdarliði frá sjónvarpsstöðinni CBS. Fram kemur á vef Víkurfrétta að Cooper, sem er fréttamaður CNN og 60 Minutes, hafi tekið viðtal á viðtal á Diamond Suites-hótelinu. Meira »

Ferjuðu kindurnar á gúmmíbát

17:38 Nóttin var stormasöm hjá Bergljótu Rist, eigandi hestaleigunnar Íslenski hesturinn í Fjárborg á Hólmsheiði í útjaðri borgarinnar. Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu ásamt björg­un­ar­sveit bjargaði tug­um dýra í hestaleigunnar í nótt eftir að flætt hafði inn í hest­hús og fjár­hús. Meira »

Betra útlit til ferðalaga

17:21 Nokkur straumhvörf eru að verða með veðrinu í dag að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. Upp frá þessu mun veðrið róast og í stað vetrarlægða í runum tekur við letilegt háþrýstisvæði. Engu að síður má til morguns búast við éljum á fjallvegum og eins frystir í bjartviðri ansi víða í nótt. Meira »

Tók u-beygju í lífinu

17:15 „Við erum miklir vinir og erum í reglulegu sambandi,“ segir Magnús G. Sigurðsson þroskaþjálfi um félaga sinn Kristján sem hann kynntist fyrir 13 árum þegar hann hóf störf í íbúðakjarnanum Skipholti. Hann tók u-beygju í lífinu eftir að hann kynntist starfi með fötluðum, hætti sem rafvirki og fór í þroskaþjálfanám. Meira »

Hræðist pólitíska tengingu Eflingar

16:02 Ingvar Halldórsson, oddviti A-listans í kosningu til stjórnar Eflingar, segir mjög óeðlilegt hvernig formenn annarra stéttarfélaga og stjórnmálaöfl hafi beitt sér í kosningabaráttunni. Hann vill Eflingu áfram innan ASÍ og segist hafa áhyggjur ef félagið verði beintengt pólitík. Meira »

Framboðslisti Miðflokksins í Reykjavík kynntur

15:19 Stjórn Miðflokksfélags Reykjavíkur kynnti í dag 11 efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Vigdís Hauksdóttir skipar efsta sætið, Vilborg Hansen annað og Baldur Borgþórsson það þriðja. Meira »

Rökkvi þefaði upp 100 gr. af kannabis

15:54 Síðdegis í gær var maður handtekinn þegar hann var að koma með Herjólfi til Vestmannaeyja en í fórum hans fundust um 100 gr. af kannabis. Þetta er annað málið á einni viku þar sem nokkuð magn fíkniefna finnst á farþega sem er að koma til Eyja. Meira »

Þrír fluttir á slysadeild eftir bílslys

15:15 Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að bíll ók á ljósastaur á Hafnarfjarðarvegi skammt frá Hamraborg í Kópavogi rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Tveir bílar úr gagnstæðri átt rákust saman með þeim afleiðingum að annar endaði á ljósastaurnum. Ekki er vitað um líðan þremenninganna. Meira »

Listi Samfylkingar og óháðra klár

14:35 Framboðslisti Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var samþykktur með lófataki á félagsfundi í dag. Meira »

Snappari í aðalhlutverki

14:22 Einn vinsælasti snappari landsins, Hjálmar Örn Jóhannsson, er kominn á hvíta tjaldið. Grínmyndin Fullir vasar var frumsýnd á föstudag, og leikur Hjálmar aðalhlutverkið. Hann trúir að fólk geti látið drauma sína rætast ef það hefur jákvæðni að leiðarljósi. Meira »

Íslendingar uppræti úrelt viðhorf

14:11 Rektor Háskóla Íslands sagði við brautskráningu 437 kandídata í dag að Íslendingar þyrftu að uppræta úrelt viðhorf, mannskemmandi venjur og þá valdníðslu sem afhjúpuð hefði verið á undanförnum mánuðum í samskiptum kynjanna. Meira »

Neyðarlúgur opnar vegna úrkomu

13:11 Neyðarlúgur skólphreinsistöðva borgarinnar hafa sumar hverjar verið opnar með hléum síðasta sólarhringinn. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Veitna, er ástæðan mikil úrkoma síðasta sólarhringinn og tilheyrandi álag á fráveitukerfinu. Meira »

Áslaug Arna gefur ekki kost á sér

12:20 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem hefur verið starfandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gefur ekki kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundi flokksins í mars. Meira »

Tóku þátt í rafrænni kosningu VG

11:20 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, og Líf Magneudóttir borgarfulltrúi tóku þátt í rafrænni kosningu hjá VG í Reykjavík á skrifstofu flokksins við Túngötu í morgun. Meira »

Rigndi fyrir hálfan mánuð í gær

12:48 Mest úrkoma á landinu í nótt var í Reykjavík. Á sólarhring, frá klukkan 9 í gærmorgun til 9 í morgun, mældist 33,3 millimetra úrkoma í borginni. Er það nær helmingur meðalúrkomu í febrúarmánuði, en hún er um 72 millimetrar í Reykjavík. Meira »

Beltagrafa til bjargar báti á Hólmavík

11:51 Björgunarsveit var ræst út á Hólmavík á þriðja tímanum í nótt vegna báts sem losnað hafði frá bryggju. Báturinn, sem er 58 ára gamall togbátur, ber nafnið FÖNIX ST-177 en hann vegur um 190 tonn og er úr stáli. Meira »

Listi Samfylkingarinnar samþykktur

10:59 Framboðslisti Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor var samþykktur samhljóða og með lófataki á fundi á Hótel Natura í morgun. Meira »
Er kominn tími á framkvæmdir?
Múrari: Lögg. múraramei... og málari geta bætt við sig verkefnum, múrverk, flísa...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur ramma hf. aðalfundur ra
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Ramma hf. ...