Tíu milljóna króna greiðsla finnst ekki

Stórólfshvolskirkja við Hvolsvöll.
Stórólfshvolskirkja við Hvolsvöll. Sigurður Bogi Sævarsson

Byggingu kirkju á Hvolsvelli miðar ekkert vegna deilna sóknarnefndar og kirkjuráðs. Fé sem samþykkt var til byggingar kirkjunnar hefur ekki borist.

Berglind Hákonardóttir, gjaldkeri sóknarnefndar Stórólfshvolssóknar, segir að árið 2009 hafi sóknin fengið vilyrði fyrir fé úr jöfnunarsjóði sókna til undirbúnings kirkjubyggingar. Kirkjan á Hvolsvelli er lítil og almennur íbúafundur hafi samþykkt að byggja nýja kirkju.

„Árið 2010 samþykkti kirkjuráð að leggja 4,5 milljónir króna til undirbúnings og hönnunar kirkjunnar. Í framhaldinu var sótt um styrkveitingu úr jöfnunarsjóði. Kirkjuráð samþykkti 10 milljónir króna með greiðsluáætlun fyrir árið 2011. „Við fengum vilyrði fyrir 20 milljónum næstu fjögur ár með skilyrðum um gögn sem við áttum að skila. 10 milljón króna greiðslan barst aldrei og við höfum ekki fengið svör um það af hverju greiðslum var hætt. Þarfa-greining lá fyrir og öllum gögnum hafði verið skilað.

Eftir árið fengum við verktakamiða fyrir 10 milljónum sem við fengum aldrei.“

Þáverandi sóknarnefndarformaður fór með verktakamiðann á Biskupsstofu og skildi hann þar eftir. „Byggingarnefndin gafst að lokum upp og málið fór ekki lengra þar til Halldór Gunnarsson (fyrrverandi sóknarprestur í Holti) tók við sem formaður byggingarnefndar, en hann er mjög áhugasamur um byggingu nýrrar kirkju.“

Stórólfshvolssókn kærði til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar sem úrskurðaði sókninni í vil. Áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar sneri þeirri niðurstöðu við með þeim rökum að tilskilin gögn hefðu ekki borist, að sögn Berglindar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert