Undir áhrifum með tvö börn í bílnum

Lögreglan á Suðurnesjum þurfti um helgina að hafa afskipti af …
Lögreglan á Suðurnesjum þurfti um helgina að hafa afskipti af nokkrum sem flýttu sér um of. mbl.is/Hjörtur

Lögreglan á Suðurnesjum handtók mann í gærkvöldi vegna gruns um fíkniefnaakstur og í ljós kom að fimm ára gamall sonur mannsins var með í bílnum. Þá var annar fullorðinn farþegi í bílnum, sem var einnig grunaður um fíkniefnaneyslu, ásamt tveggja ára syni sínum. 

Lögregla tilkynnti barnaverndaryfirvöldum um atvikið. Alls voru átta ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur um helgina. Sá sem hraðast ók mældist á 107 km hraða þar sem hámarkshraði er 70 km. Ökumaðurinn hafði ekki náð 18 ára aldri og var barnaverndarnefnd því gert viðvart.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert