Útdeildu styrkjum í þágu jafnréttis

Styrkhafarnir og ráðherra í Hörpu í morgun.
Styrkhafarnir og ráðherra í Hörpu í morgun. Ljósmynd/velferðarráðuneytið

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, úthlutaði í dag tæpum 100 milljónum króna í styrki úr Jafnréttissjóði Íslands.  Veittir voru styrkir til 26 verkefna og rannsókna sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna.

Þetta kemur fram á heimasíðu velferðarráðuneytisins en styrkjaveitingin fór fram í Hörpu í morgun.

Fjárhæðir styrkja voru frá hálfri milljón króna upp í 9,5 milljónir króna til þess verkefnis sem hlaut hæsta styrkinn. Þau þrjú verkefni sem hlutu hæsta styrki eru eftirtalin:

Verkefni Guðrúnar Ingólfsdóttur um sjálfsmynd 19. aldar skáldkvenna og glímuna við hefðina sem hlaut 9,5 m.kr., verkefni Berglindar Rósar Magnúsdóttur um virkni, val og skyldur foreldra á íslenskum menntavegi: Samspil kyns og félagsstöðu, sem hlaut 9,0 milljónir króna og verkefni Írisar Ellenberger; Huldukonur: Hinsegin kynverund kvenna í íslenskum heimildum 1700 – 1960 sem hlaut 8,0 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert