Verið að vernda „vondu karlana“

Þórarinn óttast að Kauptúnssvæðið verði aftur leikvöllur „spólgæja“.
Þórarinn óttast að Kauptúnssvæðið verði aftur leikvöllur „spólgæja“. mbl.is/Árni Sæberg

Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, telur að breytingar á öryggismálum, sem verslunin neyddist til að gera í kjölfar nýlegs úrskurðar Persónuverndar komi til með að draga úr öryggi viðskiptavina og starfsfólks í versluninni. „Við teljum þetta veikja okkar stöðu. Það er í raun búið að draga úr okkur tennurnar í þessu samhengi. Við erum með miklu vægari úrræði núna,“ segir Þórarinn í samtali við mbl.is

Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að skrán­ing IKEA á bíl­núm­er­um viðskipta­vina sinna og jafn­framt skrán­ing á per­sónu­upp­lýs­ing­um þeirra sem eru á lista yfir þá sem fyr­ir­tækið tel­ur óæski­lega í versl­un­inni, brytu í bága við lög. Þá þurfi IKEA að breyta sjónsviði myndavélar á þaki verslunarhúsnæðisins, enda náði það út fyrir bílastæðið og inn á bílastæði annarra verslana í kring.

„Það er búið að slökkva á því kerfi sem mátti ekki vera í gangi, það er búið að færa sjónarhorn myndavéla og eyða listum sem máttu ekki vera til. Við höfum því gengið að öllum óskum Persónuverndar og lögmaður fyrirtækisins sendi upplýsingar um það í dag, sem og staðfestingu frá þriðja aðila, sem setti upp kerfin fyrir okkur,“ segir Þórarinn sem er langt frá því sáttur við þessar breytingar. „Það er ekkert hægt að deila við þennan dómara, nema með því að fara í dómsmál, og það er ekki stemning fyrir því hjá okkur. Það er líka óljóst hvernig þau fara.“

„Mjög spælandi“ að slökkva á myndavélum

Hann tekur fram að fyrirtækið hafi ekki nýtt sér upplýsingar um bílnúmer með neinum hætti, nema ef eitthvað kom upp á. „Við vorum ekki að telja hve oft einstaklingur kom í verslunina, eða eitthvað slíkt. Það var ekkert gert við þessi gögn nema ef eitthvað kom upp á. Það er alltaf gott að vera með upptökur.“ Umrædd myndavél tók upp umferð bíla við hringtorg, en öll umfærð inn á Kauptúnssvæðið fer um hring­torgið. Gat vélin greint bílnúmer í myrkri. Hún hefur nú verið gerð óvirk.

Þórarinn er allt annað en sáttur við úrskurð Persónuverndar, en ...
Þórarinn er allt annað en sáttur við úrskurð Persónuverndar, en segir þó ekki hægt að deila við dómarann. mbl.is/Kristinn Magnúsosn

„Eins vorum við með stóra myndavél á þaki hússins, sem myndaði allt bílastæðið okkar. Sjónsvið hennar náði hins vegar aðeins út fyrir bílastæðið, meðal annars inn á stæðið hjá Costco og Toyota. Þetta er bannað og okkur finnst það alveg skelfilegt. Það gerast alls konar hlutir á svona bílastæði. Kerrur geta runnið utan í bíla, ég tala nú ekki um eftir að Costco kom inn á svæðið með allar sínar stóru kerrur. Þá hafa komið upp atvik þar sem fólk hefur dottið og meitt sig og verið keyrt utan í bíla, þannig að þetta er mikið öryggisatriði.“

Þórarinn segir viðskiptavini IKEA, og jafnvel fleiri verslana í nágrenninu, hafa haft mikinn hag af staðsetningu myndavélanna. „Við höfum bæði geta séð hvað gerðist eða útilokað að eitthvað hafi gerst. Við höfum hins vegar ekki verið að vinna með þessi gögn, enda nennir ekki nokkur einasti maður að sitja og glápa á þennan skjá. Þetta er meira sagnfræðitæki ef það gerist eitthvað.“ Eftir breytingarnar fanga myndavélarnar mun umfangsminna svæði. „Það er mjög spælandi,“ segir Þórarinn.

 Gæti orðið leikvöllur „spólgæja“

„Okkur finnst líka mjög spes að mega ekki halda lista yfir aðila sem hafa gerst brotlegir í versluninni, sem hafa beitt ofbeldi, hótað fólki, og jafnvel unnið skemmdarverk. Við megum vísa þessu fólki út en þá þurfum við að þekkja það í sjón. Ég skil alveg að það þurfi að vernda persónuupplýsingar en mér finnst að það sé verið að vernda „vondu karlana“ fullmikið í þessu samhengi. Við erum að hugsa um öryggi bæði viðskiptavina og starfsmanna og að reyna að halda vöruverði eins langt niðri og hægt er, og það er fullíþyngjandi að geta ekki haldið utan um þjófa.“

Aðspurður hvort hann óttist að þeir einstaklingar sem voru á umræddum lista muni nýta sér það að hann er ekki lengur til, svarar Þórarinn því játandi. „Á endanum mun það gerast. Það er alveg ljóst. Ég hef líka miklar áhyggjur af því að Kauptúnssvæðið, sem er stórt og mikið, verði aftur leikvöllur fyrir spólgæja sem voru hérna í gamla daga. Við náðum að úthýsa þeim með öflugum myndavélum, enda gátum við sýnt lögreglunni upptökur af mönnum reykspólandi hérna á planinu, í ofsaakstri. Nú er það ekki lengur hægt.“

mbl.is

Innlent »

Megi móðga erlenda þjóðhöfðingja

16:47 Fjórir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa lagt fram lagafrumvarp þess efnis að ekki verði lengur refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum að móðga þjóðhöfðingja erlendra ríkja. Meira »

„Vonandi bara að deyja út“

16:25 Dregið hefur verulega úr tíðni jarðskjálftanna í kringum Grímsey frá því sem var í gær og enginn skjálfti yfir þremur að stærð hefur mælst síðan klukkan þrjú í nótt. Meira »

Flugfarþegar fylgist vel með veðri

16:11 Icelandair reiknar ekki með því að grípa til þess ráðs að flýta brottförum frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna vonskuveðurs, sem spáð er að muni ganga hratt yfir suðvesturhorn landsins í fyrramálið. Meira »

Berst gegn limlestingum á kynfærum kvenna

16:10 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifaði í dag undir endurnýjun á samningi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) um stuðning til fjögurra ára við verkefni sem hefur það að markmiði að útrýma limlestingu á kynfærum kvenna og stúlkna. Meira »

Yngri börn fari ekki ein í skóla

15:54 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hvetur foreldra og forráðamenn til að fylgjast vel með veðri og tilkynningum í fyrramálið. Búið er að hækka viðvörunarstig fyrir höfuðborgarsvæðið upp í appelsínugult vegna morgundagsins og því hefur svokölluð tilkynning 1 verið virkjuð. Meira »

„Gott að fá þessa brýningu“

15:53 „Þetta er mjög gott fyrir okkur að fá þessa brýningu og ég veit það að utanríkisráðherra hefur tekið upp málefni Jemens á alþjóðavettvangi en það er mjög mikilvægt fyrir okkur að heyra frá ykkur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir að hafa tekið við áskorun frá Vinum Jemens í dag. Meira »

Kjartan og Áslaug sett út í kuldann

15:16 Hvorki Kjartani Magnússyni né Áslaugu Maríu Friðriksdóttur var boðið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, samkvæmt heimildum mbl.is. Þeim mun hafa verið hafnað af kjörnefnd. Meira »

Varað við brennisteinsmengun

15:19 Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk í ferðaþjónustu, sem og einstaklinga í hálendisferðum, til þess að kynna sér mögulega hættu vegna íshellis í Blágnípujökli, suðvestur af Hofsjökli, sem verið hefur vinsæll á meðal ferðamanna á undanförnum vikum. Meira »

Umskurður drengja þegar refsiverður?

14:52 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hæstaréttarlögmaður, segir á Facebook-síðu sinni í dag að hann viti ekki til annars en að umskurður drengja sé þegar refsiverður hér á landi samkvæmt almennum hegningarlögum. Meira »

Yfir 3.000 umsóknir bárust

14:51 Alls bárust 3.176 umsóknir um hreindýraveiðileyfi fyrir árið 2018 en veiða má 1.450 dýr, 389 tarfa og 1.061 kú, þar af skulu 40 kýr veiddar í nóvember. Meira »

Farþegar mæti fyrr upp á flugstöð

14:44 WOW air hvetur farþega sem eiga bókað flug með félaginu í fyrramálið að mæta snemma upp á flugstöð þar sem flug muni taka fyrr af stað en upprunalega var áætlað. Félagið grípur til þessara ráðstafana vegna yfirvofandi óveðurs sem mun ganga yfir landið. Meira »

„Við erum að ræða almannahagsmuni“

14:28 „Ég hélt í augnablik að ég væri kominn aftur í Icesave-umræðuna þar sem menn stóðu og vöruðu við því að farið væri gegn alþjóðavaldinu eða gegn stórum ríkjum og svo framvegis. Háttvirtur þingmaður Óli Björn Kárason stóð og flutti nákvæmlega sömu ræðuna og hefði verið hægt að flytja í Icesave-umræðunni allri saman.“ Meira »

Felldu kjarasamning í annað sinn

13:09 Flugfreyjur hjá flugfélaginu WOW felldu kjarasamning við félagið í annað sinn á tæpum þremur mánuðum. Félagsmenn kusu um samninginn í gær. 54,5% sögðu nei, 44% sögðu já en 1,5% tók ekki afstöðu. Kjörsókn var 74% eða 360 af 486 félagsmönnum greiddu atkvæði. Meira »

Þessum vegum verður lokað

12:41 Á morgun má búast við því að fjöldi vega verði ófær og lokaður er „veðurhvellur“ fer yfir landið.  Meira »

Skylda Hörpu að sækja fjármunina

11:59 „Það eru þarna 35 milljónir sem hafa farið í þennan ágæta umboðsmann og hans fyrirtæki. Við verðum auðvitað að komast að því hvað varð um þessa fjármuni og ég trúi nú ekki öðru en að þetta greiðist til baka,“ segir Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður Hörpu. Meira »

Hildur Björnsdóttir í öðru sætinu

12:44 Hildur Björnsdóttir, lögfræðingur og fyrrverandi formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, skipar annað sæti lista uppstillingarnefndar Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, eru ekki á lista. Meira »

Farþegarnir loks á leið til Íslands

12:31 Flestir farþegar sem ætluðu með flugvél Icelandair frá París, höfuðborg Frakklands, til Reykjavíkur í hádeginu á sunnudaginn eru nú á leið til landsins samkvæmt heimildum mbl.is en áætluð koma flugvélarinnar til Keflavíkur er um tvöleytið í dag. Meira »

Gerðu tilraun til ráns á hóteli

11:45 Par ógnaði starfsmanni hótels með hnífi um miðnættið og reyndi að ræna af honum tölvu. Öskrandi maður barði heimili í miðbænum að utan í nótt. Þá var bíl ekið á móti umferð eftir Kringlumýrarbraut um miðja nótt. Meira »
Volkswagen, Vw Transporter 2017 4x4
Dísel 4x4 sjöþrepa sjálfsk, Webasto hitari, klæddur að innan afturí , Verð 4890,...
Eldtraustur skjalaskápur
Eldtraustur skjalaskápur / öryggisskápur frá Rosengrens með 4 útdraganlegum skúf...
Heimavík
...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...