70 tegundir af bjór í 40 feta dælu

40 feta kæli- og frystigámur eða heimsins stærsta bjórdæla?
40 feta kæli- og frystigámur eða heimsins stærsta bjórdæla? Ljósmynd/Ólafur William Hand

40 feta kæli- og frystigámur, sem breytt hefur verið í bjórdælu sem dælir allt að 70 bjórtegundum í einu, stendur nú við athafnasvæði Eimskips í Sundahöfn. Þar munu Samtök bjórframleiðenda í Maine í Bandaríkjunum standa fyrir bjórhátíð um helgina.

Gámurinn kom til landsins í gær með Skógarfossi, skipi Eimskips, frá Portland í Maine en þetta er í fyrsta skipti sem gámi sem þessum er breytt í bjórdælu að því er segir í tilkynningu frá Eimskip. Stefnt er að því að reyna að koma gámnum í heimsmetabók Guinness sem stærstu færanlegu bjórdælu heims.

Á bjórhátíðinni munu um 100 framleiðendur kynna vörur sínar en hægt er að kaupa miða á hátíðina, sem fer fram milli klukkan 14 og 18 á laugardaginn, á midi.is. 20 ára aldurstakmark er á viðburðinn og bílastæði verða í nágrenninu, en minna aðstandendur viðburðarins á að „eftir einn ei aki neinn“.

Yfir 75 bjórkrönum hefur verið komið fyrir í hlið gámsins.
Yfir 75 bjórkrönum hefur verið komið fyrir í hlið gámsins. Ljósmynd/Ólafur William Hand
Ljósmynd/Ólafur William Hand
Ljósmynd/Ólafur William Hand
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert