Dagur: Ný flugstöð verður færanleg

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Ný flugstöð í Vatnsmýrinni verður í færanlegum húsum. Þetta segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Þannig að það sé einfalt að flytja þau á nýjan stað,“ segir hann spurður út í yfirlýsingu Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra um að vonir standi til að framkvæmdir við nýja flugstöð í Vatnsmýrinni hefjist á næsta ári.

Að sögn Dags kemur þessi ákvörðun samgönguráðherra um uppbyggingu við flugvöllinn í Vatnsmýrinni ekki sérstaklega á óvart. „Þetta hefur legið fyrir síðan 2013. Þá var gert samkomulag milli ríkis og Reykjavíkurborgar um að það mætti bæta aðstöðu fyrir farþega í innanlandsfluginu og var skipulaginu breytt í þá veru,“ segir Dagur.

Reykjavíkurflugvöllur.
Reykjavíkurflugvöllur. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Að undanförnu hafa þó öll áform um uppbyggingu verið stopp, m.a. vegna þess að samkvæmt núverandi áætlunum borgarinnar verður flugbrautum vallarins lokað eftir fimm ár og sjö ár.

Í núgildandi samningi ríkis og borgar er gert ráð fyrir að ISAVIA reki nýju flugstöðina, að nýju byggingarnar verði færanlegar og að norður/suður-flugbrautinni verði lögð af árið 2022. Árni Gunn­ars­son framkvæmdastjóri Air Iceland Connect sagði í samtali við Morgunblaðið fyrr á árinu að innanlandsflugi verði sjálfhætt verði brautinni lokað þar sem innanlandsflug verði ekki rekið með einni braut. Árið 2024 er svo áformað að loka austur-vestur brautinni samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkurborgar.

Ekki áhyggjur af nálægð við vatnsverndarsvæði í Hvassahrauni

Dagur leggur ríka áherslu á að kostir flugvallar í Hvassahrauni verði fullkannaðir og að þeirri könnun verði komið í markvissari farveg. Vísar hann til þess að Rögnunefndin, sem starfaði á árunum 2013 til 2015, hafi sagt mikla samstöðu um flugvallarrekstur þar, hjá ríki og borg, flugrekstraraðilum og fulltrúum landsbyggðarinnar. „Í mínum huga er ekki eftir neinu að bíða með að setja það í markvissari farveg,“ segir Dagur. „Það hefur verið hik á ríkinu, að mínu mati.“

Uppbygging flugvallar í Hvassahrauni gæti hins vegar haft áhrif á helsta vatnsverndarsvæði Suðurnesja. Í samtali við Morgunblaðið í dag segir Björgólfur Jóhannesson, forstjóri Icelandair, að félagið hafi frá upphafi vitað það frá upphafi að vatnsvernd gæti reynst hindrun í vegi flugvallar í Hvassahrauni en félagið hefur undanfarið verið við prófanir í Hvassahrauni til að kanna möguleikann á að hafa flugvell í Hvassahrauni. Björgólfur segir að á endanum verði ákvörðunin um staðsetningu flugvallarins pólitísk. 

Staðsetning flugvallarins í Hvassahrauni yrði í mikilli nálægð við stærsta ...
Staðsetning flugvallarins í Hvassahrauni yrði í mikilli nálægð við stærsta vatnsverndarsvæði Suðurnesjamanna. mbl.is/Árni Sæberg

Dagur segir að flugvöllurinn yrði á fjarsvæði vatnsverndar „og það kemur fram í gögnum Rögnunefndar að þar sé um saltvatn að ræða,“ segir Dagur í samtali við mbl.is. „Sem væri hugsanlega hægt að nýta í fiskeldi eða eitthvað slíkt. En það er ekki um það að ræða að saltvatn verði notað til neyslu, hvorki á Suðurnesjum né annars staðar.“

Spurður hvort hann telji ekki að umhverfisspjöll kunni að verða við uppbyggingu flugvallar í Hvassahrauni, m.t.t. nálægðar við vatnsverndarsvæðið segist Dagur ekki telja svo vera. „Ekki nema eitthvað nýtt komi fram og það var eitt af því sem athygli var vakin á að fara þyrfti yfir,“ segir Dagur. „Það er eðlilegt að það þurfi að gera eins og í tengslum við allar aðrar framkvæmdir. Við endurbætur á Reykjanesbrautinni þarf að passa frágang en það útilokar ekki að þar, eða á Grindarvíkurvegi, verði gerðar endurbætur,“ segir Dagur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Áslaug flaug á raflínu og drapst

15:50 Heiðagæsin Áslaug, sem var ein fimm heiðargæsa sem fengu senditæki á Vesturöræfum í júlí í sumar, er nú öll. Áslaug drapst er hún flaug á raflínu í Skotlandi, eftir að hafa unað sér vel á vetrastöðvum sínum í Bretlandi. Meira »

Funduðu um fyrstu daga þingsins

15:27 „Við vorum bara að fara yfir næstu viku og hvernig við leggjum af stað eftir helgina,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, í samtali við mbl.is en hann fundaði í dag með formönnum þingflokkanna. Þingið kemur saman á mánudaginn að loknum jólaleyfi. Meira »

Auðveldar aðgengi íslenskra lækna að framhaldsmenntun í hjartalækningum

15:14 Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítala, og Frieder Braunschweig, yfirlæknir á sviði hjartalækninga á Karolinska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð, undirrituðu í dag samkomulag um víðtækt samstarf. Meira »

Bjóða ferðamönnum nýsteiktar kleinur

14:55 „Rakst á þessa flottu stráka úti við Gróttu áðan. Keypti af þeim heitt kakó og glóðvolga kleinu sem þeir steiktu á staðnum. Þeir smíðuðu vagninn sjálfir. Náðu að sprengja krúttskala dagsins hjá mér og þeim túristum sem voru á staðnum,“ segir Ragnheiður Valgarðsdóttir. Meira »

Miðflokkurinn undirbýr framboð

14:10 Miðflokksfélag Suðvesturkjördæmis var formlega stofnað í Glersalnum í Kópavogi í gærkvöldi. Gestir fundarins voru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Suðvesturkjördæmis. Meira »

Lögreglan lokaði verslunum The Viking

13:46 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri hefur lokað þremur verslunum The Viking að beiðni embættis tollstjóra.  Meira »

Segir eftirlit með lögreglu upp á punt

12:56 Garðar Steinn Ólafs­son, lögmaður tveggja ein­stak­linga í svo­kölluðu LÖKE-máli, segir að niðurstaða setts ríkissaksóknara í máli mannanna tveggja gegn Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, fyrrverandi aðallögfræðingi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sé í raun sú besta sem búast mátti við fyrir skjólstæðinga sína. Meira »

Ekki leyfa börnum að flýja óttann

13:06 „Eina leiðin til að ná stjórn á ótta er að mæta áreitinu og uppgötva að það er ekki eins hræðilegt og maður hélt,“ segir Urður Njarðvík, dósent við sálfræðideild Háskóla Íslands sem hélt í dag erindi um samspil kvíða og hegðunarvanda barna undir yfirskriftinni Er þetta ekki bara frekja? Meira »

Ragnhildur stefnir á 3.-4. sæti

12:51 Ragnhildur Jónsdóttir hagfræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Prófkjörið fer fram 20. janúar. Meira »

Skipa samráðshóp um að gera úrbætur

12:35 Ráðherranefnd um jafnréttismál ákvað á fundi sínum í morgun að að skipa samráðshóp um heildstæðar úrbætur er varðar kynferðislegt ofbeldi, en hópnum verður m.a. falið að fylgja eftir nýrri aðgerðaáætlun um úrbætur í meðferð kynferðisbrota. Meira »

Staðfestir niðurfellingu LÖKE-máls

12:33 Bogi Nilsson, settur ríkissaksóknari, hefur staðfest ákvörðun setts héraðssaksóknara í máli tveggja manna gegn Öldu Hrönn Jóhannesdóttur, fyrrverandi aðallögfræðingi hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Góðar niðurstöður vatnssýna

12:02 Staðfestar niðurstöður sýnatöku úr borholum Veitna á vatnstökusvæðinu í Heiðmörk koma vel út. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Meira »

Ný stjórn Pírata í Reykjavík

11:44 Kjörin var ný stjórn Pírata í Reykjavík á aðalfundi félagsins á dögunum. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, garðyrkjufræðingur og formaður NPA-miðstöðvarinnar, var kjörinn formaður. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Meira »

Verða ekki með varanlegt herlið

11:39 Þrátt fyrir að til standi að uppfæra aðstöðuna á Keflavíkurflugvelli svo hægt verði að þjónusta kafbátaleitarflugvélar af gerðinni P-8 Poseidon vegna aukinnar áherslu á Norður-Atlantshafið eru engin áform af hálfu Bandaríkjahers að varanlegt herlið verði hér á landi. Meira »

Frágangurinn ekki til fyrirmyndar

11:25 Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, gaf skýrslu við aðalmeðferð markaðsmisnotkunarmáls bankans í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, síðastur sakborninga. Hann neitaði sem fyrr þeim sökum sem á hann eru bornar, en hann er ákærður í öllum þremur ákæruliðum málsins. Meira »

Rannsaka lát fransks ferðamanns

11:42 Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú andlát fransks ferðamanns sem björgunarsveitarmenn fundu látinn í brattlendi við Sandfell í Öræfum um hádegisbil í gær. Ekki er talið að lát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti. Meira »

Kom fyrstur í mark á 5. keppnisdegi

11:30 Hans Kristján Guðmundsson, svifvængjaflugmaður, kom fyrstur í mark á 5. keppnisdegi á heimsbikarmótinu í svifvængjaflugi í Kólumbíu. Alls taka 120 keppendur þátt og þeirra á meðal eru bæði Evrópu- og heimsmeistarar. Keppt er nokkra daga og hófst mótið 9. janúar og lýkur 20. janúar. Meira »

Hún er ein af 325 í heiminum

11:20 Fjóla Röfn Garðarsdóttir er sérlega félagslynd þriggja ára stelpa sem bókstaflega „elskar fólk“, að sögn Ásdísar Gunnarsdóttur, móður hennar. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Fyrir bóndann á bóndadaginn
Fyrir bóndann á BÓNDADAGINN ARIZONA teg 00 51 701 í stærðum 36-48 á kr. 8.950,- ...
fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Skrifstofuherbergi til leigu
Atvinnuhúsnæði
Skrifstofuherbergi til leigu Til leigu...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...