Mörg börn glíma við geðrænan vanda

Ísland stendur vel að vígi í flestum mælingum UNICEF á ...
Ísland stendur vel að vígi í flestum mælingum UNICEF á stöðu barna í efnameiri ríkjum. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Tæpur fjórðungur íslenskra barna á aldrinum 11-15 ára upplifir tvö eða fleiri einkenni geðræns vanda oftar en einu sinni í viku. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF um stöðu barna í efnameiri ríkjum í ljósi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Ísland stendur vel að vígi í flestum mælingum, samkvæmt upplýsingum frá UNICEF. 

„Náðst hefur góður árangur við að auka jöfnuð meðal barnafjölskyldna, samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF um stöðu barna í efnameiri ríkjum í samhengi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Ísland stendur ekki jafnvel að vígi ef litið er til geðheilbrigði barna, menntunarárangurs eða umhverfisvitundar þeirra. Tæpur fjórðungur íslenskra barna á aldrinum 11-15 ára upplifir tvö eða fleiri einkenni geðræns vanda oftar en einu sinni í viku,“ segir í tilkynningu frá UNICEF.

Ísland í sjötta sæti

Á heildina litið er Ísland í sjötta sæti af 41 ríki Evrópsambandsins og OECD-ríkja yfir almenna stöðu barna en borin var saman staða barna í 41 efnamiklu ríki. Mestum árangri hefur Ísland náð í að tryggja markmið um aukinn jöfnuð og um frið, réttlæti og sterkar stofnanir. Verst stendur Ísland hvað varðar markmið um ábyrga neyslu og framleiðslu og ræður þar mestu mæling á umhverfisvitund barna, sem er undir meðallagi.

Á Íslandi búa tíu prósent barna við hlutfallslega fátækt, sem er annað lægsta hlutfallið sem mældist á eftir Danmörku. Þá búa 18 prósent barna við efnislegan skort, sem er fimmta lægsta hlutfallið. Undir heimsmarkmiði um að tryggja heilsu og velferð mælist Ísland í öðru sæti og má rekja þann góða árangur til þess hve vel hefur gengið að minnka áfengisneyslu ungmenna og fækkunar ótímabærra þungana. Aftur á móti er árangur við að tryggja geðheilbrigði barna aðeins í meðallagi, en 22,5 prósent barna á aldrinum 11-15 ára sögðust upplifa tvö eða fleiri einkenni geðræns vanda oftar en einu sinni í viku.

Fátækt og geðræn vandamál barna

Eitt af hverjum fimm börnum í efnameiri ríkjum býr við hlutfallslega fátækt og að meðaltali eitt af hverjum átta börnum býr við fæðuóöryggi. Þá upplifir um fjórðungur barna í efnameiri ríkjum geðræn vandamál oftar en einu sinni í viku. Þetta kemur fram í skýrslunni Building the Future: Children and the Sustainable Development Goals in Rich Countries sem UNICEF gaf út fyrir skemmstu.

Skýrslunni er ætlað að leggja mat á og bera saman stöðu barna í efnameiri ríkjum með hliðsjón af þeim heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem talin eru mikilvægust fyrir velferð þeirra. Skýrslan er sú fjórtánda í Report Card-rannsóknarritröð Innocenti-rannsóknarmiðstöðvar UNICEF sem mælir velferð barna í efnameiri ríkjum heims. 

UNICEF, verkefnastjórn um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, Hagstofa Íslands og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands standa fyrir opnum fundi um heimsmarkmiðin og stöðu barna á Íslandi í Öskju 132 í Háskóla Íslands í dag frá kl. 12.00 til 13.15.

Háar tekjur leiða ekki sjálfkrafa til bættrar stöðu barna

„Skýrslan undirstrikar að börn njóta ekki öll góðs af velgengni efnameiri ríkja,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, í tilkynningu.

„Háar meðaltekjur ríkja leiða ekki sjálfkrafa til bættrar stöðu allra barna. Ríkisstjórnir allra landa þurfa að beita sér fyrir því að draga úr misskiptingu og tryggja að heimsmarkmið um sjálfbæra þróun náist fyrir öll börn.“

Í skýrslunni er lögð áhersla á þau tíu heimsmarkmið sem eru talin mikilvægust fyrir velferð barna. Meðal þeirra er að binda enda á fátækt og hungur, tryggja heilbrigði og gæðamenntun og auka jöfnuð. Borin var saman staða barna í 41 efnamiklu ríki.

Töluverður munur er á velferð barna milli ríkja. Þó er ljóst að rými er til framfara í öllum ríkjum, þar sem ekkert þeirra mældist framarlega á öllum sviðum. Í ríkustu löndunum má sérstaklega nefna þær aðkallandi áskoranir sem felast í vaxandi ójöfnuði, geðrænum vandamálum barna og yfirþyngd.

Í ljósi niðurstaðna skýrslunnar kallar UNICEF eftir því að ekkert barn sé skilið eftir – meðaltöl á landsvísu hylja oft ójöfnuð og slæma stöðu þeirra sem verst eru settir. Þá er mikilvægt að vinna markvisst að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og staðsetja börn miðlægt í þeirri vinnu, því velferð barna er grundvallarforsenda þess að hægt sé að ná auknum jöfnuði og sjálfbærni. Auk þess er mikilvægt að betrumbæta gagnaöflun um stöðu barna, til að auðvelda samanburð og aðgerðir í þágu velferðar þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sigríður ráðin framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu

Í gær, 23:06 Sigríður Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu. Sigríður er fimmtug, með M.S.c í forystu og stjórnum frá háskólanum á Bifröst og hefur undanfarin ár starfað sem verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Meira »

Um 60 manns voru fastir í óveðri

Í gær, 22:48 Um 30 bílar voru fastir og lokuðu veginum frá Norðurbraut við Hvammstanga að Blönduósi í kvöld. Allir bílarnir eru lausir og vann Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga að því að losa bílana frá klukkan sex til níu í kvöld. Meira »

Tugir bíla hafa setið fastir í Víkurskarði

Í gær, 22:00 Tugir bíla hafa setið fastir í Víkurskarði vegna veðurs en að sögn lögreglunnar á Akureyri er búið að losa meirihluta þeirra. Meira »

Sex á slysadeild eftir árekstur

Í gær, 21:45 Sex voru fluttir á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á gatnamótum Snorrabrautar á Sæbrautar.  Meira »

Björgunarsveitir standa í ströngu

Í gær, 21:08 Björgunarsveitir á Norðurlandi hafa verið kallaðar út á þremur stöðum til að aðstoða vegfarendur í vanda. Um 20 bílar eru fastir við Víðigerði, þá sitja nokkrir bílar fastir í Víkurskarði en veginum var lokað vegna umferðaróhapps þegar flutningabíll þveraði veginn. Meira »

„Leiðinlegt þegar þetta fer svona“

Í gær, 20:55 „Það er auðvitað leitt þegar stór verkefni sem fjárfestar hafa sett fjármuni í fara svona,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um gjaldþrotabeiðni United Silicon. Meira »

Fyrsta málefnaþing Uppreisnar

Í gær, 20:22 Fyrsta málefnaþing Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, var haldið á laugardaginn. Hátt í þrjátíu Uppreisnarliðar hvaðanæva af landinu komu saman og mótuðu stefnu í fjölda málaflokka. Meira »

Funduðu vegna eldsvoðans

Í gær, 20:40 Viðbragðsaðilar á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu funduðu í dag með Orku náttúrunnar vegna eldsvoðans sem kom upp föstudaginn 12. janúar síðastliðinn. Fundurinn var haldinn af Brunavörnum Árnessýslu og voru viðstaddir fundinn fulltrúar Neyðarlínu, Landsbjargar, Brunavarna Árnessýslu, slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og Orku náttúrunnar. Meira »

Framtíðartekjur út um gluggann

Í gær, 20:09 Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, segir að framtíðartekjur bæjarins af United Silicon fari út um gluggann með gjaldþroti verksmiðjunnar. Meira »

Fljúga áfram til Akureyrar

Í gær, 20:05 Ferðaskrifstofan Super Break, sem um miðjan mánuðinn hóf beint flug frá Bretlandi til Akureyrar, mun halda áfram að fljúga norður. Tveimur flugvélum af þremur á vegum ferðaskrifstofunnar var snúið til Keflavíkur í síðustu viku vegna þess að ekki var hægt að lenda á Akureyri. Meira »

Víkurskarð er lokað

Í gær, 19:34 Vegurinn um Víkurskarð er enn lokaður eftir að flutningabíll þveraði veginn fyrr í dag. Unnið er að opnun vegarins að nýju og fastlega er reiknað með að hann verði opnaður í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Meira »

Kjördæmafélag Miðflokksins stofnað

Í gær, 19:08 Kjördæmafélag Miðflokksins í Reykjavík, Miðflokksfélag Reykjavíkur, verður stofnað á fundi í Rúgbrauðsgerðinni í kvöld.  Meira »

Sundlaug og menningarmiðstöð í Úlfarsárdal boðin út

Í gær, 19:07 Sundlaug og menningarmiðstöð í Úlfarsárdal verður boðin út. Þetta var samþykkt á síðasta fundi borgarráðs, að heimila umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að bjóða út áframhaldandi framkvæmdir á skóla- og íþróttamannvirkjum í Úlfarsárdal. Meira »

„Við erum að tala um skelfingu“

Í gær, 18:27 „Það ríkir ógnarástand úti í samfélaginu í dag,“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, í leiðtogaumræðum á Alþingi.  Meira »

Slökkt í glæðum United Silicon

Í gær, 18:15 Grunur um refsiverða háttsemi; stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. Verksmiðjuhús sem risu í engu samræmi við deiliskipulag og teikningar. Lyktarmengun og reykur allt frá fyrstu dögum starfseminnar. Eldur kom ítrekað upp. Stutt saga kísilvers United Silicon í Helguvík er fordæmalaus. Meira »

Vegan er barátta gegn ofbeldi

Í gær, 18:32 „Veganismi er lífsstíll þar sem leitast er við að útiloka og forðast eftir fremsta megni hagnýtingu á og ofbeldi gagnvart dýrum,“ sagði Birkir Steinn Erlingsson sem lifir samkvæmt vegan lífsstílnum. Meira »

„Fullmikil túlkun“ á viðvörunum

Í gær, 18:20 „Þetta er fullmikil túlkun á þessu. Þetta eru tölvupóstar sem mér bárust aldrei enda var ég ekki í þessum samskiptum,“ segir dómsmálaráðherra spurð hvort sérfræðingar hafi varað hana við að ef hún ætlaði að breyta út af lista hæfn­is­nefnd­ar um dóm­ara við Lands­rétt þyrfti hún að leggja sjálf­stætt mat á alla um­sækj­end­ur. Meira »

Stjórnarskráin verði endurskoðuð

Í gær, 18:01 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti í dag formönnum þeirra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi tillögu að fyrirkomulagi stjórnarskrárvinnu á komandi kjörtímabili. Hún byggist á þeirri framtíðarsýn að núgildandi stjórnarskrá verði endurskoðuð í heild á þessu og næsta kjörtímabili. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Von og bjargir, Grensásvegi 14 bakhús
Von og bjargir, góðgerðarsamtök hafa um árabil rekið nytjamarkað og er staðsett ...
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í Strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi,raf...
 
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...
Endurskoðun aðalskipulags
Tilkynningar
Endurskoðun aðalskipulags Akraness Alm...
Byggðakvóti
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggða...
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...