CCP marði sigur í B-keppni

Lið CCP varð fyrst í mark í B-keppni liða í ...
Lið CCP varð fyrst í mark í B-keppni liða í WOW Cylot­hon hjól­reiðakeppn­inni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lið CCP varð fyrst í mark í B-keppni liða í WOW Cyclot­hon hjólreiðakeppninni en lið Zwift var um mínútu á eftir CCP í mark. 

Bætt við klukkan 8:12 - þrjú lið til viðbótar voru að koma í mark, lið TRI & Cube, Whale Safari og Orka.

Birgir Már Ragnarsson, úr liði CCP, segir liðin hafa verið í mikilli samvinnu alla keppnina og eiga þau því velgengninni að þakka. „Við vorum vel skipulagðir.“ Ingvar Ómasson, annar liðsmanna CCP segir það vera óvengjulegt að tvö lið séu samferða á endasprettinum. Yfirleitt sé það eitt lið sem er hjólar eitt síns liðs mestallt suðurlandið. 

Það var ekki fyrr en þá sem þeir ákváðu að allir samningar um samvinnu féllu úr gildi og að nú myndu þeir keppa sín á milli um fyrsta sætið. „Síðasta klukkutímann var þetta eins og í venjulegri götuhjólakeppni sem er 18 sinnum styttri,“ segir Ingvar. 

B-flokk­ur er fjöl­menn­asti flokk­ur keppn­inn­ar þar sem 1.100 hjól­reiðamenn taka þátt en í þriðja til fjórða sæti eru liðin Team Orka og Team TRI & Cube. Búast má við þeim í mark um áttaleytið.

WOW Cyclothon er einstakur viðburður og tækifæri til að upplifa eitthvað alveg nýtt. WOW Cyclothon sameinar stórbrotna náttúru Íslands, keppni, samkennd, þrautseigju og liðsvinnu á ótrúlegan hátt.

Birgir Már þakkar sigurinn frábæru liði og góðum liðsmönnum en CCP tók einnig þátt í keppninni í fyrra með góðum árangri. Með sigrinum sé langþráður draumur orðinn að veruleika. 

Í WOW Cyclothon er hægt að skrá sig til leiks í þremur flokkum. A-flokkur 4ra manna liða, B-flokkur 10 manna liða og einstaklingsflokkur. Auk þess er sérflokkur fyrir lið Hjólakrafts sem heldur utan um yngstu keppendur WOW Cyclothon.

Keppendur í WOW Cyclothon eru ekki einungis að keppast við að verða fyrstir til að hjóla hringinn heldur fer fram áheitasöfnun þeirra á milli þar sem lið keppast við að safna sem flestum áheitum til styrktar góðu málefni.

Lið CCP hefur einnig safnað mestu í keppni B-liða (tæplega 1,1 milljón króna) en liðsmenn eru eftirtaldir:

Birgir Már Ragnarsson

Ingvar Ómarsson

Emil Þór Guðmundsson

Matija Ilic

Stefán Guðmundsson

Sigurður Stefánsson

Michael Hurley

Marino Sigurjonsson

Nathan Guerra

Ágúst Rúnar Steindórsson

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Liðsmenn CCP.
Liðsmenn CCP. Af Facebook
mbl.is

Innlent »

Ákærður fyrir hnífstunguárás

14:02 Saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur tvítugum karlmanni fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem átti sér stað í Kjarnaskógi árið 2016. Manninum er gert að hafa stungið annan mann tvisvar með þeim afleiðingum að slagæð og bláæð í læri fórnarlambsins fóru í sundur. Meira »

Nálgunarbann við eigið heimili staðfest

13:44 Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Vesturlands um að lögreglustjóranum á Vesturlandi hafi verið heimilt að vísa manni af heimili sínu á grundvelli laga um nálgunarbann. Meira »

Rán gefur kost á sér

13:37 Rán Reynisdóttir hársnyrtimeistari hefur gefið kost á sér til formennsku í Neytendasamtökunum.  Meira »

Beit og sparkaði í lögregluþjóna

12:52 Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir umferðalagabrot og brot gegn valdstjórninni, en hann er meðal annars ákærður fyrir að hafa bitið lögreglumann og í annað skiptið sparkað í þrjá lögreglumenn sem reyndu að handtaka manninn. Meira »

Ákærð fyrir 25,2 milljóna skattbrot

12:41 Kona á fimmtugsaldri hefur verið ákærð af embætti héraðssaksóknara fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Er hún ákærð fyrir 25,2 milljóna króna skattbrot, bæði fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda. Meira »

Eignir fyrir 490 milljónir kyrrsettar

12:07 Eignir þriggja liðsmanna Sigur Rósar upp á 490 milljónir verða áfram kyrrsettar upp í mögulega 800 milljóna skattaskuld þeirra. Staðfesti héraðsdómur í síðustu viku kyrrsetningu sýslumanns, en hún nær til fjölmargra fasteigna, faratækja og lausafjármuna. Meira »

Farbann yfir Sigurði staðfest

11:41 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sigurður Kristinsson skuli sæta farbanni til 6. september.  Meira »

Undir lögaldri á 151 km hraða

11:26 Lögreglan á Suðurnesjum hefur kært á annan tug ökumanna fyrir of hraðan akstur það sem af er viku. Sá sem hraðast ók mældist á 151 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Meira »

Umferðaróhapp á Reykjanesbraut

11:25 Draga þurfti tvær bifreiðar af vettvangi eftir umferðaróhapp á Reykjanesbraut í Hafnarfirði á áttunda tímanum í morgun. Fjórum bifreiðum hafði þá lent saman en ekki urðu slys á fólki. Meira »

Mætti bifreið á ofsahraða

11:16 Mildi þykir að ekki fór verr þegar ökumaður sem var á leið um Nesveg í vikunni mætti bifreið sem ekið var á ofsahraða.  Meira »

Enginn vafi um sjálfbærni veiðanna

10:58 Gísli Víkingsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, segir hvalveiðar Íslendinga vera sjálfbærar, enginn vafi leiki á því. „Þessir kvótar eru sjálfbærir, þeir eru mjög varfærnislega ákvarðaðir,“ segir Gísli. Meira »

Leita svara vegna morgunkorns

10:52 Fyrirtækin sem flytja morgunkorn og aðrar kornvörur frá Kelloggs, Quaker og General Mills til Íslands, segjast hafa haft samband við framleiðendur í morgun til þess að fá frekari upplýsingar vegna frétta um að mælst hefur efnið glýfosat í morgunkorni fyrirtækjanna í Bandaríkjunum. Meira »

Ráðherra efast um sjálfbærni hvalveiða

09:47 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, auðlinda- og umhverfisráðherra, segist ekki sannfærður um að hvalveiðar við Ísland séu sjálfbærar. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um hvort hann telji ástæðu til að endurskoða hvalveiðistefnu Íslendinga. Meira »

Sjálfstæðisfélag um fullveldismál tímabært?

09:31 Tímabært og nauðsynlegt kann að vera að stofna félag innan Sjálfstæðisflokksins um fullveldismál að mati Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins. Þetta kemur fram á vefsíðu hans. Meira »

Aukið lánsfé fyrir fleiri hópa

08:38 Stefano Stoppani, forstjóri Creditinfo, segir fleiri hópa samfélagsins nú geta fengið aðgang að lánsfé.  Meira »

6.261 hlotið ríkisborgararétt sl. tíu ár

08:33 6.261 erlendum ríkisborgara eða borgurum án ríkisfangs hefur verið veitt íslenskt ríkisfang undanfarin tíu ár. Rúmlega 72 prósent þeirra eru 18 ára og eldri. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna. Meira »

Liðum mismunað á grundvelli kyns

08:18 „Ég var búin að finna fyrir þessu á eigin skinni í öllum liðum sem ég hef æft með. Það er enn mikið um misrétti í knattspyrnu,“ segir Margrét Björg Ástvaldsdóttir, félagsfræðingur og knattspyrnukona, sem rannsakaði hvort og hvernig knattspyrnufélög mismuni kynjunum þegar umgjörð er annars vegar. Meira »

Vægi ferðaþjónustu ofmetið

08:08 Samtök ferðaþjónustunnar telja að vægi ferðaþjónustu á íslenskum vinnumarkaði kunni að vera verulega ofmetið í fyrri áætlunum. Þetta má lesa úr greiningu Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) sem byggir á nýjum ferðaþjónustureikningum Hagstofu Íslands. Meira »

Lúpínan hefur lokið hlutverki sínu

07:57 Lúpína hefur nýst Landgræðslunni vel sem landgræðslujurt á stórum sandsvæðum. Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, segir þó að áður hafi þurft að leggja í heilmikinn kostnað við að friða svæðin og binda sandinn.. Meira »