Kláraði keppni í fyrsta sinn

Jón Óli Ólafsson stóð sig vel í einstaklingskeppni WOW Cyclothon.
Jón Óli Ólafsson stóð sig vel í einstaklingskeppni WOW Cyclothon. Ljósmynd/Jón Óli Ólafsson.

Jón Óli Ólafsson hjólaði í gegnum endamarkið í WOW Cyclothon fyrr í dag eftir að hann neyddist til þess að hætta keppni vegna veðurs. Er þetta í þriðja skiptið sem hann tekur þátt í einstaklingsflokki. 

Í gær gaf keppnisstjórn frá sér tilkynningu um að þeir keppendur sem þá voru ekki komnir að Skaftafelli þurfi að hætta keppni vegna veðurs. Mikill stormur reið yfir austurland í gærkvöldi með vindhviðum allt að 35 metra á sekúndu. 

Jón Óli var einn þeirra sem þurfti að hætta keppni en allir þeir sem neyddust til þess hafa fengið það úrskurðað frá keppnisstjórn að þeir hafi lokið keppninni. Er þetta því í fyrsta sinn sem Jón Óli klárar keppnina en hann hefur í öll skiptin neyðst til þess að hætta áður en hann náði í endamark. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert