Í heimi eldfjalla og jarðhræringa

„Við viljum fá skynjunina af stað hjá fólki og láta það finna að það er nálægt öllum þessu sterku náttúruöflum,“ segir Hulda Kristjánsdóttir, rekstrarstjóri hjá Lava, um eldfjalla- og jarðsögusýninguna sem opnaði nýverið á Hvolsvelli.

mbl.is kom við á sýningunni fyrir skömmu sem er að stórum hluta gagnvirk en það voru fyr­ir­tækin Basalt Arkitektar og Gaga­rín sem sáu um fram­kvæmd­ina á henni. Höfundur er jarðfræðingurinn Ari Trausti Guðmundsson.

Auk þess að geta flett upp upplýsingum á stórum gagnvirkum veggjum, með myndum af helstu eldfjöllunum á Suðurlandi, er hægt að finna fyrir jarðskjálftum þar sem gólfið hristist undir manni og ganga í gegnum öskufall. 

Þá er hægt að hlusta á Sunnlendinga segja frá reynslu sinni af jarðhræringum. Markmiðið er að gestir fá góða tilfinningu fyrir kraftinum í íslenskri náttúru og þeir sem mbl.is ræddi við eftir að hafa skoðað sýninguna voru sammála um að það tækist vel.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert