Krefjast 44 milljóna í skaðabætur

Shelagh Donov­an lét lífið við Jök­uls­ár­lón í hörmu­legu slysi.
Shelagh Donov­an lét lífið við Jök­uls­ár­lón í hörmu­legu slysi. Ljósmynd/Michael Boyd

Fjölskylda Shelagh D. Donovan, sem lést er hún varð fyrir hjólabát við Jökulsárlón árið 2015, krefur skipstjórann sem stýrði bátnum samtals um tæpar 44 milljónir króna í skaðabætur vegna slyssins. Þetta kemur fram í ákæru á hendur manninum sem mbl.is hefur undir höndum, en það er lögreglustjórinn á Suðurlandi sem ákærir mann.

Fjölskyldan gerir einkaréttarkröfu í málinu, en maðurinn hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi og er þess krafist að hann verði dæmdur til refsingar, sviptingu ökuréttar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Verði maðurinn fundir sekur um manndráp af gáleysi gæti hann átt yfir höfði sér sex ára fangelsi.

Eignmaðurinn krefst þess að ákærði verði dæmdur til að greiða honum tæpar 26 milljónir íslenskra króna og jafnframt tæplega 52 þúsund kanadískra dollara. Þá gera þrjú börn þeirra hjóna, á aldrinum 20 til 27 ára, einnig hvert og eitt kröfu um skaðabætur af hálfu mannsins. Frá rúmum fjórum milljónum króna upp í fimm og hálfa milljón. 

Fjölskylda konunnar gerir einnig kröfu um að allur málskostnaður verði greiddur úr hendi ákærða.

Maðurinn starfar enn hjá fyrirtækinu og er með sömur réttindi …
Maðurinn starfar enn hjá fyrirtækinu og er með sömur réttindi og á slysdag. Ómar Óskarsson

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Austurlands í dag, en maðurinn er ákærður fyrir hegningar- og umferðarlagabrot með því „að hafa, síðdegis fimmtudaginn 27. ágúst, ekið hjólabátnum Jaka SF-2223, sem er þiljað farþegaskip, afturábak frá farþegapalli og um malarplan norðan við þjónustubygginguna við Jökulsárlón í sveitarfélaginu Hornafirði, án nægjanlegrar aðgæslu þannig að hjólabáturinn hafnaði á gangandi vegfarandanum, Shelagh D. Donovan, f 13. Febrúar 1956, sem féll við og lenti undir hægra afturhjóli ökutækisins með þeim afleiðingum að hún hlaut fjöláverka og lést nær samstundis.“

Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem kom út á föstudag, kom fram að maðurinn hafði ekki rétt­indi til stýra bátn­um. Þar seg­ir að bakk­mynda­vél, sem er í öll­um slík­um bát­um sem sigla á Jök­uls­ár­lóni, hafi verið biluð í bátn­um og svo hafi verið um nokk­urt skeið. Þá hafi hvorki skip­stjór­inn né ann­ar starfsmaður gengið úr skugga um að hættu­laust væri að aka aft­ur á bak.

Hjón­in voru í heim­sókn á Íslandi ásamt yngsta syni sín­um þegar slysið varð. Þau höfðu ferðast um með þyrlu og stóðu á plani við lónið og fylgd­ust með þyrlunni lenda þegar bátn­um var bakkað á þau. Son­ur­inn náði að stökkva frá bátn­um. Eiginmaður konunnar, Micahel Boyd, sagði í viðtali í kvöldfréttum RÚV í gær, að hann fyndi til með skipstjóranum, sem ók yfir konuna hans.

Fréttablaðið greindi frá því í dag að maðurinn starfar enn hjá ferðaþjónustufyrirtækinu sem gerir út bátinn og réttindi hans eru þau sömu og á slysdag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka