Falla frá 44 milljóna skaðabótakröfu

Fjölskylda hinnar kanadísku Shelagh D. Donovan sem lést þegar hún varð fyrir hjólabát við Jökulsárlón árið 2015 hefur fallið frá einkaréttarkröfu í máli gegn skipstjóranum sem stýrði bátnum.

Málið var þingfest í morgun og fram kemur á fréttavef RÚV að maðurinn hafi neitað sök í málinu. Þá fékk verjandi hans frest fram á haust til að leggja fram greinargerð í málinu. Samkvæmt frétt RÚV kom fram við þingfestinguna í morgun að tryggingafélag Jökulsárslóns ehf. hefði gert upp við ekkil konunnar. 

Í ákæru kom fram að fjölskyldan krefðist þess að maðurinn greiddi samtals um 44 milljónir króna í skaðabætur og allan málskostnað. mbl.is hefur fengið það staðfest að Héraðsdómi Austurlands barst bréf þess efnis í morgun.

Shelagh Donov­an lét lífið við Jök­uls­ár­lón í hörmu­legu slysi.
Shelagh Donov­an lét lífið við Jök­uls­ár­lón í hörmu­legu slysi. Ljósmynd/Michael Boyd

Frétt mbl.is: Krefjast 44 milljóna í skaðabætur

Lögreglustjórinn á Suðurlandi gaf út ákæru á hendur manninum, en hann er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Er þess kraf­ist að hann verði dæmd­ur til refs­ing­ar, svipt­ingu öku­rétt­ar og greiðslu alls sak­ar­kostnaðar. Verði maður­inn fund­ir sek­ur um mann­dráp af gá­leysi gæti hann átt yfir höfði sér sex ára fang­elsi.

Í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar sam­göngu­slysa, sem kom út á föstu­dag, kom fram að maður­inn hafði ekki rétt­indi til stýra bátn­um. Þar seg­ir að bakk­mynda­vél, sem er í öll­um slík­um bát­um sem sigla á Jök­uls­ár­lóni, hafi verið biluð í bátn­um og svo hafi verið um nokk­urt skeið. Þá hafi hvorki skip­stjór­inn né ann­ar starfsmaður gengið úr skugga um að hættu­laust væri að aka aft­ur á bak.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert